Thursday, December 29, 2005

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Jólin mín hafa sannarlega verið gleðileg og er það helst góðri fjölskyldu og góðum vinum að þakka. Eins og flest gleði í mínu lífi. Ef ekki öll.
Gjafirnar komu á óvart, voru persónulegar, voru týpískar, voru "not my style" eða dásamlegar. Flestar voru dásamlega persónulegar og skemmtilegar. Ég er ánægð með þær gjafir sem ég gaf og mun gefa (þegar ég sendi gjafirnar til útlanda sem eiga heima þar) og er einnig ótrúlega ánægð með allan mat sem ég hef borðað í þessu jólafríi.
Ég hef hafið hlutastarf sem ég sótti um á Broadway sem þjónn / barþjónn og var fyrsta kvöldið ansi magnað. Annað kvöldið verða áramótin. Það verður að öllum líkindum klikkað. Mér sýnist starfið vera krefjandi, skemmtilegt og spennandi. Við fyrstu sýn. Vona að það búi ekki eitthvað annað bak við tjöldin.
Ég sakna Beggu meir en nokkurs annars og er komin með fráhvarfseinkenni.
Hlakka mjög mikið til að fá Láru sætu heim og tala við Eddu óvenju mikið þessa dagana.
Á Íslandi eru Jóarnir mínir og aðrir vinir til að stytta stundirnar, takk takk takk.

Á morgun verður matarboð sem ég er búin að hlakka til síðan ég heyrði fyrst af því. Dásamlegir gestir, ótrúlega skemmtilegt fólk, rjúpur í matinn og þetta verður frábært. Ég finn það á mér. Ég veit líka að árið 2006 verður brjálæðislega frábært, better than all the rest, again. Hlakka til.

Ég hvet alla vini mína til að fagna áramótunum á Broadway og heilsa upp á mér á barnum. (Engin samtöl, bara "hæ").

Sunday, December 18, 2005

Jólafrí

Nú er ég komin í jólafrí og það sem meira er þá er ég komin með leið á því að vera í fríi. Það er líklegast of seint að sækja um störf núna en ég hlakkaði svo til að slappa af. Ekki lengur. Nú langar mig að vinna.
Ég er búin að fá einkunnirnar mínar og ég náði öllu, gekk meira að segja vel.
Alveg sátt! :)

Jólaballið var æðislega skemmtilegt. Þó sumt hafi nú farið í taugarnar á mér og ég spurði óvart stúlku sem vinur minn var að dansa við hvort hún ætlaði heim með honum (hann var EKKI ánægður með mig) þá var kvöldið í heild frekar skemmtilegt og ég er ánægð með það.

Hlakka til að komast niður í bæ að kaupa gjafir og hanga á kaffihúsum, eins og við JóiB ætluðum að gera í dag en nenntum ekki vegna veðurs. Við fórum því í Smáralindina. Ég mæli ekki með því. Ég þoli ekki þessa verslunarmiðstöð.

Bergþóra er á leið til Ástralíu núna, held hún sé í Singapore akkúrat núna, vonandi skemmtir hún sér vel um jólin! Lára, þú hringir í hana! :)

Wednesday, December 14, 2005

Jólin mega koma

því prófin eru búin búin BÚIN! :)

Einkunnir á mánudaginn en ball í kvöld.

Djammídjammídjamm.

Finally.

Friday, December 09, 2005

Perlujól

heitir leikritið sem ég ætla að sjá ásamt nokkrum vinum mínum á sunnudaginn.
Perlan, leikhópur frá Sólheimum, setur það upp og Jóhann Þorvaldur Bergþórsson semur alla tónlist. Það gerði hann á nokkrum dögum í miðjum prófum og það sem ég hef heyrt er ótrúlega flott. Ég hlakka mjög mikið til að sjá þetta leikrit.
Annars á ég eingöngu 2 próf eftir og þá verður jólaball. Jólajólajólaball.
Síðan mun ég byrja að baka og stússast í einhverju jóladæmi og jafnvel taka til.... svona, fyrir jólin. Bíð samt aðeins með jólalögin, eina viku eða svo.

Thursday, December 01, 2005

Próf

Allt verður að taka enda og nú er þessari önn nær lokið.
Prófin byrjuð.
Það er svo gaman að vera í prófum, einungis eitt sem maður þarf að læra og þegar prófinu lýkur þarf maður aldrei að hugsa um það fag aftur, fyrr en á næstu önn.
Sofa, vaka, borða, læra.
Aftur og aftur og aftur.

Annars er ég komin með þraut! Næsti kærasti verður að geta haldið á mér upp stigana hérna heima. 4 hæðir. Ég ætla að leggjast niður og ef hann getur haldið á mér upp má hann eiga mig. Annars ekki. Ég mun segja strákum frá þessu á jólaballinu, ég er viss um að þeir kolfalli fyrir mér.

Síðan vil ég hvetja alla til að gera það að ævistarfi sínu að mótmæla því sem Gutti segir. Og munið, Snorri getur allt - Snorri getur borðað með prjónum!

Friday, November 18, 2005

Ég hefði getað frelsast...

Síðasta gangan. Innanbæjar svo að engar hrikalega afleiðingar yrðu ef krakkar týndust í myrkrinu. Við vorum sex sem týndumst í myrkrinu. Við gengum um í kuldanum og okkur leið ekki vel. Loks komum við að kirkju. Kirkjan stóð þarna sem bjarg. Við sáum ljósið. Við fundum ylinn. Við frelsuðumst ekki. Við lugum að krökkum. Í kirkju. Ætli við förum til Helvítis? Á dómsdegi skal ég sverja að það var óvart. Krakkarnir sögðu okkur að við værum á Íslandi. Þá brá okkur og við sögðum "ha? Erum við á Íslandi? Hvernig komumst við til Noregs?" síðan hélt þetta áfram þar til krakkarnir voru búnir að útskýra mjög vel hvernig við kæmumst til Noregs og við útskýrðum fyrir þeim að íslenska og norska væru mjög svipuð tungumál. Foreldrar sóttu krakkana og rútan frá MH sótti okkur.

Síðasta eðlisfræðiprófið. Ég er svo fegin því að eiga engin eðlisfræðipróf eftir á þessu ári, ein tímaritgerð í stjarneðlisfræðinni, annars ekkert! Þessu verð ég að fagna.

Síðasta setningin. Mamma vill fá tölvuna.

Saturday, October 29, 2005

Klukk klukk klukk



Begga klukkaði mig og mér skilst að þá eigi ég að skrifa 5 hluti um sjálfa mig á bloggið mitt. Það ætti ekki að vera erfitt þar sem ég skrifa aldrei um neitt annað en sjálfa mig og hugsanir mínar á bloggið mitt.

* 95% Íslendinga sem ég hitti spyrja mig "Heitirðu Kamma í alvörunni?" og þessi spurning fer mjög mikið í taugarnar á mér þ.a. í sumar svaraði ég þessari spurningu svona: "Nei, í raun heiti ég Kambína og þar sem við þekkjumst ekkert sérstaklega vel finnst mér að þú ættir alltaf að kalla mig Kambínu".

* Þegar ég las setninguna "nú er ég aldeilis hlessa" í fyrsta skipti sýndist mér standa "nú er ég aldeilis hlussa" og hló og hló og hló.

* Ég átti erfitt með að segja veikt g þegar ég kom heim frá Englandi og sagði EINU SINNI "Ái, aujjað mitt" þegar ég fékk bolta í augað - síðan hefur verið gert miiiiiikið grín að mér. Þess vegna finnst mér einstaklega illkvitnislegt að hafa "Dragavegur" sem götunafn.

* Fyrsti kærastinn minn í Englandi, þegar ég var 5 ára, hét (og heitir enn) Danny (Daniel). Fyrsti kærasti minn á Íslandi, þegar ég var 15 ára, hét (og heitir enn)Danni (Daníel)!

* Þegar ég var 4 ára bauð stelpa sem hetir Charlotte mér ekki í afmælið sitt en hún bauð öllum hinum krökkunum í bekknum. Hún sagði mér að foreldrar hennar leyfðu henni eingöngu að bjóða 30 manns (32ja manna bekkur), ég grét og grét og grét. Mamma hefur aldrei getað fyrirgefið þessari stelpu.

Það er búið að klukka alla vini mína sem blogga.

Wednesday, October 26, 2005

Mannréttindabrot

Hvernig gátu þau skreytt Kringluna í Október?
Það ætti að setja lög um jólaskreytingar verzlana.
Þetta hefur allavega ekki þau áhrif á mig að ég ætli að kaupa meira.
Frekar hitt - ég ætla að forðast Kringluna.

Monday, October 24, 2005

Kæru vinir!



Ég gæti skrifað hér langa færslu um hvað mig langar að gera í framtíðinni, hvað ég væri til í að læra og hvers vegna, hvret mig langar að ferðast og á hvaða forsendum, hvernig mér finnst ég geta breytt heiminum, hvernig allir geta breytt heiminum, kvennabaráttuna í heild sinni og margt, margt fleira ef ég bara hefði tíma.
Tíminn er afstæður, ég get næstum sannað þetta stærðfræðilega, en samt eru skiladagar á verkefnum og ritgerðum og próf sem ég verð að mæta í. Nú fer öll mín hugsun og allir mínir draumar í námið. Aldrei hefur mér fundist sjónvarpið jafn áhugavert eða jafn nauðsynlegt að blogga. Ég hreinlega þrái að setjast niður og skrifa bréf.
Svona er að vera menntaskólanemi, mann langar að gera svo mikið en hefur ekki tíma til þess. Sjáum við eftir þessu síðar meir eða hjálpar þessi undirbúningur okkur að láta drauma okkar rætast? Sjáum til, við sjáum til.

Wednesday, October 19, 2005

Æðislega æðislega æðislega líf



Eftir frábæran dag, yndislegar stundir með Beggu og Jonna á Kaffi Mokka og í hinum ýmsu búðum að versla. Versla gjafir handa Jóa, sem er mér kær sem bróðir. Eftir þennan frábæra dag tók ég strætó heim. Þar sat ég fyrir aftan tvær gelgjur. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta voru gelgjur því 1) Ég ætti að þekkja það. 2) Önnur þeirra talaði UM símann sinn í 17 mínútur. Hann er sko alltaf að hringja og hún fær ekki að sofa og þúst hún getur ekki slökkt á honum því þá halda allir að hún sé í fýlu eða eikka!!! Það var eitt sem þessar gelgjur sögðu sem mér fannst samt svolítið fyndið. Það var hve fyndið það væri ef þær segðu alltaf "ja-á" en ekki já. Síðan þegar fólk spyrði "Hver er kækurinn þinn?" eða "ertu með kæk?" myndu þær alltaf segja "ja-á". Í sjálfu sér fannst mér þetta alls ekki sniðugur brandari hjá þeim, langt frá því. Spurningin finnst mér hins vegar frumleg og góð og spyr því lesendur mína:

Hver er kækurinn þinn?

Sunday, October 16, 2005

Gömul sál



Mér fannst ég einstaklega sniðug í gær þegar ég sagði Eddu að hún væri "gömul sál", mér fannst það fyndið vegna þess að fólk sem talar svona er oftast gaga. Begga hringdi í mig í gær og spurði hvað ég ætlaði að gera um kvöldið (=fara út að borða kínverskan með mömmu og hitta Össur), síðan spurði ég Beggu hvað hún ætlaði að gera. Henni var boðið í 2 partí en vildi heldur hitta mig. Þetta er ómetanlegt hrós þó svo að annað partíið hafi verið Konditori partí og í hinu áfengi þá finnst mér þetta sætt. Mjög sætt. Síðan þegar við Össur vorum að ræða málin þá komst ég að þeirri niðurstöðu (sem Össuri fannst mjög svo áhugaverð) að mér finnst miklu skemmtilegra að vera með góðu vinum mínum en djamma. Þess vegna ætla ég að loka mig af frá umheiminum (á fjórðu hæð, Háaleitisbraut 109) og bíða eftir að góðu vinir mínir finni mig. Ég bíð!

Friday, October 14, 2005

Árshátíð MR

Var einstaklega leiðinleg. Hitti þó Óskar og Frikka aftur. Það var gaman. Fyrirpartíið var hálfglatað þar sem stelpan mátti greinilega ekki halda partí og fékk taugaáfall þegar einhverjir þriðjubekkingar ældu fyrir utan húsið hennar. Það var líka nýbúið að leggja parket og allir fóru inn á skónum. Klukkutíma síðar voru allir beðnir um ða fara úr skónum því það var búið að rispa parketið. Það er auðvelt að vera vitur eftir á.
Milljónamæringarnir náðu ekki til mín, of mikið um trompet, Coral - ekki alveg málið á árshátíð. Hermigervill var góður og er þetta í fyrsta skipti sem góða tónlistin á balli hefur veirð í litla herberginu niðri. Eddu, Láru og Pál Óskar vantaði á þessa árshátíð.
Við Begga fórum líka snemma, keyptum fullt af nammi og skelltum okkur heim til mín að horfa á The Gladiator. Áður en myndinni lauk fór Begga að sækja systur sína og keyra heim og síðan sofnaði ég. Nú er ég að bíða eftir Gunna, hann ætlar að reyna að redda hárinu mínu en ég missti mig aðeins í gær. Sumir segja að þetta sé pönk. Aðrir "ljótt".

Friday, October 07, 2005

Matarboð



Í dag bauð ég nokkrum vinum mínum heim í mat. Lasagna að hætti mömmu (=ekki lasagna en mjög gott), kartöfluréttur að hætti Kömmu, burritos að hætti Gutta, brownies frá Beggu og gulrótakaka sem Jonni bakaði (samt var Jonni ekki á svæðinu).
Skemmtilegt og rólegt kvöld. Síðan verður villt partí annað kvöld. Allir brjáluðu dópistarnir sem ég þekki ætla að rokka feeeeiiiiitan hérna og kasta bollunum hennar mömmu á milli sín. Það verður sjúkt!
Foreldrarnir eru í Luibliana og njóta sín. Nema þau hafi verið að ljúga að mér. Kannski eru þau á Ísafirði, kannski leiðist þeim. Hvað veit ég? Hvernig get ég verið viss um sannleikann? Hvers vegna las ég yfir heimspekiritgerðina hans Gutta?
Á morgun verð ég fersk og hress. Hress, hress, hress.
GANGA GANGA GANGA. Fjallgönguáfangi - líkamsrækt í MH, snilld... nema þessi laugardagsganga, Esjan frá nýju sjónarhorni? Sjónarhorni ástarinnar?
Ég verð að hætta í heimspeki.
Áður en það verður of seint.
Það er svo gaman að leggja Gutta í einelti! Ég held að það sé kominn tími til að hætta að vera leiðinlegur við Beggu, hætta að skrifa allt á hana sem maður kaupir í Café Konditori og byrja að hlæja að Gutta! Gutti sem er svo hrifinn af snertingu, Gutti sem er svo framfærinn, Gutti sem er svo skemmtilegur.

Tuesday, October 04, 2005

Jean Carcalho - Brazil



Ég er að tala við Jean í símann, "how are the three people in Iceland?" var byrjunin á samtalinu okkar, hann spurði líka "are you drunk?" - "no" - "Are you eating something?" - "no" - ..."You´re not Kamma!!!!!!!" Hann er svo fyndinn, ég sakna hans ekkert smá!
Hann saknar þess að umgangast feitt fólk sem hann getur gert grín að, hann saknar semsagt mín og Dominic. Eftir að hann kom heim til sín halda allir að hann sé hommi. "I think Dominic´s smell rubbed off or something".... ég fór að segja eitthvað óvart á íslensku (var að lesa) og þá sagði hann:
"I don´t know if you noticed but I don´t understand Icelandic"
Svo sagði ég honum að ég myndi bráðum hitta Tómas og konuna hans og þá spurði hann "she doesn´t speak English? And not even Icelandic?" ég svaraði þá neitandi og þá sagði hann "I don´t think she knows she´s married to him"... æ, hann er svo fyndinn!

Hann er æðislegur!!!!

Sunday, September 25, 2005

Sunnudagsblog

.

Nú er sunnudagur, í dag hef ég gert nákvæmlega ekki neitt.
Á föstudaginn var vinátturæðukeppni milli MH og MR og ég var í æfingaliði kvöldsins. Við skíttöpuðum en keppnin var skemmtileg. MRingar fóru á kostum og þá sérstaklega stúlka sem heitir Saga. Hún er kærasta Ásgeirs Péturs sem er vinur mömmu. Lítið land. Jón Ben var samt valinn ræðumaður kvöldsins.
Eftir keppnina fór ég ásamt Beggu, Gutta og Jóa heim til mín og við spjölluðum, borðuðum fullt af nammi og fórum svo að horfa á dvd. Ég steinsvaf.. Á laugardaginn var Gettu Betur æfing en það er ekki enn búið að velja síðasta busann í liðið. Mér leist ágætlega á liðið so far. Gutti er náttúrulega svo sætur og þessi stúlka virtist indæl.
Matarboðið heima var æðislegt. Mjög skemmtilegt m.a.s., allir fyndnir og fallegir og maturinn góður. Síðan kom minn frábæri frændi (sem ég skulda greiða) og skutlaði mér í afmælisveisluna hans Gulla. Hún var ágæt. Jonni kenndi mér fullt af dönsum og já, þetta var bara fín veisla. Össur skutlaði mér líka heim og ég vaknaði í morgun. Síðan þá hef ég ekki gert neitt!

Saturday, September 17, 2005

Gott kvöld

Í góðra vina hópi. Fyrst var samt góður matur, selur og milljón aðrir réttir. Mamma er æðisleg, stendur fyrir sínu. Pabbi líka, það var gott vín með matnum.
Horfði á Amadeus ásamt Beggu, Jóa, Gutta og Erni. Á leiðinni heim hringdu Lolla og Harpa og spurðu hvort mig langaði ekki að hitta Gísla, vin þeirra, sem þekkti mig - hafði séð mynd af mér á netinu. Það er með endæmum hve svalt fólkið er sem þær stöllur umgangast. Líkur sækir líkan heim?

Ég var að fá sendingu af ótrúlega flottum fötum frá Frú Huldu Hrönn. Þakka þér kærlega! Ég fór í leðurjakkanum til Jóa í kvöld og spurði Gutta hvernig honum fannst jakkinn. Honum fannst hann flottur og það skiptir öllu máli. Gleymdi samt að spyrja Gutta... Er jakkinn nógu sexy?
Man það næst.

Í tilefni kvöldsins langar mig að semja ljóð.

Ég þakka hjartanu!

Ég hlusta á hjarta þitt.
Það hættir ekki að slá.
Og ég elska hjartað þitt.
Fyrir það eitt að slá.
Að slá og halda þér.
Halda þér hjá mér.

Friday, September 16, 2005

Ræðunámskeið Hitler Youth Kristilegra Hróssamtakanna (a.k.a. JCÍ)



Nú sit ég heima á föstudagskvöldi og næ ekki í Beggu, Edda og Lára eru erlendis og Jói er upptekinn. Klukkan er orðin of margt til að hringja í aðra. Annað fólk er ekki vakandi á svona tímum. Annað fólk er leiðinlegt.
Í kvöld var ég á ræðunámskeiði hjá skólanum mínum, mjög skemmtilegt námskeið.
Ég talaði fyrst á móti Þjóðverjum á Íslandi, í kvöld á móti sálfræðingum og í ræðukeppninni mun ég vera fylgjandi dauðarefsingum.
Þetta eru augljóslega allt málefni sem eru mér mikilvæg.

Thursday, September 15, 2005

Veik heima



Ég er veik heima eins og ég er viss um að einhver af gáfaðari lesendum mínum hefur gert sér grein fyrir þegar sá hinn sami las titil þessarar færslu. Í dag átti ég að fara í stærðfræðipróf í fyrsta tíma og skrifa ritgerð úr Njálu í síðasta tíma. Því ákvað ég að fara í skólann þrátt fyrir örlítinn hita og dasleika og ógleði. Lítið mál. Fór í stærðfræðiprófið þar sem ég hugsaði meira um að æla ekki en svara dæmum.
Bara hresst.
Í hádegishléinu missti ég sjónina í smá tíma og fór út til að anda og leggjast aðeins, þá gekk ég á manneskju sem ég veit enn ekki hver er og þegar ég lá úti heyrði ég ekkert. Það er sjaldan sem ég heyri ekki neitt og þar sem mér var nú farið að líða virkilega illa ákvað ég að fara heim. Ég fékk að hringja hjá Jóa sem "hélt bara að þú værir að deyja" og þá kom pabbi og sótti mig.
Minn umhyggjusami faðir tók vel á móti mér. "Hryllingur að sjá þig barn". Þá leið mér betur, mun betur.
Síðan kom ég heim og vorkenndi sjálfri mér ógurlega. Nú finnst mér kominn tími til að þið vorkennið mér líka.

