Monday, October 24, 2005

Kæru vinir!



Ég gæti skrifað hér langa færslu um hvað mig langar að gera í framtíðinni, hvað ég væri til í að læra og hvers vegna, hvret mig langar að ferðast og á hvaða forsendum, hvernig mér finnst ég geta breytt heiminum, hvernig allir geta breytt heiminum, kvennabaráttuna í heild sinni og margt, margt fleira ef ég bara hefði tíma.
Tíminn er afstæður, ég get næstum sannað þetta stærðfræðilega, en samt eru skiladagar á verkefnum og ritgerðum og próf sem ég verð að mæta í. Nú fer öll mín hugsun og allir mínir draumar í námið. Aldrei hefur mér fundist sjónvarpið jafn áhugavert eða jafn nauðsynlegt að blogga. Ég hreinlega þrái að setjast niður og skrifa bréf.
Svona er að vera menntaskólanemi, mann langar að gera svo mikið en hefur ekki tíma til þess. Sjáum við eftir þessu síðar meir eða hjálpar þessi undirbúningur okkur að láta drauma okkar rætast? Sjáum til, við sjáum til.

No comments: