Thursday, December 27, 2007

Gleðileg jól....

Jólin eru sannarlega gleðileg þegar Gutti býður mér í bíó, ég djamma með Grafarvogspakki og frændsystkini mín, yndisleg og sæt, bjóða mér í leikhús. Auk þess var maturinn ansi góður, pabbi kann að skjóta og mamma kann að elda, ekta jólablanda. Nú situr listkona mikil mér við hlið og sækir um vinnur. Þetta er erfitt líf.

Saturday, December 22, 2007

How do you like Iceland?

Jólin eru rétt ókomin, ég er í faðmi fjölskyldunnar og vinir mínir hafa ekki yfirgefið mig.
Mér líður vel og er ánægð að vera heima núna.

Friday, December 14, 2007

Kakkalakkalakkrís

Jæja Íslendingar!

Í dag játaði Kínverji ást sína á mér. Það var mjög rómantísk stund. Við sátum á Starbucks kaffihúsi og spjölluðum saman, höfðum talað saman í svona klukkustund þegar hann skrifaði á servíettu (á kínversku). "Gleður mig að kynnast þér. Ég elska þig." Um þetta leyti byrjaði ég að afsaka mig en hann endurtók þetta bæði á kínversku og ensku þó ég þyrfti greinilega að drífa mig í klippingu og þegar við kvöddumst loks reyndi hann að kyssa mig (sem gekk ekki vel). Ég hef aldrei lent í svona löguðu áður og er stórhneyksluð. Þegar ég mætti í klippingu sagði ég hárgreiðslumanninum mínum einfaldlega að dagurinn hefði verið skrýtinn og slæmur og að hann þyrfti að redda honum með því að klippa mig almennilega sem hann og gerði. Hann klippti nú alveg slatta af þ.a. þið misstuð ekki aðeins af "Kömmu með dredda" heldur líka "Kömmu með sítt hár" sem entist í fleiri fleiri mánuði þ.a. þið getið sjálfum ykkur um kennt!

Á morgun er síðasti dagurinn minn í Hong Kong árið 2007!

Wednesday, December 12, 2007

Tetris

Þegar ég var lítil átti ég tetristölvu. Tetristölva er eins og "gameboy" nema maður getur ekki skipt um leik. Mamma mín stal stundum tetristölvunni minni og faldi hana hátt uppi þar sem ég náði ekki til, ekki vegna þess að ég var of mikið í henni heldur vegna þess að hana langaði að leika sér. Annars var ég oft í henni, ég eyddi mörgum klukkustundum æsku minnar í að spila tetris. Núna er ég búin að finna tetris á "facebook" og þegar ég spila leikinn vegna nostalgíunnar þá skil ég hve vel ég eyddi æskuárunum. Þetta er alveg hreint æðislegur tölvuleikur, kennir manni að sjá út hvað er hægt að gera og hvað ekki, skipuleggja næstu leiki, reikna út líkurnar á að hugmyndin manns takist og þegar lengra er komið koma kassarnir hraðar og hraðar og þá lærir maður að bregðast við stressi. Mér finnst að allir foreldrar ættu að gefa börnunum sínum tetristölvu.

Ég hef semsagt mjög mikinn tíma aflögu núna því ég er í fríi. Hitti Philip í gær, hann er japanskur vinur minn, hann spurði mig: "So did you take many pictures in Shanghai?" - "No, I didn´t even bring a camera" - "Aaahhh, because you´re not Japanese!!!!" :)

Tuesday, December 11, 2007

Shanghai!

Shanghai var svolítið eins og undirbúningsferð undir heimkomu!
Þar er kalt, borgin er evrópsk (reyndar mun "evrópskari" heldur en Reykjavík með sínum gömlu frönsku húsum og bresku trjám), flestallir sem ég hitti voru Íslendingar, ég fór í matarboð og út að borða og djammaði og skoðaðli listasöfn og djammaði og gisti hjá frænku minni og við djömmuðum líka. Yndisleg borg, hefur mikla "feeling to it" eins og við Íslendingar segjum oft á tíðum.
Þetta var æðislegt. Verð að fara aftur til að skoða alla túristastaðina en ég fílaði Shanghai mjög vel. Fann líka mun á að kunna smá í kínversku enda reyndi leigubílastjórinn að svindla á mér og henti mér út á bandvitlausum stað þ.a. ég varð að spyrja til vegar og svona. Það tókst! Ég er m.a.s. komin aftur til Hong Kong, ætla að hitta Philip og Grace á morgun, við eigum lunchdate! Ætlum að ræða ferðalög síðustu viku, ég fór (eins og áður hefur komið fram) til Shanghai, Grace til Tælands og Philip til Þýskalands þ.a. nóg ættum við að geta blaðrað. Ég kem heim um helgina! Þessa helgi, næstkomandi sunnudag kem ég til Íslands aftur! Ég hlakka svo til! Ég trúi ekki að ég sé á heimleið, fatta það líklegast ekki fyrr en ég sit í stól, hringi í fyrirtæki og segi "Góðan daginn, Kamma heiti ég og hringi frá Hagstofu Íslands" á mánudaginn. Allavega, see you soon! Jólin eru að koma og ég kem til Íslands á sunnudaginn! :)

Thursday, November 29, 2007

Kamma í kalda sólskininu

Í gær, meðan ég var að læra undir síðasta prófið mitt:






Í dag, þegar ég er komin í jólafrí:





Í kvöld fer ég að borða hotpot og drekka áfengi með bekkjarfélögum mínum til að fagna, yyyeeeeeyyyy! See you soon!

Wednesday, November 28, 2007

认识你。 Gleður mig að kynnast þer.



Sælir Íslendingar!
Mig langar endilega að kynna fyrir ykkur 1215A bekk sem er bekkurinn minn hér í Chinese University of Hong Kong.
Ég ætla að kynna fólkið fremst fyrst, það eru 4 raðir, ég byrja hægra megin á hverri röð. Smellið á myndina til að sjá hana stærri og í betri gæðum.

Fyrst er það Wang Lao Shi, hann er uppahaldskennarinn minn, mjög fyndinn, teiknar skyringarmyndir og lemur nemendur. Fólk er myrt vegna þess að það hrækti út um glugga í sögunum hans. Síðan kemur Yusuke, japanskur vinur, hann er algjör player. Við hliðina á honum er Kan Jiá sem er einnig japanskur og vinnur hjá frægasta sake fyrirtæki Japan, honum er best lýst með samtali okkar Philips: Kamma: "He´s nice". Philip: "No he´s not nice, he´s wonderful!". Sem er satt, hann geislar af góðmennsku. Ég veit ekki hvað næsti heitir en mér líkar mjög vel við hann, hélt alltaf að hann væri japanskur en hann er víst kóreskur, hélt líka að hann væri frekar ungur en hann er 35 ára og á konu og 2 börn. Síðastur í þessari röð er Charles. Hann er meira en lítið skrýtinn. Stórundarlegur alveg. Ágætlega pirrandi líka. Við skulum ekki tala frekar um hann.