Monday, September 12, 2005

New update.



Þegar fjölskyldan gekk út um dyr blokkarinnar í morgun sagði móðir mín kær "blablabla kalt blablabla ekki nógu vel klædd blablabla stormur bla". Það tók smá tíma fyrir skilaboðin að komast alla leið til heilans en þó ekki lengri en svo að þegar ég mætti í skólann lét ég það verða mitt fyrst verk að finna Símon og biðja um far heim.
Sem ég og fékk.
Því fylgdi að vísu tónlistin sem Símon hlustar á í bílnum sínum, þessi drengur sem hefur farið á Foo Fighters og Placebo tónleika er með "aðeins" öðruvísi tónlist í gangi þegar hann er að rúnta. Ég neyddist því til að hlusta á fáranlega catchy lag með textanum "when I wake up in the morning I just want to praise you, I just want to praise you..." (líklegast er átt við Guð).
Samt var þetta eitt besta far sem ég hef fengið þar sem Símon bauð mér upp á hjónabandssælu. Beat that.

Helgin var mjög svo skemmtileg, á föstudaginn var "kveðjupartí" Auðar Kömmu frænku minnar en þá hittust öll systkinabörnin í nýju íbúð Eggerts í Rjúpnasölum (einstaklega aðgengilegur staður) og eyddu kvöldinu saman. Mér þótti mikill heiður í því að mér var boðið með þeim enda hefur það aldrei verið gert fyrr og ég er mun yngri. Nanna frænka fór á kostum, hún er hress. Auður Kamma var og er einstaklega fögur, ég vona að henni líði sem best á Ítalíu og Sibba var líka í góðum fíling og skemmtileg. Eggert er æðislegur, Gústi og Grjóni fínasti félagsskapur og kærastar kvennanna virðast ágætir og Frú Heimilisins mjög fín.
Begga skutlaði mér þangað en Jói skutlaði mér heim, þau eru bæði frábær og ég skulda þeim greiða. Launa skal ég ykkur farið ef ég hef tækifæri til.

Sunnudagurinn fór í Njálu, subway og Njálu með Jóa B. Það er skemmtilegra en það hljómar.

Gleymdi ég næstum Charlie and the Chocolate Factory? Þvílík snilld, bókin er náttúrulega vel þekkt meistaraverk og myndin er snilld, hrein snilld, vel leikin, vel gerð, skemmtileg og ég mæli með henni, ég mæli eindregið með þessari mynd.

Í kvöld er annar hluti ræðunámskeiðs nokkurs sem hófst á föstudaginn var og áttum við að semja ræðu um "eitthvað". Þar sem Dominic hringdi ekki í mig eins og hann hafði þó lofað skrifaði ég ræðu gegn Þjóðverjum. Ekki að ég sé eitthvað bitur.
Mamma er mjög hrifin af ræðunni - NOT.
Jói er álíka supportive og vanalega.

Saturday, August 27, 2005

úúú

Ég reyni að fara á busaballið. Vá, frábært lineup á Broadway, Búdrýgindi, Hjálmar og my favourite... Páll Óskar (DJ). Ég fer og hvet ykkur öll (menntskælingana sem lesa þetta) til að koma með mér. Þetta verður klikkað.
Í gær horfði ég á mynd með Beggu og Eddu. Í þeirri mynd var margt sætt en það sem mér fannst rómantískast og grét og grét vegna er að hann sendi henni eitt bréf á dag í heilt ár eftir að hún fór. Hún svaraði engu þeirra en samt hélt hann áfram - 365 bréf. Þetta myndi ég kalla ást.
Í dag komst Gunni áfram í næsta riðil í Icelandic Idol. Hahaha. Ég vona að hann fari í sjónvarpið svo ég geti horft á hann án þess að þurfa að vakna klukkan 7 á sunnudagsmorgni. Á morgun fer ég kannski í sumarbústað með Beggu og Eddu og e.t.v. fl. MR-stelpum og þá munu stelpurnar útbúa vöfflur.

Wednesday, August 24, 2005

Kamma returns to MH

Jæja, þá er skólinn byrjaður og ég að sjálfsögðu orðin veik. Önnin virðist ætla að vera heldur erfið en það tekur því ekki að kvarta og kveina, hún verður hvort eð er erfið… Það styttist í Busaballið og ég get ómögulega ákveðið mig, langar mig eða langar mig ekki á þetta ball? Helmingur gesta verða svokallaðir busar og vinir þeirra, að veltast um dauðadrukknir og eflaust margir að smakka áfengi í fyrsta skipti. Þetta er svo augljós staðreynd að m.a.s. kennarar hafa heyrst segja “Ölvun ógildir miðann þannig að þið munið að bera ykkur vel þegar þið komið inn”.. Trabant heldur uppi fjöri og það verður eflaust dansað… þetta er freistandi. Ég ætla ekki að taka ákvörðun strax, ekki þegar ég ligg uppi í rúmi og reyni að hætta að vera veik. Hugarorkan virðist ekki vinna bug á kvefinu, ekki enn sem komið er en ég ætla mér ekki að gefast upp.
     Ég sit nú á nýju borði, Annað Borð Frá Matsölu, eins og ég kýs að kalla það. Þetta geri ég augljóslega eingöngu vegna þess að móðir mín kær sat þarna á sínum menntaskólaárum og ég vil halda í fjölskylduhefðir. Næsta ár ætla ég að reyna að finna borð föður míns og sitja þar.
     Eftir skóla fór ég í Íslandsbanka og sótti um debitkort og kredit-plús-kort. Ég verð nefnilega að hafa aðgang að launum mínum, laun mín fyrir 10-11 klst vinnu á dag, alla daga síðustu tveggja vikna… “If I were a rich girl, tralalalalalalalalala”… smá útúrdúr.
     Mig langar til útlanda, það er svona hefðbundinn skólabyrjunarfílingur. Mig mun samt langa meira til útlanda þegar tekur að líða á önnina og kennarar ætlast til að ég skili eðlis- og efnafræðiskýrslum, heimadæmum í stærðfræði, heimspekiritgerðum, stjörnufræðiverkefnum og fari í munnleg frönskupróf. Þá mun ég reyna að flýja land. Ekki reyna að stoppa mig.

Wednesday, August 17, 2005

Smá væmniskast í tilefni sumarloka.



Í þessum heimi er til fólk sem ég hef litið upp til frá barnæsku. Sem dæmi má nefna Huldu og Eggert eða Einar Sveinbjörns og Soffíu, Huldu Hrönn, Sigga Toll og Nönnu, Afa og Ömmu, Önnu Rós og Harald, Einar og Guðrúnu, Dóra… Fólk sem fjölskyldan mín þekkti og hitti meðan við bjuggum í Englandi, folk sem ég man enn eftir frá Englandi.

Mér finnst yndislegt að sjá þau aftur, 10 árum síðar og fatta að ég lít enn upp til þeirra. Ég horfi á þau aðdáunaraugum og gleymi mér í minningunum, það er áratugur liðinn síðan ég man eftir því að liggja með hausinn hangandi fram á borð, alveg að sofna – að reyna að halda mér vakandi til að heyra áhugaverðu samtöl fullorðna fólksins. Frábært fólk.

Nú hafa reyndar fleiri bæst í hóp þeirra sem ég elska og dái, Valgerður og Grímur, Dóri og Anna Dóra, Olga, Dóra, Sigrún, Raggi.. Ég get ekki talið alla upp.

Ég er heppin að hafa svona folk í lífinu og það sem ég er þakklátust fyrir er hve æðislegir mínir vinir eru. Meðan ég var í Hong Kong var ég orðin hrædd um að minningar mínar hlytu að vera dæmi þess að “fjarlægðin gerir fjöllin blá” vegna þess að folk er ekki svona fullkomið... Þau eru það víst. Margir sætari en áður og öll jafn fyndin, skemmtileg, góð, kaldhæðin og trú.

Ég er einlæglega þakklát fyrir að þekkja svona gott fólk. Þið sem segið að ég sé alveg eins og mamma mín, þakka ykkur fyrir, ég er ánægð með að velja mér jafn góða vini og foreldrar mínir hafa gert í lífinu.

So far, so good!

Thursday, August 11, 2005

Tine is my boss....



Mér finnst ótrúlega fyndið að Edda sjái um innkaupina á Kaffi Konditori. Hvað vantar í samlokurnar og saladið? Jú... einmitt! Túnfisk!!! Þannig að Edda pantaði 900 kg af túnfiski. Nú veltum við fyrir okkur hvar við eigum að geyma hann og hvernig við getum skorið hann. Ég veit ekki afhverju ég segi "við", ekki kann ég á túnfisksskerivélina!

'I missed your coffee on the floor'

"Ég ætla að fá birkibrauð"
"Viltu það með eða án birkis?"

"Kemst ég á klósett hjá þér?"
"Já, viltu croissant?"

"Ég ætla að fá latté til að taka með"
"Já, eitthvað fleira?"
"Foccacia samloku"
"Viltu ekki líka fá hana til að taka með?"
"Nei, ég ætla bara að skilja hana eftir"

"Er þetta ekki alvöru rjómi?"
"Nei, þetta er gervirjómi, alvöru rjóminn er því miður búinn!"
"Fæ ég ekki alvöru rjóma? Mér finnst þetta algjörlega óásættanlegt....."
"Ég skal hafa það í huga!"
...
"Afsakið fröken! Mér finnst þetta hneykslanlegt, hvað ætlarðu að gera í þessu?"
"Ekkert."

"Heyrðu... geturðu nokkuð aðeins hjálpað mér með kassann?" (=Nýja stelpan)
"Nei!" (=Kamma sem er ótrúlega fyndin og vanmetinn húmoristi)

"Hey Tine, ég er að fara í bíó... mátti ég ekki alveg taka pening úr kassanum?"



Hver segir að ég sé ekki góður starfskraftur?
Ég er mjög hrifin af starfinu mínu en vá, vá, vá, vá! VÁ hvað ég hlakka til að byrja aftur í MH. MH sem skráði mig í annað ár í frí en sem betur fer sigaði ég Þórunni Höllu á þá og fékk skólavist.

Um daginn settist ég niður með foreldrum mínum og við ræddum málin. (Svona samtöl byrja iðulega á því að pabbi leggur sleggjuna frá sér og segir "Kamma, eigum við að ræða um tilfinningar?"). Öll fjölskyldan var sammála um eitt,Greenpeace meðlimir ættu að skella sér í "swim with a walrus" túr.