Næsta röð, Ming eitthvað er sú fyrsta, hún heldur alltaf að fólk skilji ekki hvað eigi að gera og útskýrir það aftur og aftur og aftur. Oftast er hún mjög hissa á svip. Stúlkan í hvítu peysunni er Donna, sem ég hef minnst á áður. Næst koma þrjár "Tætæs" eða eiginkonur, fyrsta er japönsk, næstu tvær kóreskar. Sú þriðja er vinkona mín, Han Mei Ling, hún er mjög áhyggjufull yfir því að hún sé að verða gömul og leiðir oft samtöl þangað sem fólk hrósar henni fyrir fegurð sína. Hún felur það ekkert, segir stundum að hún vilji bara fá hrós á meðan hún getur. Pluem stundar einnig nám við Polytechnic University og er að læra fatahönnun, góð stelpa en mjög upptekin. Sá sem stendur ánægður með sjálfan sig og klæðist pottþétt sandölum er Chris. Hann kemur frá Kanada, er fyndinn en örlítið hrokafullur og alltaf ALLTAF í sandölum, það er næstum kominn desember en ekkert virðist stöðva hann.

Tvær aðrar tætæs, báðar kóreskar koma næst, sú sem klæðist einungis svörtu er toppnemandi bekkjarins, síðan kemur stúlka sem er án gríns með sólarofnæmi. Hún er alltaf með regnhlíf þegar hún fer útúr húsi og ef sólin skín á hana þarf hún að fara á spítala, hún heitir Denise. Denise kemur með nýja, ekta, Prada tösku í hverri einustu viku. Þær eru víst á hagstæðu verði, einungis 200.000 kr hver. Því miður sjáið þið ekki yndislega bros Jess, hún kemur frá Tælandi og er svo hress og skemmtileg og frábær og ánægð að það er ekki eðlilegt, hún er ánægðasta manneskja sem ég þekki og lítur alltaf á björtu hliðarnar, ef maturinn er vondur hugsar hún "ég er allavega ekki svöng lengur". Frábær félagsskapur. Röndótti stráklingurinn er Dominic, þið hafið heyrt nóg um hann í gegnum tíðina. Philip stendur við hlið hans, hann er einn af mínum bestu vinum hér, japanskur og rosalegur herramaður. Týpan sem fylgir stúlkum heim þó þær séu ekki kærustur hans.

Aftast erum við Chris, þið þekkið mig vonandi og Chris er enskur. Enough said.

Nú eigum við öll einungis eitt próf eftir, eitt munnlegt próf og svo erum við frjáls! Þá mega jólin koma. Mitt er á föstudaginn!

Friday, November 23, 2007

Þekkirðu þetta?

What are you supposed to do if you ARE a manically depressed robot?

Did you miss me when you were looking for yourself, out there?

And she´s always gone too long, anytime she goes away.

Ég dvel hér bak við rimla, lás og slá, ég digga það í strimla, ég hef hana hjá mér, þessa þúsundfætlu, já ég fíla hana í tætlur, já ég digga hana í botn.

She had the body of a Venus, can you imagine my surprise?

Everythings going to be alright. Everything´s going to be alright. Everythings going to be alright.

When they kick at your front door, how you gonna come? With your hands on your head or on the trigger of your gun?

You make it hard to leave you alone, leave you here, wearing your wounds, waving your guns at somebody new.

Baby don´t hurt me, don´t hurt me no more!

Þeir um það, þetta er lagið mitt að lífsins morgni. Hvernig væri að sjá það frá því sjónarhorni?

Some are the melody, some are the beat.

She had left me a note hanging on my door, she said she couldn´t take it, she couldn´t take any more.

You said you loved me and that´s a fact and then you left me, said you felt trapped.

Drunk on immorality, valium and cherry wine, coke and ecstasy, you´re gonna blow your mind. I understand the fascination, I´ve even been there once or twice.

Freedom´s just another word for nothing left to lose.

This is what you get, this is what you get, this is what you get when you mess with love.

You don´t think of them as human, you don´t think of them at all. You keep your mind on the money, keeping your eyes on the wall.

Some fools think of happiness, blissfulness, togetherness, some fools fool themselves, I guess, but they´re not fooling me!

I don´t know if you got a man or not, if you make plans or not, if God put me in your plans or not, I´m tripping this drink, got me saying a lot.

No stop signs, speed limit, nobody´s going to slow me down.

The phone rings in the middle of the night. My father yells "what´you going to do with your life?"

Excuse me while I light my spliff, oh God I´ve got to take a lift.

I wanna love you but I better not touch. I wanna hold you but my senses tell me to stop. I wanna kiss you but I want it too much.

Step one, you say "we need to talk", he walks, you say "sit down it´s just a talk". He smiles politely back at you, you stare politely right on through.

I find it kind of funny, I find it kind of sad: The dreams in which I´m dying are the best I´ve ever had.

To avoid complications, she never kept the same address. In conversation she spoke just like a baroness.

Mr. Play It Safe was afraid to fly, he packed his suitcase, kissed his kids goodbye, he waited his whole damn life to take that flight, and as the plane crashed down, he thought "well isn´t this nice?".

Ég ók í skyndi upp í sveit, æskustöðvarnar mínar leit en Nína leit mig ekki á, ég enn ei skil það sem hún sagði þá.

I still have last night in my body, I wish you were with me, I wish you were with me.

They tried to make me go to rehab, I said no no no.

Hlustar þu

Sunday, November 11, 2007

Swimmers are advised to stay out of the water

I dag er typiskur novembersunnudagur thar sem eg horfi a heila seriu af Friends medan eg thrif husid og thvae fotin min. Er frekar solbrennd eftir gaerdaginn sem eg eyddi a strondinni asamt Philip og Dominic. Thegar solin hvarf bak vid fjollin akvadum vid ad borda sjavarfeng i Sai Kung. Sidan forum vid heim til min og upp a thak med viskiflosku, Mekong - Thailand... Philip dansadi hula og vid skemmtum okkur konunglega. Gamall madur spiladi a kinverska fidlu i hverfinu minu i dag og eg gekk framhja honum a leid minni ut i bud. Yndislegt hverfi alveg.

A fostudaginn attum vid ad finna upp fyndnar astaedur fyrir afmaelisgjofum til fodur einhvers, gjafirnar voru kaka, kort, skor og fleiri spennandi hlutir. Eg notadi taekifaerid og skrifadi hja mer hvad folki af mismunandi thjoderni finnst fyndid. Mer finnst urtakshopurinn minn nogu stor til ad segja til um humor heillar thjodar en 2-6 manns sem hafa buid a hverjum stad voru i kennslustofunni.

Englendingum finnst fyndid thegar folk deyr. Serstaklega ef their fa ad drepa folkid.
Japonum finnst fyndid thegar folk er nakid. An fata.
Koreubuum finnst fyndid thegar karlmenn ganga um i kvenmannsfotum. Eda elda mat handa fjolskyldunum sinum. Sjalfir. Karlmennirnir.

Friday, October 26, 2007

Let's go somewhere cool.

Um daginn for eg til einskismannslands. Eg vard ad fara thvi eg matti ekki vera lengur i Hong Kong. Eg for utur Hong Kong. Eg gekk ad landamaerum Kina. Thar a milli matti finna mat sem er dyrari en matur i Kina en odyrari en matur i Hong Kong. Mer fannst thad vid haefi. Eins og eg sagdi, gekk eg ad landamaerum Kina. Eg for ad immigrations.

"You need a VISA"
"I have a student visa"
"You need a visa for China"
"I don't want to go to China, I want to go to Hong Kong"
"You just came from Hong Kong"
"I know and I want to go back"

Mer var bent a ad snua vid. "Excuse me, which way is Hong Kong?" - "It's up one floor". Thetta fannst mer fyndid. Fyndid og significant. Eg gekk tilbaka, eg fann manninn i graenu fotunum og hann hjalpadi mer ad rettri skrifstofu. Thar var mer sagt ad thetta vaeri ologlegt og ad eg yrdi ad fara til Kina og koma aftur inn. Eg var vonsvikin a svip og sagdi "ohhh". Madurinn vorkenndi mer og akvad ad tala vid yfirmann sinn. Hann gekk burtu med passann minn. Hann kom aftur. Med passann. Their akvadu ad gera undantekningu og stimpludu passann og alles. Eg ma samt ekki segja folki thad. Verst ad eg var ad blogga um thad. Nei, eg ma ekki segja samnemendum minum fra thessu thvi thetta er vist algjort undantekningartilfelli. Eg var svo fegin, thegar eg sa Shengzhen utum gluggann gret eg naestum vid tilhugsunina um thangad thyrfti eg ad fara. Sem betur fer matti eg snua vid. Eg vil ekki vera i Kina. Ekki nuna. Aldrei i Shengzhen.

Held eg ferdist eitthvad um Kina i desember thegar eg kann sma i tungumalinu og er i frii.
Pantadi flugmidann minn aftur til Hong Kong. Oneway, sjaum til hvert eg fer eftir thetta og hvenaer. Thad er oakvedid.
Eg fer til Islands 16. des og fer thadan aftur 7. januar.
Eg hlakka til.
Jolamatur. (Ja eg var ad tala vid Eddu i simann).

Tuesday, October 23, 2007

Kamma djamm djamm

Vaka litla saeta fraenka min sem eg verd bradum ad haetta ad kalla litla sagdi "thu ert nu meiri djammarinn" vid mig um daginn og mer fannst thad fyndid. Eg verd nefnilega ad vidurkenna ad djamm er ansi skemmtilegt thegar rett er farid ad. Eg er buin ad eiga 3 skemmtileg djomm milli fimmtudags sidustu viku og manudags thessarar. Manudagurinn var threfaldur afmaelisdagur, Joi, Grace og Marino (nyi italski vinur minn).

Vid akvadum ad skella okkur a happy hour i tilefni thessa, vid erum Kamma, Grace, Dominic og Philip. Sidan hittum vid fleiri vini og forum ut ad borda a Sahara's. Thar er moroskur matur, vatnspipa, godir kokkteilar og frabaer thjonusta. Aedisleg stemning og gaman ad fagna. Sidan fann Dominic, snillingur, barinn sem Thorgerdur syndi mer thegar eg hitti hana her fyrir rumu ari sidan. Thar er haegt ad fa daiquiri med sukkuladi utan a glasinu, hreint nammi. Vorum nuna aftur bara 4 saman. Hittum tha flugthjon sem vid hofdum rekist a a djamminu sidasta sumar aftur. Thetta er nefnilega litill heimur eftir allt saman.

A laugardaginn for eg i Ocean Park, klaedd eins og norn, med thessum somu 3 vinum, thad var otrulega gaman. Vorum med VIP passa thannig ad vid thurftum aldrei ad bida i rod (thad voru skilti i midjum rodunum sem a stod "waiting time approximately 90 minutes"!!!) og forum i haunted houses og svo a djammid i Lan Kwai Fong, enntha utotud i gerviblodi og i buningum en folk tok vel i thad. Folk tok jafnvel betur i thad thegar vid thvodum thad af okkur og vorum eins og edlilegt folk a ny.

Fostudagurinn var yndislegur, vaknadi heima hja Grace vinkonu minni og vid forum ad synda og liggja i solbadi og bua til tunfisksalad og chilla og chilla. Sem var einmitt thad sem vid thurftum a ad halda eftir brjalaedi fimmtudagsins thar sem vid forum med 20 eda 30 manns ur skolanum a open bar og drukkum og spjolludum og skemmtum okkur konunglega. Vid holdum allavega ad svona skemmti konungar ser.

Nuna er eg ekki djammandi thvi bradum eru prof hja mer, baedi skrifleg og munnleg. Skemmtilegt nam en thad er mjog krefjandi. Mjog, mjog, mjog. :) Eg aetla samt ad byrja i kinverskri sjalfsvarnarithrott sem eg man ekki hvad heitir, eg hlakka mjog til! 3 aefingar a viku.

Friday, October 19, 2007

Halloweeeeeen

Thetta hef eg sagt adur og thetta mun eg vafalaust segja aftur.
Uppahaldsordatiltaekid mitt er "Thetta gaeti eins verid kinverska fyrir mer".
Eg hugsa thetta alltaf thegar eg skil ekki eitthvad i skolanum.
Svo hlae eg og pota i hvern sem situr vid hlidina a mer og bid vidkomandi um ad utskyra hvad kennarinn er ad bladra um. Stuttu sidar skammar kennarinn sessunaut minn fyrir ad tala i tima og eg hugsa um lysingarord sem madur a helst ekki ad segja upphatt og alls ekki vid kennarana sina. Eg utskyri ad eg var ad reyna ad fatta eitthvad en akkurat thessum kennara virdist finnast mjog modgandi ef einhver skilur sig ekki og bidur mig um ad faera mig annad. Eg hunsa thessa uppastungu thvi eg veit ad eg myndi ekki skilja hana frekar tho eg saeti fjarri vinum minum. Ekki misskilja mig, eg er ekki slaemur nemandi sem skilur ekkert og truflar alla adra. Thad eru tveir slikir i bekknum minum, annar theirra er ad sitja kursinn i annad sinn og hleypur stanzlaust utur kennslustofunni til ad tala i nyja simann sinn (sem eg veit ad er nyr thvi hann kom med baeklinginn sem fylgdi med i skolann i nokkra daga eftir ad hann keypti simann og studeradi baeklinginn vel og lengi i timum) og "gleymir heima" hverju einasta heimaverkefni (thad eru ca. 7 verkefni a viku sem vid thurfum ad skila inn). Hin er skrytnari. Flestir lysa henni sem "Shrek". Thad er ekki fallega gert thvi hun lykist Shrek mjog mikid utlitslega sed. Hennar spurningar byrja oftast med ordunum "Can I say" og sidan segir hun eitthvad, kennarinn horfir a hana ringladur og bidur hana um ad endurtaka setninguna, hun endurtekur hana (alltaf mjog langar setningar) og kennarinn bidur hana um ad skrifa thetta nidur og syna ser thvi hann skilur hana ekki. Thetta tekur sinn tima en er ekki jafn pirrandi og thegar hun spyr "in cantonese we say matyeah, can I say that in putonghua?", kennararnir svara oftast med "No... That's Cantonese!". Samt spyr hun aftur naesta dag.
Oftast tekst mer ad lata hana ekki fara i taugarnar a mer, stundum gerir hun thad samt. Olikt nokkrum samnemanda minna hef eg aldrei tjad mig um godar leidir til ad myrda hana. Eg hef hins vegar svarad spurningum hennar til kennarans einu sinni eda tvisvar. I hope I haven't scarred her for life.