Saturday, July 30, 2005

Ísland, gamla Ísland!



Fólk spyr mig hvort það sé ekki erfitt að koma heim.
Auðvitað er ekki erfitt að koma heim.
Það er erfitt að vera ekki í Hong Kong.
Það er erfitt að vera ekki hjá vinum mínum og fjölskyldu þar, það er erfitt að borða aldrei með prjónum og það er erfitt að vita að lífið verður aldrei eins og það var þetta ár. Það er líka erfitt að vita ekki hvenær eða jafnvel hvort ég sjái nokkra vini mína aftur.
En það er allt annað mál.
Það er æðislegt að vera komin heim.
Ég elska Ísland, Íslendinga og íslenska tungu.
Mér líður vel!

Saturday, June 18, 2005

Ordin fullordin



A 18 ara afmaelinu minu for eg i helgarferd med Dominic til Taiwan.
Mer fannst thetta rosalega ahugavert, thangad til eg taladi vid vin minn i Ekvador, Tomas Dan!
10. juni, 2005 gifti Tomas sig!!!
Hann kemur heim med eiginkonunni og eg hlakka mjog mikid til ad hitta hana, Tomas - Til hamingju! Eg vona ad thetta takist jafn vel upp hja ther og hja foreldrum thinum! :)
Thegar eg sagdi mommu minni fra thessu sagdi hun "Hann er svo skemmtilega astridufullur og fyndinn. Gott hja honum!", mer fannst thad god vidbrogd. Thegar eg sagdi Dominic fra thessu sagdi hann "That's bizarre. Wanna do the same?", mer fannst thad betri vidbrogd!
Akvad samt ad sla ekki til og koma heim ogift.
Mer fannst Gunni aedislegur um daginn, hann hringdi i mig til ad panta tima hja mer eftir heimkomu. Edda og Begga sendu mer afmaeliskort sem eru i stil. Eg fann ekkert kex handa theim samt! :( Thessa dagana hlakka eg til ad koma heim. Eg sakna vina og fjolskyldu meir en thid getid imyndad ykkur. Nu a eg bara eina helgi eftir i Hong Kong. Otrulegt ad hugsa til thess...

Tuesday, June 07, 2005

Juni....



Nu er eg komin med flug heim!

Eg yfirgef Hong Kong 29. juni, klukkan 23:15.
England: 05:00 - 13:00
Verd komin til Islands 30. juni, klukkan 15:00.

Gaman ad thvi! Adur en eg flyg heim flyg eg samt til Taiwan! :D
I tilefni 18 ara afmaelisins mins, vegna timamismunar geta Islendingar EKKI hringt i mig 10. juni thar sem gemsinn verdur afram i Hong Kong. Thid getid hringt 9. juni, milli 16:00 og 21:00 samt thvi tha er kominn 10. juni i Hong Kong og eg verd vakandi, ad "celebrate into my 18th birthday" med bestu vinum minum i Hong Kong! :)
Eg kem heim fra Taiwan (tha meina eg heim til Hong Kong) a sunnudagskvoldi thannig ad thad verdur aftur haegt ad na i mig a manudaginn!

Sidustu helgi hitti eg leikmenn ur Juventus lidinu (italskt fotboltalid) af hreinni tilviljun i Lan Kwai Fong, var med vinum minum og vid spjolludum adeins vid tha og tokum myndir. Thekktum tha fyrst a treyjunum og svo taladi Francesca itolsku vid tha! :) A sunnudaginn var DRAGONBOATRACE.... AFS lidid tapadi EKKI! :) Drukknudum naestum en vid topudum satm ekki, vorum naest sidust en thad eru bara 6 skip i einu. Thad var stormur. Vid vorum blaut. Thad var gedveikt gaman! :) Sidan for eg ut ad borda med Aliina og Dominic (enn eitt skiptid thar sem verid er ad halda upp a afmaelid mitt, thad verdur gert aftur seinna) og svo budu thau mer a Saturday Night Fever songleikinn... flottir dansar! :) Thar sem eg FOR A FAETUR klukkan half 6, ferdadist 7 klukkutima a einum degi og sofnadi half eitt var eg "an augna" i skolanum a manudeginum. Sidasti skoladagurinn minn er a fimmtudaginn, mun grata ef bekkjarsystkini min gefa mer eitthvad. Annars eru thau buin ad skipuleggja "camp" handa mer eftir profin theirra og eg mun koma til ad borda hadegisverd med theim.... djofull a eg eftir ad sakna theirra!

Tel osjalfratt nidur dagana sem eg a eftir i Hong Kong!

Sunday, May 22, 2005

I know I'm selfish, I'm unkind!




Nu er eg heima hja mer veik.
Liklegast vegna thess ad a fostudagskvoldi vard eg algjorlega blaut i gegn i dasamlegustu rigningu sem eg hef upplifad. Thad rigndi eins og hellt vaeri ur fotu! :) Gaerdagurinn var einstakur, eg mun aldrei aftur upplifa svona dag.

Eg tok thatt i songkeppni med bekknum minum!
Eingongu thrju vandamal.

1) Eg er svidshraedd.
2) Eg kann ekki ad syngja.
3) Eg kann ekki Mandarin (lagid var sungid a Mandarin).

1) Eg undirbjo mig vel.
2) Ollum var alveg sama.
3) Thau kenndu mer lagid.

Thetta var otrulega skemmtilegt, va hvad vid hlogum mikid og thetta var mjog, mjog gaman! Eg get sungid thetta lag fyrir ykkur thegar eg kem heim, thid munid hlaeja. Domararnir hlogu lika, thegar eg song "Thid verdid ad elska mig", solo a mandarin... ja, thetta var gaman!
Bordadi lika hadegisverd med hressum bekkjarsystkinum, fekk mer "instant" nudlur, med steiktum kjuklingavaengjum, graenmeti og steiktum eggjum (sett i skalina)... eg aetla ad bidja ykkur um ad borda thetta med prjonum, elsku Islendingar! :)

Eftir songkeppnina for eg ad horfa a horse-racing sem eg hef aldrei gert adur! Eg vedjadi lika (svoddan logbrjotur), vann og tapadi.. i heildina tapadi eg 30 kr! ;)
Thetta var frabaer dagur.... verst ad eg er veik nuna og kemst ekki med fjolskyldu Dominic i kvoldverd a The Peak (sem er stadurinn thar sem postkortautsynid af Hong Kong er raunverulegt).

Thursday, May 12, 2005

I wanna be a man cub, stroll right into town, be just like the other men, I'm tired of hanging around!



Nu kann eg ad meta vini mina.
Eg kann ekki ad meta annad folk.

Thad er margt buid ad gerast, margt fyndid og margt skrytid, margt ahugavert og margt leidinlegt. Mikid vesen og mikid stud. Eg nenni ekki ad fara ut i smaatridin. Segjum bara ad thessu flippi minu herna er ad ljuka og eg veit ekki hvad mer finnst um thad. Gaman ad hitta ykkur aftur. Leidinlegt ad yfirgefa ykkur.
Helgar eru skemmtilegar, eg a nokkrar eftir... a sunnudaginn er afmaeli Buddha thannig ad a manudaginn verdur enginn skoli. Tha fer eg a strondina med skolafelogum minum. I kvold fer eg i party hja rika folkinu, thau hraeda mig - arshatidarkjoll kaerustu vinar mins kostadi 275.000 kr! Thad er sjukt, eg sa mann tapa 45.000 kr i einni umferd thegar eg var i Macau (i spilavitunum). Thad er lika sjukt.
Hvad er meira i gangi thessa helgi? Bollufestival! Folk sem klifrar upp stora hrugu af braudi um midja nott, svakalega skemmtileg og menningarleg hefd. Enginn getur sagt mer hvers vegna thau klifra upp braudin en eg fer samt ad horfa a thetta laugardagsnottina. A laugardaginn fer eg a dragonboatracepractice. Thjalt ord. Sunnudagurinn fer tha i afsloppun og bio med fallegum Kinverja.
Nu er eg i skolanum og bekkjarsystir min hefur teiknad mjog falleg kinversk takn a neglurnar minar, fer heim og naglalakka thetta = Nail art. Hun skrifadi: "Bing Ka Ma Doh Yan" (Ice Ka Mma Land People - eg hreyfi puttana til og tha les folk ad eg se Kamma fra Islandi). Og "Poh Guy Diu Lei Ah" sem eg aetla ekki ad thyda en thad er engin tilviljun ad Diu se einmitt a longutong. Skemmtileg thessi bekkjarsystkini min.

Sidan mun eg taka thatt i songkeppni skolans med bekknum minum.
Vid aetlum ad syngja a putunguah.
Thau kenndu mer lagid, eg kann ekki tungumalid og a frekar erfitt med ad leggja thetta a minnid en vid munum oll hlaeja saman sidar meir!
Haha, svona i lokin skutla eg gafulegu samtali herna a bloggid mitt.

"Hello Kanel"
"Hello Dominic, why are you calling me?"
"I was just wondering what you had for dinner"
"I had rice and sushi"
"Do you like rice, Kanel?"
"No, I fucking hate rice!"
"How about sushi? Do you like sushi?"
"No I hate sushi!"
"Why do you hate sushi Kanel?"
"I don't like the way they cook it"
"They don't cook sushi Kanel!"

Thad hjalpar ekki til ad stulkan talar med FRONSKUM hreim, r hljomar eins og qr og u eins og oo...

Wednesday, May 04, 2005

Tja Tja Tja



Thann 3. mai atti pabbi minn afmaeli, til hamingju pabbi!
Thann 27. april atti Edda min afmaeli, til hamingju Edda!
Thann 19. april attu Lara og Maggi fraendi afmaeli, til hamingju baedi 2 (serstaklega Maggi sem eg gleymdi ad hringja i).