Kennari: You can write the names of the objects in any language you like, just make sure your partner doesn't see them, you can write in Iceland-language (Icelandic er othekkt ord), German, English, Korean, Japanese... haha ;)
Stulkan: What about Spanish? Can I write them in Spanish?
Kamma: No donna, not Spanih. ANY language except for Spanish. That's the only language Chinese people really hate.
Donna: Really????

Eg gat ekki svarad thessu thvi hun var einlaeglega ad spyrja hvort thetta vaeri sannleikurinn. Eg byrjadi heldur ad vinna og thakkadi Gudi fyrir ad thennan dag hafdi hun ekki sagt "I accepted God into my life" fyrir klukkan 10 um morguninn svo eg heyrdi til.

Stundum vildi eg oska thess ad eg vaeri ekta Asiubui, ekki Islendingur sem byr i Asiu heldur medal theirra sem geta hlegid upphatt og skemmt ser konunglega yfir thvi ad einhver hafi sagt "Bokin er David" frekar en "David a bokina". Thessi otrulega hamingja sem skin ur andlitum theirra er eftirsaekjanleg en eg kann ekki ad nalgast hana. Thad munar bara einu ordi a setningunum a kinversku, eg skil ad folk gleymi thessu ordi. Thad er annad sem mer finnst snidugt og ahugavert, "Kan shu" er ad lesa bok i akvednum tonum en ad hoggva nidur tre i odrum. Ad sja og ad sofa hja hafa svipadan framburd thannig ad setningin "Eg sa hann i gaer" hefur allt adra merkingu thegar japanski strakurinn segir hana. Mer fannst mjog fyndid ad sja kennarann minn segja hatt og snjallt "Don't say gan, gan means F***". Ordid sem hann vildi segja var "kan".

Eg fekk vinnu sem grafiskur honnudur fyrir bar i Shanghai, thau redu mig sem grafiskan honnud thvi logum samkvaemt mattu thau ekki rada mig sem barthjon. Eg hannadi postkort handa barnum og bid nu eftir domi theirra. Fae eg ad halda starfinu? Aetla thau ad borga mer eda fila thau thetta ekki. Ef thau fila thetta ekki aetla eg ad kaupa mer beret, drekka mikid kaffi og tala um hid erfida lif misskilinna listamanna i heila viku. Thegar eg fer i kaffinkoma haetti eg ad svara emailum. You have been warned.

Sunday, September 23, 2007

Sometimes that's the way things are

Eg aetti ad vera sofandi, eg aetti ad vera buin ad finna mer vinnu og eg aetti alveg areidanlega ad vera buin ad finna mer ibud en thannig er stadan ekki i augnablikinu.

Eg by a hotelherbergi sem vinur minn var buinn ad borga ut manudinn og bid eftir ad hinir og thessir adilar hafi aftur samband utaf atvinnutilbodum sinum. Eg held ad thetta muni allt saman fara vel.

Steini er ad koma aftur til min a fostudaginn! :) Sidan er Midautumn festival a midvikudaginn thannig ad thad er fri i skolanum!

Helgin var mjog skemmtileg, for i party a fostudaginn hja Misha og sidan ad djamma a klubbi sem heitir Pi.
A laugardaginn svaf eg langalengi og fekk mer sidan kaffi med vinum minum, sotti um milljon herbergi til ad bua i og fekk mer won tin min (nudlur med dumplings i) med japanska vini minum, Philip og hringdi svo i Joa og heyrdi loksins fleiri jakvaed ummaeli um New York.

I dag bordadi eg dimsum og horfdi a Me, you and everyone we know og Trainspotting med skolafelogum minum. I Trainspotting er gaur sem litur ut alveg eins og Freyr, eftir myndirnar forum vid Grace i heitan pott og kaldan pott og spjolludum saman og bordudum sidan lax og broccolli.

Tuesday, September 04, 2007

CUHK

Hallo hallo!

Nu er tolvan min komin ur vidgerd, loksins, loksins nema thetta er ekki tolvan min. Thetta er glaeny tolva sem er ekki med islenskt lyklabord en ekki hafa ahyggjur, eg er buin ad senda pabba email og spyrja hvad eg eigi ad gera thannig ad thetta mun reddast.

Steini for fra Hong Kong til Kina i dag, hann er aedislegur, thad var otrulega gaman ad hafa hann, thad var alveg hreint yndislegt, frabaer gaur hann Steini!

Edda for fra Islandi til Italiu i dag, hun er fyndin, hun er lika dasamlega haefileikarik, gafud og skemmtileg, sem er helviti fin blanda. Edda er fin blanda.

Eg byrjadi i skolanum i gaer, flottur skoli! Nettur, thettur og fleira i theim dur (verd ad tala meira vid Svein Skorra til ad fa ordafordann aftur), eg er mjog anaegd med thetta val, va hvad namid er ahugavert og krefjandi og nemendurnir ahugasamir og folk fra Koreu er virkilega fallegt... vissud thid ad ef thid setjid ordin fyrir folk og tre saman tha faid thid ordid hvild? Thvi thegar madur stendur eins og tre er madur ad hvila sig!

Taknin eru toff, eitt tre-takn er tre, 2 tre takn hlid vid hlid eru skogur (alveg eins og a Islandi) og 3 tre samsvara jungle!

Eg greiddi ur mer dreddana thegar Maggi, Stulli og Helena voru i Hong Kong (lika mjog skemmtilegt ad hitta thau, thad var eins og ad vera i longu gati i MH nema i Hong Kong sem er mun flottari en MH arkitekturslega sed). Nu aetla eg ad syna ykkur myndir af thvi! Held ad Sigrun verdi anaegd, hun virtist hrifnari af sidu hari en dreddum!




Saturday, July 28, 2007

You forgot to type "love kamma"!

Svona faer madur nu skemmtileg email fra fyrrverandi hostfjolskyldu sinni...
Nuna er eg a Indlandi hja Soffiu. Gaman ad sja hvernig lif hennar er nuna, her.
For til Bombay med Dom og drakk Bombay (gin)i Bombay, thad var a "things to do before I die" listanum minum! Alltaf gaman ad strika hluti ut af honum.
Komst inn i Chinese University of Hong Kong og aetla thangad i haust ad laera kinversku, mun bua med Dom (eins og vant er) og Steina sem aetlar ad koma ut.
Herna vill folk endilega tala um nidurgang og ofair turistar hafa deilt sogum sinum med okkur. Sem er alltaf gaman ad heyra.

Wednesday, July 11, 2007

Bali Bali

Eg bordadi gul hrisgjron i Ubut sem minntu mig a mommu mina. Sidan skodadi eg eldfjall sem minnti mig a pabba minn.
Madur faer samt ekki heimthra thegar madur er i paradis thannig ad eg er bara hress.
Bali er eins og amma min sagdi mer thegar eg hringdi i hana "fallegasti stadurinn i heiminum", eg var mjog anaegd med thessar upplysingar thvi eg var hraedd um ad hun myndi tala um eldgosahaettuna a nordureyjunni eda hrydjuverkaarasirnar sem eru vist yfirvofandi. En ommu tekst alltaf ad koma a ovart.
Mer list mjog vel a Indonesiu, mikid rosalega er folkid fallegt herna! Indonesiski maturinn sem eg hef smakkad er mjog godur og hofid sem eg skodadi var flott, a morgun fer eg river rafting!
Sa stadur sem hefur komid mer mest a ovart i sumar er Hanoi i Vietnam, eg maeli fastlega med thvi ad thid drifid ykkur oll til Vietnam thvi landid er yndislegt, folkid er vinalegt og virkilega fyndid, maturinn er framurskarandi og odyr, thad var fallegt i Hanoi, husin i midjardarhafsstil og allir nokkud anaegdir.
Mer fannst Malasia minnst spennandi, i Kuala Lumpur var helst haegt ad versla - en ef thid farid thangad skulud thid far aa Brasiliska BBQ steakhousid sem eg man ekki hvad heitir (en thid finnid pottthett) og drekka Kamma Deluxe, nyjasti kokkteillinn a stadnum. Ef thid aetlid ekki til Kuala Lumpur getid thid blandad hann heima hja ykkur, i venjulegt (litid) glas (mjolkurglas t..d.), eitt skot sambucca, halft skot gin, fylla a med greipsafa og svo halft lime. Greipsafi er bleikur a litinn.
Eg er komin med bikinifar, otrulegt en satt tha get eg fengid slikt!

Wednesday, June 20, 2007

Timarnir breytast og mennirnir med

Eg er ekki lengur enskukennari i Kina.
Nuna er eg tvitugur turisti i Taelandi.
Taeland er yndislegt yndislegt land, heitt land thar sem ma hanga a strondinni, folkid er gott og vinalegt, maturinn er aedislegur, allt er odyrt. Thegar allt er odyrt gerir madur meira fyrir peninginn sinn en eydir alveg jafn miklu. Nudd og luxuslif, manicure og pedicure o.sfrv. o.sfrv.
Margt hefur breyst, nu er Dominic skollottur Thjodverji og eg er komin med dredda.

Eg helt alltaf ad Kinverjar hefdu ofgafullan ahuga a pingpong en Taelendingar taka thad allt saman skrefi lengra. . .
Eg syni ykkur her med myndir (before & after) af okkur Dom og thid getid sagt mer hvad ykkur finnst um breytingarnar!
Hotelid er by the way dasalegt.
Eg nenni ekki ad vera med sima i sumar, er sjaldnast meira en viku a sama stad thannig ad thid hringid bara i mig i haust.
Mun kikja odru hvoru a emailid mitt sem er kamma.thordarson@gmail.com ef thid viljid senda mer linu eda myndir af ykkur!

Ja ein stutt saga um hve gafud eg er og pro i beach-vacations:

Eg notadi kremid sem madur ber a moskitobit sem flugnafaelu og var rosalega hissa naesta dag thegar eg var komin med 13 bit! Nuna nota eg rettu flugnafaeluna en eg er bara svo saet ad thessi skordyr standast ekki matid.










Saturday, June 02, 2007

JUUUUUUUUNI!

Juni er godur manudur, serstaklega i ar, eftir tvaer vikur fer eg hedan og fer ad ferdast ferdast ferdast, svo a eg lika tvitugsafmaeli bradum (eg aetla ad halda upp a thad med thvi ad borda koku med Dominic, segid svo ad eg se ekki spennandi) og sidan er lika 17. juni, thjodhatidardagur Islendinga! Frabaer manudur, loksins kominn!

Elsku vinir minir sem eru nyordnir studentar; eg vil fa myndir. Eg heimta MYNDIR. Sendid mer myndir, please.
Og ja... til hamingju med utskriftina lika!

Sunday, May 27, 2007

Vatnsmelonur og bananar

Godur kvoldverdur, godur kvoldverdur, i dag forum vid Dominic ut i gongutur um sveitina her i kring og reyndum ad giska hvad var raektad a hverju svaedi, vid fundum epli, aprkikosur, hveiti, baunir, agurku og mjog margt sem vid thekktum ekki.
Skemmtilegur gongutur en vid erum baedi ansi solbrennd eftir hann. Nuna hef eg klarad allar baekur sem vid eigum samanlagt a ensku og hlusta thvi a Hitchhikerinn thegar eg get ekki sofid, sem betur fer er hann ansi langur og eg hef ekki enn fengid leid a honum. Vonandi kemst eg til Shanghai i juni, thad er agreiningsmal milli okkar Dominic og yfirmanns okkar, thad er allavega litid eftir af kennslunni. 16. juni fer eg fra Kina og eg hlakka mjog mikid til tho eg eigi eftir ad sakna thess ad kenna (sumum) og eg er viss um ad eg sjai lika eftir matnum her. Reyndar er thetta svo undarlegt lif ad her er nanast ekkert sludur og i raun ekkert ad gerast, allt mjog reglubundid og einfalt. Mig langar ad deila med ykkur sogu sem einn nemandi thyddi fyrir mig fra kinversku yfir a ensku:

A foolish young man:

An old man died and left his son a lot of money. But the son was a foolish young man, and he quickly spent all the money so that soon he had nothing left. Of course when that happened all the friends left him, when he was quiete poor and alone he went to see an old man who was kind, clever and often helped people when they had troubles. "My money has finished and my friends have gone" said the young man. "What will happen to me now?", "Don't worry young man", answered the old man, "everything will soon be alright again. Wait and you will soon feel much happier." The young man was very glad. "Am I going to get rich again, then?" he asked the old man. "No I didn't mean that", said the old man, "I meant that you would soon get used to being poor and having no friends!"

Wednesday, April 25, 2007

Hell is living without your love, ain´t nothing without your touch

Vá hvað ég kunni ekki að meta Alice Cooper almennilega fyrr en ég kom til Kína.

Af mér er allt gott að frétta, aukatímarnir með nemendum mínum eru skondnir, nokkrir nemendur urðu eftir til að spjalla við mig og ég lánaði einum þeirra dvdið Get Rich or Die Trying með frægum rappara í... væntanlega nóg af blótsyrðum, morðum og kynlífi til að hvetja hann til að læra ensku. Auk þess sem það er áreiðanlega bannað að vera með dvd myndir á sér í þessum skóla en enginn hefur sagt mér það þannig að ég veit það bara ekki. Í dag töluðu yfirmennirnir okkar við skólayfirvöldin og sögðu okkur stöðuna, mér var sagt að tímarnir mínir væru skemmtilegir og áhugaverðir og ég ætti að halda áfram á sömu braut. Dominic fékk þau skilaboð að hann væri mjög góður kennari en heilsaði aldrei skólastjóranum sínum og sá er víst mjög, mjög, mjög móðgaður og reiður. Sem er fyndið vegna þess að Dominic hefur ekki hugmynd um hver skólastjórinn sinn er.