Afmaelisdagur pabba var skemmtilegur, hvada dagur er ekki skemmtilegur thegar thu vaknar med 30 (eg taldi) moskitobit? Sem betur fer a eg vodalega fint (vel lyktandu, huh Edda?) moskitokrem fra Malasiu. Thad er komid sumar i Hong Kong og tha meina eg ad thad er svo heitt ad thad lidur naestum yfir mann ef madur labbar ut i bud. Eg a ekki alveg fotin sem passa vid thetta vedur en bradum fer eg og kaupi mer sandala og jafnvel fleiri stuttbuxur eda pils - akkurat thad sem eg aetladi "omg aldrei" ad ganga i thegar eg var yngri. Svo er natturulega svakalegt workout i gangi sem felst i thvi ad fara i sund heima hja Alii a hverjum degi eftir skola (adur en eg fer heim ad borda kvoldverd). Reyndar horfdum vid a Kill Bill i stadinn i gaer. Thad var enginn texti en thad er allt i lagi thangad til hun fer upp a fjallid og hvithaerdi gaurinn byrjar ad tala vid hana. Ohh, franskur texti... eg skil ekki! En tha fattadi eg ad gaurinn er ad tala kantonisku!!! :) Thannig ad vid gatum fylgst med samtalinu! :D Nuna sit eg i skolanum alveg otrulega threytt, eg er algjorlega ad leka nidur. Haha, Dominic er i katholskum skola og skrifadi dagbok thar sem hann talar mjog opinskatt um okristilegt athaefi sitt og kennarinn hans rodnadi thegar hann las. "You know, he used to be a prick?" - "What?" - "He used to be a prick!" - "Dominic, you do know what prick means right?" - "ohh, not prick... A priest!" Hahahahaha. Thad a kannski ad senda Jean heim, Jean er naunginn sem eg hitti a Heathrow flugvelli og flaug hingad med. Hann brenndi nefid sitt nefnilega a Sambuca og sagdi AFS laekninum ad hann brenndi thad a afengi og vid megum ekki drekka her. Nu er folk ad bida eftir ad fundurinn klarist thar sem thau akveda hvort hann verdi sendur heim eda ekki. Ef hann faer sens a einum fundi tha skipadi eg honum ad segja allan sannleikann. Tha segir hann ad hann hafi verid i husi, a litilli eyju rett fyrir utan Hong Kong, med mer, Thomas, Dominic, Macarena, Thorsten, Felix, Jimmy og Aliina. Og tha erum vid oll i vanda. Sannleikurinn er samt sagna bestur. Alltaf.

Eg er rosalega svong og aetla ad borda...... (trommur).... nudlur i hadegisverd! Svo borda eg ..... hrisgrjon! i kvoldverd! :) Nuna hlakka eg til naestu og tharnaestu helgi (ef eg ma mun eg fara til Macau - portugolsk nylenda - med Alii, Dominic og fjolskyldu Alii a laugardaginn og koma aftur um kvoldid. Tharnaestu helgi er einhver hatid um midja nott thar sem folk klifrar upp hrugu af braudi... aetla ad spurja fjolskylduna mina hvort vid forum). Sidan hlakka eg mest af ollu til afmaelishelgarinnar minnar, thegar eg verd 18 ara! :D

Bidid nu vid, thad er eitthvad meira, ju, thad getur verid ad eg fari beint upp a halendi eftir heimkomu. Sotti nefnilega um vinnu a Hotel Ranga. Thau sogdu mer ad hringja um leid og eg kaemi heim, taeki tha 2 eda 3 daga i chill, ad jafna mig og reyna ad hitta folk (kannski eg skreppi bara i sund) og faeri svo ut a land ad vinna. Vinir og fjolskylda anaegd med thad! :)

Thetta er bara ordid gott i bili! :) Elska ykkur!

Sunday, April 24, 2005

og svo hittumst vid aftur a nyjan leik!



Eg sit i herbergi Alii og skrifa thessa bloggfaerslu medan hun og Thomas sitja a ruminu hennar og velja DVD mynd til ad horfa a (ur storri hrugu af skrifudum DVDum), fjolskyldan hennar (nyja) er aedislega frabaer! Eg er svo anaegd fyrir hennar hond! :) Vid forum dimsum i morgun (med familiunni hennar) og svo ad synda (i sundlauginni hennar) og bradum verdur OTRULEGA stor fiskur i matinn (sem pabbi hennar og fraendi eru ad gera ad i eldhusinu med rosalega flottum kinverskum hnif, storum, og HAMAR!) Allavega, vid akvadum ad horfa a Kill Bill 2.
Djammid i gaer var skemmtilegt, godir kokkteilar og vid Francesca forum inn i 7-11, opnudum Smirnoff Ice, drukkum tha og borgudum sidan. Afgreidslukonan hlo og hlo og hlo! :)

Monday, April 18, 2005

SUMARID ER KOMID!



Eg elska sumar. Reyndar er sumar i Hong Kong too much, thvilikur raki, otrulega heitt, eg er endalaust solbrennd. Sumarbuningurinn minn er ogedslegur (Yes Miss Thordarson the 13 year old, fat spinster nurse, I know her) o.s.frv.
en thad er samt sumar og SUMAR er gott. (Eins og mjolk er god).
Sumar er lika hozzltimabil. I dag taladi otrulega fallegi gaurinn vid mig i lestinni (thegar vid forum ur lestinni). Thvi midur hringdi vinur minn i mig og eg gleymdi ad fa numerid hans. Eda nafn hans. Thad breytir thvi samt ekki ad hann taladi vid mig. Promising start, haha. Annars hlo eg i lestinni thvi gaurinn fyrir framan mig rak hofudid i daemid sem hangir ur loftinu og folk a ad nota til ad halda i thegar thad stendur. Eg reyndi ad hlaeja ekki en komst ad lokum ekki hja thvi.
Gaurinn var ekkert reidur. I dag for eg heim til Alii, hun er komin med nyja fjolskyldu. Fjolskyldan er fullkomin, hun er med sundlaug og OFN. Ofninn er natturulega thad mikilvaegasta. Eigid herbergi, engar reglur, sjonvarp, tolva, ahugi a henni o.s.frv. eru allt aukaatridi. Ad skilja eftir mida til hennar a thysku (hun er thysk, thau hafa aldrei laert thysku) og vilja bjoda vinum hennar heim til ad elda. Thad segir ekkert. Ofninn er thad sem gerir thau fullkomin.
I gaer atti eg aedislega frabaert kvold med Dominic, chaumes, bagette, pizzu og chardonnay. Kertaljos og tonlist. Virkilega romantiskt.
For a English Camp med skolanum sem var crazy. Thad var nakvaemlega allt gert sem eg bjost EKKI vid. Folk var svo skemmtilegt og ahugavert og snidugt og fyndid ad eg var hissa. HISSA HISSA HISSA. Og skemmti mer vel ;)
Semsagt, life is good!

Friday, March 25, 2005

"Honestly Kamma, have you been smoking mariuana?"




All my bags are packed, I'm ready to go, I'm standing here outside your door. I hate to wake you up to say goodbye. But the dawn is breaking, it's early morn', the taxi's waiting, he's blowing his horn. Already I'm so lonesome I could die. So kiss me and smile for me, tell me that you'll wait for me, hold me like you'll never let me go, 'cause I'm leaving on a jetplane, don't know when I'll be back again, oh babe I hate to go...


Einu sinni sagdi mamma min mer ad hun skyldi einungis keyra thegar eg thyrfti far upp i Smaralind. Nu se eg ad hun keyrdi i fermingaveislu. Eg er mjog sar og mer finnst eg vera tynd. Eg veit ekki hvar eg er .. i lifinu.
Thannig ad eg fer. Fer hedan. A morgun aetla eg ad fara til Peking med lest, thad mun taka marga marga marga klukkutima og vera rosalega skemmtilegt. Eg hlakka til (veitid thvi serstaka athygli ad eg man enn einhverjar islenskureglur). Thar mun eg hitta fraenku mina. Eg kalladi hana Vala thegar eg taladi vid hana i simann en nu minnir mig endilega ad hun heiti Thorgerdur. Thetta eru natturulega svo lik nofn ad thad er alveg skiljanlegt ad eg rugli theim saman. Eg er ad velta fyrir mer hve donalegt thad vaeri ad spyrja hana hvad hun heitir. Tho hun se fraenka min tha hef eg einungis hitt hana einu sinni adur. Thad var a Islandi, um jolin 2003. Naest hittumst vid i Kina. Kannski eg avarpi hana avallt sem "Fraenka"!?! Thetta mun allavega reddast, hun er frabaer - eg hringdi i hana og hun var thvilikt hress og mundi eftir mer. Fannst mjog edlilegt og skemmtilegt ad eg vaeri ad fara til Peking a morgun og langadi ad hitta hana i naestu viku. Eg man eftir thvi thegar eg hitti hana i fyrsta skipti, eg var svolitid hraedd vid hana. (Nu tapast ahrif frasagnarinnar adeins thvi eg lysi folki yfir hofud mjog fallega en hun er fullkomin.)Svakalega gafud, falleg, skemmtileg, opin, fyndin, frabaer... svona "too good to be true". Held thad verdi mjog skemmtilegt ad hitta hana og tala islensku "face to face" i fyrsta skipti sidan eg yfirgaf Island Farsaelda Fron. Thad verdur lika gaman i lestinni a leidinni, allir 25 skiptinemarnir saman i lest i hvad, 28 klukkutima? Verdum med rum, sidan verdur natturulega svakalegt ad vera i Peking en mer list ekkert a hotelid. Tveggja stjornu hotel. Vinur minn var svo skemmtilegur ad segja ad thad aetti ad draga tvaer stjornur fra hotelum i Kina til ad jafnast a vid evropska standarda. Tveggja stjornu hotel.
A sunnudaginn var for eg a tonleika. Their voru magnadir. Mikid svakalega voru their frabaerir. REM stodu algjorlega undir nafni, thetta hefdi getad verid draumur. Frabaer hljomgaedi og eg sa gaurinn allan timann, flottasta ljosashow sem eg get imyndad mer og bara... wow! Thad er buid ad vera mikid ad gera herna i Hong Kong og eg er anaegd. Fekk dagbokina mina aftur (eftir svona 3 vikur) og listamadurinn er aedislegur, eg elska hann, hann gerdi dagbokina mina "Hong Kong-lega" og flotta. Thid faid ad sja thetta listaverk thegar eg kem heim (eftir 97 daga)!


It's not time to make a change, just relax, take it easy. You're still young, that's your fault. There's so much you have to know. Find a girl, settle down, if you want you can marry. Look at me, I am old but I'm happy. I was once like you are now and I know that it's not easy to be calm when you found something going on. Take your time, think a lot, think of everything you've got for you will still be here tomorrow but your dreams may not. How can I try to explain, when I do he turns away again. It's always been the same, same old story. From the moment I could talk I was ordered to listen, now there's a way and I know I have to go away, I know I have to go.....