Hinsvegar er Dom kominn með kærasta sem við kynntumst í Xi´an. Hann heitir Anderson og er gullfallegur og mjög skemmtilegur, foreldrar hans koma frá Tæwan en hann er alinn upp í Ástralíu og er að ferðast um Kína, í augnablikinu er hann í heimsókn hjá okkur.

Elsku Lára mín, ég er ekki á heimleið á næstunni, ég er eiginlega búin að ákveða að flytja aftur til Hong Kong í eitt ár eftir Kína og vinna og safna mér inn pening fyrir háskólanámi á meðan ég ákveð hvaða háskólanám ég virkilega vil.

Við fengum frí í síðustu viku sökum þess að nemendur okkar þurftu að fara í próf. Fórum til Xi´an, Xi´an er borg sem fjölskylda Steina sagði að ég yrði að fara til og ég vil endilega koma þessum skilaboðum áfram, þið verðið að fara þangað! Mér finnst að allir ættu að reyna að fara til Xi´an einu sinni um ævina.

Þar eru múslimar með matarstræti, þetta var höfuðborg Kína í gegnum mörg dynasty og er virkilega hrein og falleg borg, fólkið er líka fallegt, það er jafnframt kurteist og vinalegt, skemmtilegur andi yfir borginni og maður fyllist vellíðan. Þar var búddísmi þýddur yfir á kínversku (eða í hofi rétt hjá). Ótrúlega frábær borg.

Ég er að lesa War and Peace í augnablikinu, ég finn hvernig greindarvísitalan mín hækkar! Vonandi gengur ykkur vel í stúdentsprófunum elsku vinir.

Monday, March 26, 2007

Today



Mamma mín á afmæli í dag!!! :)
Til hamingju elsku mamma mín, þú ert ótrúlega frábær og skemmtileg mamma sem gefur góð ráð og ert bæði til fyrirmyndar og staðar. Takk fyrir það!
Þér til skemmtunar ætla ég líka að setja mynd af okkur pabba hér enda er hann líka góður gaur!

Ég hef því miður ekki haft tækifæri til að fagna afmæli móður minnar almennilega því ég er veik, ég hef hins vegar haft tækifæri til að kíkja tvisvar til læknis sem potaði í mig eins og ég væri kjöt sem hún ætlaði að borða, fann besta staðinn og stakk mig síðan með nál, tvisvar! Hún gaf mér líka krem vegna mikils sólbruna sem ég hef á höndum og handleggjum eftir hjólreiðatúrinn um helgina og rukkaði mig síðan um heilar 40 kr!
Vonandi hefur mamma notið dagsins meir! :)

Wednesday, March 21, 2007

Sma öppdeit

Steinunn og Baldur Snær hafa líka sent mér email og eiga því ekki skilið að fá skammir. Ég afskamma ykkur tvö hér með.
Ég er búin að sættast við Dominic, óvart en samt gott.
Mér tókst að setja myndir inn á netið, virðið fyrir ykkur íbúðina mína og segið mér endilega hvort hún sé "Kömmuleg" eða ekki!?!? :)






I just can't get enough, I just can't get enough...

Mig langar að segja ykkur frá Valentínusardegi.... nei, æ, ekki ykkur, nemendum mínum, ætli mér takist að sannfæra bekkina sem ég kenni á föstudaginn að mig LANGI að segja söguna um Valentínusardag í tuttugastaogannað skipti?
Það sem mig langar að segja ykkur frá er kínverskar umferðarreglur. Þið ykkar sem eruð með bílpróf kunnið líklega umferðarreglurnar á Íslandi, hægri umferð, stoppa á rauðu ljósi... ég myndi koma með flóknari dæmi ef ég væri sjálf með bílpróf! Hérna eru umferðarreglurnar mjög einfaldar, það eru næstum hvergi umferðarljós til að trufla þessa einu reglu sem ég hef tekið eftir: Ekki deyja. Horfðu til beggja hliða, það breytir engu, þú getur áætlað hvað er langt í bílinn en hann mun ekki stoppa og ekki heldur næsti þar á eftir. Þú verður bara að ganga beint yfir götuna, ekki hika, alls ekki stoppa og reyna að deyja ekki. Ef einhver bibar á þig er hann að segja þér að þú eigir ekki að vera hræddur, hann mun bráðum keyra fram hjá þér. Ef þú túlkar það sem að þú sért fyrir honum og hoppar til hliðar þá gætir þú vel lent fyrir bíl þannig að ef þið eruð í umferðinni í Kína skuluð þið passa að taka ekkert tillit til þeirra sem biba á ykkur (og þeir eru ansi margir) heldur hugsa bara "ég ætla ekki að deyja núna, ég er ekkert hrædd(ur), það keyrir líklega enginn yfir mig".
Ég er búin að vera veik og þegar maður er veikur þá er maður pirraður, ég vil endilega skamma ykkur vini mína (að Eddu undanskilinni, hún er frábær) fyrir að hafa ekki sent mér email. Skamm. Skamm. Skamm. Við Dominic erum með svona skemmtilegt silent treatment í gangi, hann byrjaði á því þegar ég sagði honum að hann hefði ekki rétt á að vera ALLTAF pirraður því hann væri ekki fullkominn sjálfur og ég nennni ekki að brjóta ísinn því mér finnst hann hafa verið leiðinlegur í sambúð að undanförnu, vanþakklátur við mig og einstaklega sjálfselskur. Þetta lagast, þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því! :) Höfðuð þið miklar áhyggjur?
Í dag er ég búin að kenna, hjóla, klára eitt module í TEFL, elda og blogga... núna verð ég að fara í sturtu og hvíla mig því ég kenni alla tímana á morgun og vil endilega losna við þennan hausverk áður en ég geri það.
Steini ætlar að koma til Hong Kong í sumar! :) Við ætlum síðan til Tælands saman, ég hlakka svo til að sýna honum líf mitt þarna og skoða nýja staði með honum, ég er viss um að hann muni njóta sín í botn í Asíu og vinir mínir þarna eiga eftir að elska hann! Sumarið verður frábært og það er líka gaman að vera kennari.... :)

Sunday, March 18, 2007

Feeling good was good enough for me

Lífið er svo undarlegt, ég er á svo innilega óspennandi stað en samt gerast fyndnir skrýtnir og skemmtilegir hlutir, nokkrar góðar sögur..... á fimmtudaginn fórum við Dom út að borða á sama veitingastað og venjulega í hádegishléinu. Þar var löggan sest niður að staupa hrísgrjónavín á fullu og vildi alveg endilega bjóða okkur í glas, vegna tungumálaörðugleika þá var klukkan orðin of margt til að við gætum drukkið með þeim þetta hádegi en einn daginn munum við enskukennararnir líklega detta í það með löggunni í hádegishléinu.... því það væri fyndið.

Í gærkvöldi ætluðum við til Yun Cheng að ná í pening og fá okkur að borða. Föttuðum ekki að strætó hættir að ganga klukkan 7 og stóðum um 8 leytið eins og þvörur og reyndum að ákveða hvort strætó væri hættur að ganga eða ekki þegar leigubíll stoppar og býður okkur ódýrt far því hann er hvort eð er á leið til Yun Cheng, reyndar var það kona leigubílstjórans sem talaði, hún er enskukennari, þau hafa verið gift í 10 daga! Við borðuðum saman og horfðum líka á vídeó af brúðkaupinu þeirra, ótrúleg heppni að hitta svona yndislegt fólk í gær.

Síðasta sagan er ekki jafn áhugaverð, en mér fannst svo gaman að fá þessa sætu spurningu um Ísland í tíma (skrifaða niður á blað) að ég verð einfaldlega að deila henni með ykkur..... "Are all the people in Iceland as beautiful as you, yes or no?". :)

Friday, March 09, 2007

Kamma kennslukona i Kina

Mikið rosalega stuðlar þetta vel!

Hvað þekkið þið marga kennara sem mæta í tíma í converse skóm og diesel gallabuxum? Ekki fleiri en þrjá, það er ég viss um. Mér finnst mjög gaman að kenna. Þetta er allt annað kerfi, krakkarnir eru alls ekki jafn agaðir og ég bjóst við, rétta aldrei upp hönd og vilja helst komast algjörlega hjá því að segja nokkuð upphátt eða svara spurningum, þeim finnst rosalega gaman að endurtaka orð sem ég segi saman í kór til að læra framburðinn. Núna gengur mér bara vel að kenna, veit við hverju ég á að búast og að ég þarf að skipta þeim í hópa og neyða hópinn til að spyrja spurninga í sameiningu. Ég held að ég hafi ekki kennt neinum bekk með færra en 50 nemendum í og aldurshópurinn er 15-20 ára! Sum þeirra eru eldri en ég!!!!!!!!!!!!! Þau eiga öll að vera 17 en það eru rosalega margir á undan og frekar margir á eftir. Nú ætti ég að vera komin í helgarfrí en þar sem það var engin kennsla á mánudaginn verðum við að kenna á laugardaginn í staðinn! Auðvitað, það er líka þannig á Íslandi....

Reyndar er ekki hægt að miða líf nemandanna hérna við lífið á Íslandi. Allir nemendurnir vakna klukkan sex, þá fá þeir 10 mínútur til að þvo sér í framan og bursta tennur, síðan eiga þeir að koma sér út í leikfimi. Klukkan 7 fá þeir líka nokkrar mínútur til að borða morgunverð og fara síðan að lesa, það er lestrartími til klukkan 8. Þá er kínverski þjóðsöngurinn spilaður. 8:10 byrjar fyrsta kennslustundin, eftir tvær 45 mínútna kennslustundir er hálftíma hlé, klukkan 12 er tveggja tíma hádegishlé. Klukkan hálf 4 klárast tímarnir, klukkan hálf sex er matur í matstofunni og klukkan sex er kínverski þjóðsöngurinn spilaður aftur. Þá fara nemendurnir aftur í tíma sem standa til klukkan 9. Klukkan 10 er kínverski þjóðsöngurinn spilaður enn á ný og þá eiga þeir að fara að sofa. Þessi rútína gengur hring eftir hring nema annan hvern sunnudag fá þau einn dag í frí en þá geta þau skemmt sér t.d. við heimanámið! Ímyndið ykkur þetta líf áður en þið kvartið undan skólanum aftur.

Í dag fékk ég hjól, ég held að það sé 15 ára gamalt eða svo og það er alls ekki þægilegt en samt er það hjól þannig að við Dom fórum í hjólreiðatúr, hjóluðum í 2 klukkutíma, tíminn líður svo hratt hérna, það er alveg ótrúlegt! Þó við gerum lítið þá líður hver dagur ótrúlega hratt, í dag keyptum við fullt af ávöxtum. 5 kg vatnsmelónu, tvo ananasa, bananakippu, síðan eigum við durian, jarðarber og papaya... Ég dýrka ávexti!

Á linknum hér fyrir neðan getið þið skoðað myndir af fyrstu íbúðinni minni, ekki alveg það sem ég bjóst við en maður veit aldrei hvað gerist í þessu lífi (er ég nokkuð farin að hljóma eins og mamma? Ég gaf Dominic ráðin "hlustaðu á hjartað þitt" um daginn og þá var ég eins og bergmál frá minni yndislegu mömmu!):

Smá lýsing: Aukaherbergið er með hjólunum í, stofan er frekar litlaus en þar er vatnsvél og sjónvarp, baðherbergið er augljóslega baðherbergi, í sturtunni er eina heita vatnið í þessari íbúð og það er bara á daginn, vaskurinn sem ég tek mynd af með kertaljósi er eldhúsvaskurinn, þar fer allt uppvask fram, síðan má sjá eldunaraðstöðuna mína (ein hella og hrísgrjónasuðuvél,reyndar er líka örbylgjuofn ofan á ísskápnum sem við notum til að hita brauð). Við getum ekki skipt um ljósaperu í eldhúsinu vegna þess að við eigum ekki ljósaperu og við náum ekki upp í loft, það er mjög hátt til lofts í eldhúsinu og þó við stöndum ofan á borðunum okkar þá náum við ekki í ljósaperuna þannig að við verðum að notast við kertaljós á kvöldin. Llitríka græna dæmið í horninu á mínu herbergi með pelíkönum á er fataskápurinn minn!

Mér tekst ekki að setja myndirnar á netið þannig að þetta verður að bíða betri tíma......
***

Every place I go I think of you, every song I sing I sing for you. So kiss me and smile for me, tell me that you´ll wait for me, hold me like you´ll never let me go ´cause I´m leaving on a jet plane, don´t know when I´ll be back again... oh babe, I hate to go! ...

Saturday, March 03, 2007

Contact & travelling information

Þetta er heimilisfangið mitt:

Kamma Thordarson, English teacher from Iceland
中国山西省运城临猗县风喜大道 临晋中学 邮编:044100
CHINA

Prentið þetta endilega út, límið á umslög og sendið mér bréf.

GSM númerið mitt er +860 1383 4944 910
GSM númer Doms er +860 1383 4944 510

Heimasíminn okkar er +860 3594 0613 59

Í gær gleymdi Dominic að loka einum glugga og þess vegna er ískalt í íbúðinni okkar, við getum nefnilega ekki stjórnað hitastiginu sjálf, það er annaðhvort slökkt á öllum ofnum svæðisins eða kveikt á þeim. Í morgun vorum við bæði mjög lengi að koma okkur fram úr því það er svakalega kalt. Í gær skrifuðum við undir kennslusamninginn, þar skrifum við sérstaklega undir að við ætlum ekki að skipta okkur af innanlandspólitíkinni í Kína eða reyna að breiða út okkar eigin trú heldur bera virðingu fyrir siðum og trú Kínverja. Samningurinn rennur út 15. júní þannig að við skipulögðum líka ferðalag... Ætlum að ferðast til 20. júlí og þá fer Dominic aftur til Hong Kong, ég ætla að skoða fjárhaginn aðeins betur, mig myndi langa að heimsækja Soffíu en það er alltaf frekar dýrt að fljúga til Indlands. Flugfarið er um 75.000 kr.