Thursday, March 10, 2005

Like mother, like daughter

You Are Not Scary
Not Scary!
Everyone loves you. Isn't that sweet?

How scary are you?



Juju, mamma helt thvi fram a sinu bloggi (LINKUR A MOMMU BLOGG - hun er svol ad vera med blogg, ekki satt? Hip og cool og toff mamma sem eg a...) ad thad vaeri aettgengt ad vera ekki ognvekjandi... damn it! Mer finnst samt algjort "must" ad pabbi taki thetta test og segi mer nidurstoduna. Er hann scary? Hvad finnst ther, Begga? :)
Annars er allt gott ad fretta fra Hong Kong nema AFS Midstay Campid var frekar leidinlegt.
"Shock horror, eitthvad var leidinlegt... afhverju Kamma? Afhverju? Afhverju?"
Vegna thess ad vid eyddum laugardegi og sunnudegi i ad tala um tilfinningar. Hver eru markmid okkar med thessari dvol? Hvad viljum vid gera med thennan stutta tima sem vid eigum eftir? Hvernig synum vid hostfjolskyldu okkar thakklaeti? Hvernig lidur okkur i skolanum? Vid thurftum m.a.s. ad fylla ut toflur "emotion chart" sem synir hve marga broskalla vid gaefum hverri viku. Thessar toflur voru sidan notadar til ad syna okkur hvernig "AFS dvol er eins og russibanaferd"... AFS getur verid alveg einstaklega pirrandi. Gat sidan ekkert sofid vegna kulda og thad versta var ad eg helt ad allir adrir vaeru sofandi. Eftir ad hafa legid grafkurr i 6 klukkutima for eg a faetur og komst ad thvi ad besta vinkona min hafdi heldur ekkert sofid. Thannig ad vid hefdum getad farid eitthvert og talad saman!?!
Eg, Ali og Jimmy forum sidan i mat til ommu Jimmy og thad var mjog nice. Folk helt ad visu ad vid Ali vaerum meira en litid heimskar og sagdi okkur serstaklega hvad hvert einasta kjot vaeri sem var a bordinu, Jimmy byrjadi tha ad syna okkur "Thetta er skal", "thetta eru prjonar".... Thad var mjog freistandi ad segja vid hann "diu lei, poh guy, ham ga tsjan" sem er versta blotsyrdi sem eg kann a kantonisku en merkir "Fardu til andskotans, helvitis fiflid thitt, eg vona ad fjolskyldan thin deyi" - thad var freistandi vegna thess ad hann var umkringdur fjolskyldu sinni. Eg gerdi thad tho ekki og Ali sleppti thvi lika ad segja "Ngoh Yau Djoh" eda "Eg hef gert" sem er hvernig folk segist vera olett herna.... en thad hefdi lika verid fyndid!
Buin ad laera spil sem er frabaert en erfitt ad utskyra og nuna er eg i godu sambandi vid mina elskulegu, fyndnu, fyndnu, fyndnu bekkjarsystkini! :)
Fyrir ykkur a Islandi sem hafid ahuga a Musiktilraunum.....
"segja má" ad thetta seu vinir minir: http://www.musiktilraunir.is/sveitir/mobilis.html :)

Friday, February 25, 2005

Hahaha!



Eg verd vist ad utskyra comment J.Wo eda Jimmy Wong... hann a thyskan kaerasta og eg og thysk stelpa sogdum honum ad "Du hast einen kleinen Schwanz" thyddi "you have to come over here". Kenndum honum sidan fullkominn framburd an thess ad hlaeja. Seinna um kvoldid hittir hann kaerastann einan"Hi Schatzi! (Litur nidur og sidan upp med 'seductive look')... Du hast einen kleinen Schwanz" - kaerastinn var bara sma full en utskyrdi thetta ekkert. En i thridja skipti sem hann sagdi thetta vid kaerastann var kaerastinn rosalega reidur og spurdi "AFHVERJU ertu alltaf ad segja ad eg se med litid typpi? .. That's not very nice Jimmy!".
Jimmy hringdi sidan i mig a leidinni heim og fannst eg "helvitis tik" og bannadi mer ad koma i heimsokn i dag. Tok thad samt til baka thvi (thetta VAR fyndid og) hann vill fa heimalagada hamborgara med beikoni og eggi og sidan ostakoku og ... eg verd ad fara ad elda! :) :) :)

Friday, February 18, 2005

Ekki godur dagur



I dag vaknadi eg og tattooid klaejadi. Mamma (og Lara), eg er viss um ad eg fai sykingu og foturinn verdur skorinn af. Thangad til bar eg bara kremid a sem eg atti ad setja ef thad klaejadi. . . eg gleymdi ad minnast a klukkan hvad eg vaknadi, klukkan 8:04 sem vaeri ekki ahugavert nema ad eg aetladi ad vakna klukkan 7 og fara ur husi klukkan 8 til ad vera a rettum tima, atti ad vera a matreidslunamskeidi klukkan korter yfir 9. Tralalala, eg drif mig bara, thahu leyfa mer eflaust ad taka thatt tho eg komi nokkrum minutum seint. Fer og tek KCR-lest. Eg tharf ad fara a endastodina og skipta sidan yfir i MTR-lest! Munid ad eg rata ekki neitt, eg er hrikaleg med thetta, alltaf thegar vid forum a nyjan stad er folk sett i ad bida eftir Kommu og fylgja henni alveg heim ad dyrum. Eg er ekki ratvis - thannig er thad einfaldlega. Eg komst aldrei ad endastodinni, ollum var hent ur lestinni a naestu stod fyrir framan endastodina. Stadur sem eg hef ALDREI komid a adur og hef att samtol vid Kinverja um hvers vegna nokkur myndi vilja fara ut a thessari stod!?!! Okkur datt ekkert i hug, thessi stadur er omurlegur og ekki nalaegur neinu sem nokkur taningur vill vera nalaegt. Allavega var mer hent ut ur lestinni tharna, thannig ad eg var algjorlega villt og sein. Tha vard eg stressud. Eg var fyrir threytt thvi eg svaf eingongu nokkra klukkutima. Stressud, threytt, villt og sein. Tha byrja vinir minir ad hringja "Kamma, hvar ertu? Hvenaer kemurdu?" .... "Eg hef ekki hugmynd og eg veit thad ekki." Traustvekjandi svar. Serstaklega fra mer. Eg leitadi og leitadi ad straeto og thegar eg var buin ad akveda ad taka bara EINHVERN straeto svo eg kaemist gegnum helvitis gongin (milli New Terrotories og Hong Kong Island) sa eg einn straeto keyra fram hja med nafn hverfisins sem eg vildi komast i skrifad a hann, thurfti thvi ad finna hvar sa straeto stoppadi (onnur gata) og ja, thad var vesen EN eg fann straetoinn. Tha er komid annad mal, thad er ekkert grin ad fara ut a vitlausum stad i Hong Kong. "Eg er umkringd rosalega haum husum og fullt af auglysingaskiltum, eg se Samsung auglysingaspjald" ... "Jaja... eg lika, hlytur ad vera sami stadurinn, right? He he he." Thar sem thessi straeto var ekki med thennan skemmtilega skja fremst sem segir hver naesta stoppistod er horfdi eg ut um gluggann og thegar eg sa skilti sem visadi til lestarstodvarinnar sem mig langadi upphaflega ad komast til tha for eg ut ur honum. (Sma uturdur: I straetoum i Hong Kong eru oft sjonvorp, sem hljomar skemmtilega ekki satt? Thessi sjonvorp syna ALLTAF auglysingar um hvernig konur sem eru 52 kilo geti ordid 45 kilo a einum manudi fyrir einungis 200.000 kronur.... hljomar thad nuna skemmtilega?).
Ja ok, thannig ad eg komst ad MTR stodinni, reyndar var eg ekkert svo sein, bara nokkrar minutur sidan thetta atti ad byrja thannig ad faestir maettir ("punctuality is much appreciated"). Tha tharf eg bara ad finna leidina fra MTR stodinni. Bara! Hahaha! Eg fer inn i lestarstodina og skoda kort af svaedinu, hringi i vinkonu mina og spyr um nafnid a gotunni. Hun segir bara "fardu ut um exit F" - "Nei, geturdu sagt mer hvad gatan HEITIR?" - "Sko, thu ferd ut um exit F og svo til haegri og ekki fara yfir fyrstu gotuna og fardu svo til vinstri thar til thu kemur ad...." - "Nei N-A-F-N gotunnar??????!!!?!?!?!" - "EXIT F".... Helvitis Thjodverjar!
Allavega aetla eg ad vera god a thvi og fara ut um exit F sem er mjog nalaegt mer. Fannst eg einhvern veginn hafa tekid lest thannig ad eg thyfti ad fara i gegnum svona hlid (sem tharf ad borga med Octopuskortinu, alltaf thegar madur tekur lest) og gerdi thad. Um leid og eg gekk i gegn fattadi eg ad eg er fifl. Nu komst eg ekki ut nema eg faeri nidur a "platform"id og upp hinum megin i lestarstodinni, thar sem exit A,B og C eru. Skemmtilegur uturdur sem eydir ca. 5 minutum af tima minum og 25 kronum. Komst loks aftur thar sem eg var adur og i thetta skipti fann eg Exit F. Nu fylgdi eg leidbeiningum vinkonu minnar en vid misskildum hvor adra og i lokin gafst hun upp a thessu og kom ad lestarstodinni og sotti mig. Tha voru 17 minutur lidnar fra thvi ad eg hringdi i hana til ad spurja um nafn stadarins. Nu var eg ordin fashionably way too late og for ad laera ad elda 2 typiska, kinverska retti. Thid vitid flest ad eg get eldad. I dag gat eg ekki eldad. GUD MINN GODUR, Dominic - the mince meat master - eldadi betur en eg! Eg var svo threytt og ringlud og gerdi allt, allt, ALLT vitlaust. "Ups gleymdi eg ad marenera thetta?", "Ae stod vinegar en ekki hrisgrjonavin?" - "atti kjuklingurinn ad vera i 7 bitum en ekki 30?" - "gleymdist soya sosan med hrisgrjonunum, sem gaf allt bragdid?" - "brenndi eg allt?"... o.s.frv.
Semsagt "nammi"godur matur, namminamm! Nu sit eg a Pacific Coffee og skrifa thetta, vinir minir eru herna nalaegt ad spjalla saman en Gud veit hvad gerist thegar eg sest hja theim og byrja ad tala. Venjulega gengur mer mjog vel ad tala en venjulega get eg lika eldad.
Gaerdagurinn var betri, vid forum nokkur og fengum okkur tattoo, mitt er 冰 ("bing"), ICE, rett fyrir ofan okkla. Vinur minn, Jimmy, stakk upp a thessu; Ice - eins og Island, a kinversku - eins og Hong Kong; aukamerkingar eru svalt og gafur. Eg er mjog satt vid thetta, forum sidan og fengum okkur italskan mat. Fyrsta skipti sidan eg kom til Hong Kong sem eg drekk vin med mat, gott vin - pinot grigio. Finasti matur en frekar mikid af honum! Forum svo til TST ad dast ad utsyninu og ja, dast ad utsyninu. Skemmtum okkur mjog vel (ad dast ad utsyninu) og thad voru morg ometanleg skot. Besta skot a mig var virkilega "ouch" thannig ad thad er best ad eg deili thvi med ykkur. "Jimmy, you're here? I didn't see you!" - "Ahh, you didn't see me because Kamma was standing in front of me". . . Ef thu hlost ad thessu ertu ekki vinur minn.

Friday, February 11, 2005

Sannleikurinn er sagna bestur



Nu hefur margt erfitt gerst og aetli thad se ekki satt ad madur throskist mest vid thad. Eg fekk svakalega thra til ad vera heima hja fjolskyldu minni og sa enn og aftur hve goda vini eg a. Serstaklega a Islandi.

Kinverska nyarid er algjor upplifun, madur fer milli aettingja og thar sem eg er ogift segi eg "Kung Hei Fat Choi" (sambaerilegt vid "megi arid verda ther gaefusamt") vid hjon og thau VERDA ad gefa mer pening i raudu umslagi. Thetta er audvitad gaman. Reyndar er thetta ekkert mikid en samt skemmtileg hefd. Forum saman i temples og ja, thetta er gaman. I gaer for eg med fjolskyldu minni ad "Wishing Tree" en tha faer madur appelsinu og vid hana er bundinn pappir og a hann skrifar madur einhverja osk. Sidan hendir madur appelsinunni i treid og ef thetta hangir (a bandinu) tha mun oskin raetast. Mer tokst ad koma minni appelsinu fyrir i ofhladna treinu. Mamma min henti appelsinunni sinni ovart aftur fyrir sig i thvoguna, thad var ekkert sma fyndid.

Sidan gerdum vid svona fortune telling med bambussprotum, eg spurdi um astina a ari hanans (thad er thetta ar sem var ad byrja) og fekk 2. Thad er "upper upper" eda SVAKALEGA gott, fjolskyldan var rosalega happy (helt areidanlega ad eg hefdi spurt um namsarangur)... en ja, stod eitthvad um ad fa til baka thad sem eg gef. Bordudum lika eitthvad fyndid snakk...

Thad er gaman ad vera i frii :) Audvitad sny eg solarhringnum vid. Eg vona ad ykkur lidi ollum vel og eigid gott nytt ar!

Thursday, January 27, 2005

Sapuopera

God pikkopplina: - Þú verður að hjálpa mér! Mamma segir að ef ég nái mér ekki í kvenmann fyrir morgundaginn ætli hún að gefa mig.


Eg get ekki sungid, eg get ekki dansad, eg get ekki spilad a hljodfaeri, eg er leleg i ithrottum og mig langar ekki ad geta haldid takti.
Eg er felagslynd, eg get eldad og eg get thrifid (sem eg segi ad geri mig ad finustu eiginkonu i framtidinni), eg a frekar audvelt med ad laera tungumal.
Sidasta samtal mitt vid Jimmy var a thessa leid. Tha spyr hann einfaldlega "nu ja, ertu god i tungumalum? GETURDU TALAD KINVERSKU???" sem var frekar mikid burn.
Eg er buin ad vera herna i 5 manudi og get rett svo sagst aetla ad borda thetta i hadeginu, tharna og hitta sidan besta vin minn til ad chilla eftir skola. "Er i lagi tho eg hringi aftur i thig seinna?" og sidan einhverja malshaetti. Thetta er omurlegt. Hvers vegna er thetta omurlegt? Thvi thetta er algjorlega mer ad kenna, tungumalid sjalft er ekki svo erfitt. Setningaskipan er bara "hvenaer - hver - hvad", thad eina sem tharf ad gera er ad laera ordafordann og fa tilfinningu fyrir thvi hvort thad eigi vid ad baeta "ge" eda "la" inn i setningarnar!
I nokkra daga lagdi eg mig fram og tha thaut kunnattan upp um 200%. Nu hugsa eg, HVERS VEGNA GERDI EG THETTA EKKI FYRR? Hvad var eg svona "upptekin" vid ad gera?
Nu er allavega kominn timi til ad baeta ur thessu.....

Eg sakna Guiding Light. Midad vid kinversku sapurnar(eda bara kvikmyndirnar) aettu allir leikarar Guiding Light ad fa oskarsverdlaun. Thad vantar lika algjorlega eitthvad svona sem madur getur gagnrynt i godra vina hopi an samviskubits. Eitthvad sem folk getur bondad yfir.
I minum fritima er eg lang lang lang mest med Dominic og Jimmy. Thad vill svo til ad theim er ekki vel til hvors annars. Ekki thannig ad thad se vandamal eda ad their segi mer thad, heldur veit eg thad. Dominic finnst Jimmy lita nidur a folk og Jimmy finnst Dominic lata eins og dekrad smabarn. Their hafa badir nokkud til sins mals.

_______________________________________


Miðaldra maður í Ameríku keypti sér nýjan Mercedes til að halda uppá það að konan hans fór frá honum.Fór svo í bíltúr um kvöldið til að sýna sig og sjá aðra. Topp lúgan var dregin niður og vindurinn blés í þær hárlýjur sem ennþá prýddu höfuð hans. Hann gaf hressilega í og þegar hraðamælirinn sýndi 180 sá hann skyndilega að baki sér lögguna með blikkandi ljósin.
Hmrmff... þeir ná mér aldrei á Mercedes Bens og hann gaf í... og gaf aftur í... Þá tók skynsemin völdin og hann sagði við sjálfan sig "Hvað er eiginlega að mér?" ...hægði á og keyrði út í vegarkantinn.
Löggan kom að honum leit á ökuskírteinið og grandskoðaði bílinn:
"Þetta hefur verið langur vinnudagur" sagði hann "ég er að ljúka vaktinni og það er föstudagurinn 13. Ég nenni ekki meiri pappírsvinnu, og hef engan áhuga á yfirvinnu, - ég gef þér séns. Ef þú getur komið með góða afsökun fyrir þessum ofsahraða sem þú fórst á ,betri en ég hef nokkru sinni heyrt, þá læt ég þig sleppa í þetta sinn"
Kallinn hugsaði sig um nokkra stund og segir loks:
"Kellingin stakk af fyrir nokkrum dögum með lögreglumanni. Ég var skal ég segja þér svo hræddur um að þú værir að skila henni"
"Góða helgi" sagði löggan.


Monday, January 24, 2005

Morgunhani!



Aetladi ad thyda thetta sem "Morning Cock" fyrir enska bloggid mitt... Mer fer fram i kantoniskunni en ekki beint a svona "samraedulevel" frekar svona "gagnlegar setningar" level.

T.d. "Oft er flagd undir fogru skinni" eda "Fardu bolvadur" (sem er rosalega long setning, Da lei go s'iu yan t'a da d'o lei j'a hey m'o deng t'ah og merkir bokstaflega "Ber thig, litla manneskja, thar til thu hefur engan stad til ad anda fra")... thetta er samt gaman og gott ad kunna.

I morgun fekk eg SMS fra Islandi thar sem Begga bad mig um ad elda handa ser og Joi upplysti mig um ad hann aetladi ad fara ad sofa nuna. Begga var "matsvong" sem er olikt thvi thegar madur er svangur og vill borda mat... Begga er god ad bua til ny ord. Eg buin ad vakna "eldsnemma" eda klukkan 7 og svo var enginn morgunverdur. Eg var ekki satt. Eg var svong.

Nu er eg samt buin ad borda og hlaeja af mer aukakiloin thannig ad eg er i godu skapi! :) Thvi midur er ad koma hadegisverdur (eftir halftima en eg nenni ekki ad skrifa meira) thannig ad eg verd ad fara! Bae Bae!

Mer finnst thetta comment um mig fra Eddu otrulega saett, fallegt, skemmtilegt og skondid thannig ad eg deili thvi mid ykkur ollum! :)
Ef gaur er ekki fallinn og fellur ekki fyrir eldamennskunni er hann hommi.

Saturday, January 22, 2005

Breytingar

Vikan hefur verid agaet, tokum thvi rolega heima hja Justine i gaer, kynnti Evropu fyrir heimamonnum i dag.
Thad var gaaaaaaaaaaman.
Nu er eg daudthreytt.


Eg tok spennandi quiz a quizilla.com

Hvernig dansari er eg?

You are a Hip hop Dancer. You are the witty chick in the gang, you have a special life style and that makes you different with your own unique way, your friends love you because they know they can trust you. Your ideal man is the guy with a free style not afraid of saying how he feels, and life is never dull with him.

Eg fekk 76 stig (af 100 mogulegum) i ensku. HRYLLINGUR. Er samt haest i faginu af ollum i argangnum, eg held ad profid se hugsanlega osanngjarnt ef haesta einkunn er 76 stig. Fae onnur fog (leikfimi er ekki fag) ekki einu sinni metin. Skiljanlega. :)
Fae samt flott remarks (ekkert svona "Frabaer i alla stadi" samt).....

Sociable.
Has a pleasing personality.
Shows concern for others.

Sunday, January 16, 2005

The Weekend



Adur en eg segi fra helginni er kominn timi til ad eg kynni nyja manneskju til sogunnar (um lif mitt). Meet Jimmy Wong. Hann er 181 cm, fyndnasta manneskja sem eg hef hitt i Hong Kong og var skiptinemi i USA. Hann heldur ad hann geti dansad betur en eg og hefur rett fyrir ser.





A fostudaginn for eg asamt Shumpei (japanski vinur minn sem er ansi likur John i hegdun), Alex og Justine (saett par) og Dominic (thid eigid nu ad thekkja hann) ut ad borda, vid fengum okkur sushi og attum sidan rolegt kvold saman. Notalegt.

A laugardaginn komst eg ad thvi ad Gutti, eg meina MH hafi unnid fyrstu umferd sina i Gettu Betur. Eg er svo stolt af Gutta ad eg held eg muni springa!