Ferðalagið sem við erum byrjuð að skipuleggja en eigum eftir að panta:

Pekín - Bangkok: höfuðborg Tælands, yndisleg borg sem við dýrkum bæði og myndum vera á sama hóteli og síðast (3 nætur) - Pattaya: Myndum gista á Rabbit resort, Dominic þekkir eigendurna og þetta er víst yndislegur staður til að slaka á og njóta lífsins sem við þurfum líklega á að halda eftir marga mánuði hér, hittum líklega mömmu hans Dom þar (8 nætur) - Kambódía: Lítið land sem ég hélt alltaf að væri í Afríku, rosalega ódýrt og vinur okkar mælti með landinu, Dominic á hús þar sem við gistum líklegast í (3 nætur) - Kuala Lumpur: höfuðborg Malasíu sem mér finnst mjög skemmtileg og Dom er líka hrifinn af, ætlum að gista á hosteli (2 nætur) - Langkawi: Hawaii Asíu, strönd og fegurð, góður staður til að kafa á, aftur smá slökun því við erum í miklum ferðalögum, gistum á hosteli (5 nætur) - Balí: Þið þekkið líklega Balí, ætlum að gera Balílega hluti og gistum á hosteli sem er svalt og Dom þekkir staðsetninguna og mælir með henni (7 nætur) - Jakarta: Gistum á 5 stjörnu hóteli og upplifum Jakarta (2 nætur) - Hong Kong...

Þar sem við ferðumst með Air Asia og notum www.asiarooms.com og www.hostelworld.com eða hótel sem Dom þekkir ættu flug, visa og gisting að kosta innan við 120.000 kr og við erum í Suðaustur Asíu þannig að matur er alltaf ódýr. Ætla að athuga þetta betur, kannski þarf ég fleiri sprautur og svona.

Ætlum samt að spara pening, okkur sýnist vel mögulegt að lifa af á 15.000 kr á mánuði og notum því það sem eftir er af mánaðarlaunum okkar í ferðalög innan Kína, förum til Pekínar og hittum Aliina og kærastann hennar þriðju helgina í mars, ætlum í helgarferðir með rútu til Xian, Shaolin og Chengdu. Erum líka að hugsa um að fara til Mongólíu í útreiðatúr í maí þegar við fáum frí í nokkra daga, það er nefnilega ekkert páskafrí hérna.

Þannig að það verður nóg að gera hjá okkur, akkúrat hérna er samt lítið að gera, ég ætla að leggja mig alla fram við enskukennsluna og að læra kínversku, kenni rúmlega 1000 nemendum í hverri viku! Síðan getum við spilað badminton, körfubolta, borðtennis (úti) og hjólað um. Hlakka til að kynnast bænum betur og finn alveg að það var rétt ákvörðun að koma hingað þó ég sakni ykkar vissulega.

Það er vatnsvél í íbúðinni okkar, eins og á mörgum vinnustöðum! Það er kúl.

Thursday, March 01, 2007

Kamma i Kina

Nu er eg svo sannarlega i Kina. Hefdi getad sleppt ollum skartgipum og finum fotum og verid i godum malum, her verda fa taekifaeri til ad nota thau byst eg vid. Ibudin er frekar stor fyrir okkur Dom, vid erum anaegd med thad, vid verdum anaegdari thegar kinversku adstodarkennarar okkar flytja ut. Thurfum lika ad kaupa alla skapa og svona lagad en thetta verdur flott held eg. Getum farid med rutum til annarra borga i Kina og eg byst vid thvi ad vid munum gera thad ospart. Eg er vist med internetid heima, ibudin min er nefnilega a skolalodinni!!! Allir nemendur og kennarar bua a skolalodinni thvi skolinn er fyrir utan baeinn sem hann er i (sem er baer nalaegt Yun Cheng i Shang Xi heradi). Fyrir ykkur sem hafa ahuga a ad heimsaekja mig tha er thetta svo sannarlega god leid til ad upplifa hid raunverulega Kina og vid erum med aukaherbergi. Aetla ad reyna ad laera Mandarin ASAP, tho thad se stud ad leika ad madur vilji kaupa handklaedi, fotu, tuskur, thvottaefni o.s.frv.
Gudi se lof hvad eg er nu god i actionary!
Enskukennararnir tala ekki einu sinni ensku....
Thad eru 4000 nemendur og 40-50 i hverjum bekk, vid kennum 22 / 24 bekkjum a viku, alltaf sama namsefnid, alltaf nyr bekkur... Byrjum ad kenna a manudaginn, thangad til aetlum vid ad vinna i thessari ibud og reyna ad venjast thessu lifi.

Monday, February 26, 2007

Hong Kong Bong Zong

Eg er komin til Hong Kong! Eg elska thessa borg, mer lidur alltaf vel herna.
Bestu radin sem eg fekk fyrir brottfor voru "mundu eftir solaroliunni" og "passadu thig a utlendingunum"! :)
Eg fer rosalega snemma a midvikudaginn til Yun Cheng. . . Spennandi, spennandi, spennandi...

Sunday, February 25, 2007

Its not very warm in Iceland is it?

Svona geta útlendingar verið skemmtilega athuglir.
Ég er á Heathrow á leið minni til Hong Kong en þar mun ég hitta Dominic og eftir nokkra daga fljúgum við til Yun Cheng í Shan Xi héraði í Kína þar sem við ætlum að kenna ensku. Ég á pantaðan flugmiða heim eftir hálft ár.
Sjáumst þá!

Wednesday, February 14, 2007

Það er hægt að horfa a Coupling a youtube! :)

Steini kom í úlpunni sinni, stóru stóru úlpunni sinni í heimsókn til mín. Hann var með drasl í öllum vösum og ég tók á móti honum með setningunni “Geez elskan! Það mætti halda að þú værir hundrað kíló!!!!!!!” Hann horfði á mig í smá stund eins og ég væri hálfviti og sagði síðan “Kamma, ég ER hundrað kíló!!!” Þá leið mér eins og ég væri gáfuð. Gáfuð og sniðug. Stundum er betra að reyna ekki að vera fyndinn. Það misheppnaðist aftur hjá mér í dag þegar stelpan sem leysir mig af sagðist ekki hafa mætt í vinnuna í tvo daga. Ég svaraði á hnyttinn hátt, “Hvað, bara letingi?” og þá sagði hún “Nei, ég var í jarðarför”. Vandræðalegt móment. Vandræðalegt móment. Árbók þeirra sem útskrifuðust með mér um jólin árið 2007 er í prentun. Það er skrýtin tilfinning, þegar við Dagbjört verðum búnar að keyra hana út verð ég búin að kveðja MH. Í dag fór ég aftur í vinnuna eftir þetta skemmtilega veikindafrí. Ég skilaði líka inn skattkortinu mínu og sagði upp vinnunni. Ég hef ákveðið að gera eitthvað sniðugt, ferðast eitthvert og hitta einhvern og skipuleggja hluti stundum svona vel.