Sidan svaf eg i gegnum raedukeppnirnar sem eg aetladi ad horfa a en for a AFS fundinn. Naestu helgi mun eg kynna Island og Evropu fyrir Kinverjum, svona... for a change.

Eftir thennan (lika svakalega skemmtilega) fund for eg asamt Nicole (Miss America), Jean (sem haetti med stulku thvi hun filadi ekki Jackie Chan og vildi ekki horfa a Rush Hour med honum, thegar stulkan for ad grata sagdi hann "nei djok"!), Thorsten (hann var i klippingu), Kanel (what's black and white and walks like a jellyfish?), Sebastian (no comment) og Felix (sem plokkar a ser augabrunirnar) i kringlu. Vid forum a KFC sem ER ahugavert. Sidan hitti eg Jimmy, vid skodudum myndir fra thvi thegar hann var skiptinemi, bordudum (honum fannst jolaisinn minn godur!), horfdum a Coupling, spjolludum og hlogum og hlogum i 6 klukkutima. Hann er aedislegur. I dag for eg ad horfa a Ada (besta kinverska vinkona min) og Yuki (sem for lika til USA sem skiptinemi) dansa! Eftir thetta for eg asamt Ombru og Francescu (itolsku stelpurnar sem eg tala vid) a Pacific Coffee ad hitta Chloe (sem var skiptinemi i Italiu) og Jimmy. Eg, Chloe og Jimmy forum sidan i bio, saum mynd sem heitir Alexander. Su mynd hefur litid skemmtunargildi. Fyrir utan ad reyna ad kenna manni landafraedi og sma sogu (eg er i skola, eg borga mig ekki inn i bio til ad laera landafraedi) fokuserar myndin a ad Alexander hafi verid tvikynhneigdur. Mer hefur ekki leidst svona mikid i bio sidan eg sa THE passion of THE Christ. Thad baetti ekki ur skak ad Jimmy for i vitlausan sal, hann er skarpur.


Monday, January 10, 2005

Good advice






Nuna er eg i fjorfoldu gati, eg er mjog svong og var sein i skolann.
Sem betur fer var helgin frabaer thvi annars myndi eg ekki vera i godu skapi.
A morgun elda eg (asamt Thomas) fyrir kantoniskukennarann okkar.
Hinn fer eg i mat til Dominics.
Eftir thad er komin helgi.
:)

Saturday, January 01, 2005

2004

Gledilegt Nytt Ar!
Nu, i byrjun arsins 2005 er eg ad skrifa um arid 2004. Thar er mikil hjalp ad bloggum, minu og vina minna. Jafnvel mommu, gaman ad sja hvernig hlutirnir breytast en samt ekki. Thad er allt eins. Arid 2004 var skemmtilegasta ar lifs mins so far. Thad sama ma segja um oll arin thar a undan. Eg trui ekki ad eg hafi verid marga manudi i Hong Kong.
Samt a storborgarlifid vel vid mig. Arid 2004 var.... happy. Eg var i vimu allt arid, neytti samt engra eiturlyfja ("Kids, listen to your uncle Bill, don't buy drugs.... become a pop star and they'll give you them for free"). Herna segir Brasiliubuinn sem eg kynntist a Heathrow i hvert skipti sem hann ser mig "She's drunk, it's Kamma... she doesn't need alcohol to be drunk, look at her - so happy, she's going to dance!" Ja i Hong Kong eg er buin ad kynnast skemmtilegu folki og komast yfir fordoma mina i gard Thjodverja.
Islenska fjolskyldan min er frabaer, oll min fraendsystkini.. thad er ekki venjulegt ad vera svona aedislegur. Svo saet og god og skemmtileg. Amma er lika toppurinn, nuna skrifar hun mer bref sem fjalla ad miklu leyti um vedrid en ad odru leyti um fraendfolk mitt. Eftir sidasta vorprofid mitt flaug eg til Danmerkur med ommu. Amma er godur ferdafelagi.
Thad er hun Begga lika, hun er lukkunnar pamfill, vann ferd fyrir 2 til Englands og akvad ad bjoda mer med. Eg verd eiliflega thakklat, mer fannst svo gaman ad heimsaekja mina gomlu vini og syna theim engilinn minn. Lika gaman ad djamma med Beggu, djamma og versla.
Eg for lika til Svithjodar a thessu ari med foreldrum minum og foreldrum Einars Sveinbjornssonar. Thetta er gott folk, vid vorum ad heimsaekja Einar og fylgjast med athofninni thegar hun Gudrun var vigd til prests. Thetta var gaman og thad eru sumir sem madur vill hitta sem oftast. Vinir Sigvalda.
Eg elska nu lika vini og vinkonur mommu minnar. Svo a eg mina eigin vini og their eru engum likir. Gjafirnar sem thau hafa gefid mer i gegnum arin eru ometanlegar, allir brandararnir, einkahumorinn, myndir til ad setja her og thar i herbergid mitt, hlaturinn, ferdalogin, timinn og astin. Skilyrdislaust og stundum an thess ad fa neitt i stadinn. Fyrir ad eiga svona goda vini er eg virkilega thakklat. Oll bref, email, SMS, simhringingar, heimsoknir, gistingar.... hafa glatt mig meira en ord fa lyst - thegar eg tala um vini mina a Islandi finnst folki lif mitt thar vera of frabaert, ekki raunhaeft. Thad er ekki raunhaeft ad nokkur skuli eignast svona marga virkilega goda vini. Bestu gjafir arsins eru fra Joa og tengjast vinum minum, dukkur, geisladiskar, myndband.... eg get ekki lyst thessu en eg hef gratid og hlegid ad thessum gjofum, og gratid og hlegid og hlegid og gratid. Godar gjafir.
Eg held ad thad besta vid mommu mina eru kossar, knus og matur. Thad er fra henni sem eg fae thennan svakalega hlatur sem vekur alla sem reyna ad sofa med mer i rutu en thegar eg fer sjalf ad sofa hugsa eg alltaf "Kyssa mommu". Pabbi er sidan med tonlistina a hreinu, hvort sem thad er ad hlusta a Frank Zappa i stofunni eda ad fara a tonleika med Deep Purple og Metallica, pabbi veit hvad hver syngur. Hann er lika svo traustur og kemur med bestu skot i heimi, thad er hrikalegt og eg verd natturulega svakalega modgud.
Alveg svakalega.
Arid 2004 klaradi eg fyrsta ar mitt i menntaskola. Eg er viss um ad thad se rett hja ykkur ad thetta hafi verid skemmtilega ar lifs mins. Thad var allavega yndislegt. Sidan fer eg sem skiptinemi hingad til Hong Kong. Eg veit ad thid hafid oll bedid spennt eftir lysingar a jolamatnum og hann heppnadist agaetlega, eg var allavega satt. Kartofluretturinn var godur, kjotid flamberad, salatid avaxtasalad, sveppasosa. Nuna vill fjolskyldan min helst af ollu profa kakosupu en ymsar godar, islenskar uppskriftir sem tharf ekki ofn til ad gera ma finna i bok fraenku minnar (Nanna Rögnvaldsdóttir) , Cool dishes og thar sem foreldrar minir gafu fjolskyldu minni thessa bok i jolagjof er nuna ekkert mal fyrir mig ad elda islenskan mat handa Kinverjunum. I MH naut eg min, afangakerfid a vel vid mig og folkid... svo litrikt og skemmtilegt, samt voru thad bollin hja MR sem eg sotti oftast og thad eru margir MRingar sem eiga brot i hjarta minu. Begga, Edda, Gunni, Lara, Tomas og Ossur. An theirra hefdi arid 2004 verid leidinlegra, miklu, miklu leidinlegra. I MH er sidan folk a bord vid Joa, sem fraenkur minar vilja ad eg giftist, Gutta, sem aetlar ad gefa mer sumarbustad ef eg giftist honum. Hoddi, sem er astaeda thess ad eg maetti i natturufraeditima og JoiB sem eg hef aldrei verid med an thess ad brosa. Svona folk, ekki bara thetta folk heldur folk sem er jafn dasamlegt og thetta folk (ef thad er til) er astaeda thess hve hamingjusom eg er.
Eg nefni ekki Verslinga, tho ein strakaod ljoska i Verslo se mjog mikilvaeg i lifi minu. Eg nefni hana ekki. Eftir oll min ferdalog med ymsum Islendingum kom eg til Hong Kong.
Wow, thetta var ekki jafn odruvisi og eg bjost vid. Folkid, maturinn, vedrid, hefdirnar, fotin, brandararnir, husin, tonlistin.... allt odruvisi. Samt er lif mitt eins, eg er i skemmtilegum skola og by hja aedislegri fjolskyldu. Auk thess eru vinir minir dasamlegir. Eins og eg sagdi adur tha er allt eins. Mamma min i Hong Kong hlaer mikid og ser humorinn i Thule auglysingunum, hun for med mig til Singapore og Malasiu - eg a aldrei eftir ad gleyma thessari ferd. Eda konunum sem eg helt ad vaeru kaerustur en thekktust sidan bara vegna thess ad thaer vaeru endurskodendur. I lok arsins for eg i sidasta ferdalagid mitt, til Kina. Thar sa eg ad folk byr i alvoru vid fataekt, i husum sem eru med mold a golfinu og flesk hangandi yfir eldi i horninu, thetta var eins og ad heimsaekja Thjodminjasafnid nema thad var litid, gamalt sjonvarp i horninu. Aldrei hef eg sed neitt jafn mikid "out of place" og thetta sjonvarp. Aldrei.
Hittum vinalegasta og gestrisnasta folk i heimi, thau gafu okkur myndir og eitthvad og gledin skein ur augunum theirra vid thad eitt ad sja okkur. Ad fa ad taka myndir med okkur var greinilega toppurinn a tilverunni og thau voru svo einlaeg og laus vid graedgi, yndislegt folk. Snart hjarta mitt algjorlega.
Saetar kartoflur eru godar kaldar, heitar og sem snakk og thad er gaman ad tyggja sugarcane.
A thessu ari er eg buin ad upplifa mikinn hlatur og morg tar, sja heiminn og klara fyrsta ar mitt i menntaskola. Fljuga a hinn enda heimsins og upplifa ad eiga systkini. Eignast vini sem verda vinir minir aevilangt og halda i gomlu, godu vinina. Eg hef laert sma kinversku og er thakklat fyrir oll taekifaerin min og fyrst og fremst fyrir allt goda folkid sem eg thekki.