Saturday, October 29, 2005

Klukk klukk klukk



Begga klukkaði mig og mér skilst að þá eigi ég að skrifa 5 hluti um sjálfa mig á bloggið mitt. Það ætti ekki að vera erfitt þar sem ég skrifa aldrei um neitt annað en sjálfa mig og hugsanir mínar á bloggið mitt.

* 95% Íslendinga sem ég hitti spyrja mig "Heitirðu Kamma í alvörunni?" og þessi spurning fer mjög mikið í taugarnar á mér þ.a. í sumar svaraði ég þessari spurningu svona: "Nei, í raun heiti ég Kambína og þar sem við þekkjumst ekkert sérstaklega vel finnst mér að þú ættir alltaf að kalla mig Kambínu".

* Þegar ég las setninguna "nú er ég aldeilis hlessa" í fyrsta skipti sýndist mér standa "nú er ég aldeilis hlussa" og hló og hló og hló.

* Ég átti erfitt með að segja veikt g þegar ég kom heim frá Englandi og sagði EINU SINNI "Ái, aujjað mitt" þegar ég fékk bolta í augað - síðan hefur verið gert miiiiiikið grín að mér. Þess vegna finnst mér einstaklega illkvitnislegt að hafa "Dragavegur" sem götunafn.

* Fyrsti kærastinn minn í Englandi, þegar ég var 5 ára, hét (og heitir enn) Danny (Daniel). Fyrsti kærasti minn á Íslandi, þegar ég var 15 ára, hét (og heitir enn)Danni (Daníel)!

* Þegar ég var 4 ára bauð stelpa sem hetir Charlotte mér ekki í afmælið sitt en hún bauð öllum hinum krökkunum í bekknum. Hún sagði mér að foreldrar hennar leyfðu henni eingöngu að bjóða 30 manns (32ja manna bekkur), ég grét og grét og grét. Mamma hefur aldrei getað fyrirgefið þessari stelpu.

Það er búið að klukka alla vini mína sem blogga.

Wednesday, October 26, 2005

Mannréttindabrot

Hvernig gátu þau skreytt Kringluna í Október?
Það ætti að setja lög um jólaskreytingar verzlana.
Þetta hefur allavega ekki þau áhrif á mig að ég ætli að kaupa meira.
Frekar hitt - ég ætla að forðast Kringluna.

Monday, October 24, 2005

Kæru vinir!



Ég gæti skrifað hér langa færslu um hvað mig langar að gera í framtíðinni, hvað ég væri til í að læra og hvers vegna, hvret mig langar að ferðast og á hvaða forsendum, hvernig mér finnst ég geta breytt heiminum, hvernig allir geta breytt heiminum, kvennabaráttuna í heild sinni og margt, margt fleira ef ég bara hefði tíma.
Tíminn er afstæður, ég get næstum sannað þetta stærðfræðilega, en samt eru skiladagar á verkefnum og ritgerðum og próf sem ég verð að mæta í. Nú fer öll mín hugsun og allir mínir draumar í námið. Aldrei hefur mér fundist sjónvarpið jafn áhugavert eða jafn nauðsynlegt að blogga. Ég hreinlega þrái að setjast niður og skrifa bréf.
Svona er að vera menntaskólanemi, mann langar að gera svo mikið en hefur ekki tíma til þess. Sjáum við eftir þessu síðar meir eða hjálpar þessi undirbúningur okkur að láta drauma okkar rætast? Sjáum til, við sjáum til.

Wednesday, October 19, 2005

Æðislega æðislega æðislega líf



Eftir frábæran dag, yndislegar stundir með Beggu og Jonna á Kaffi Mokka og í hinum ýmsu búðum að versla. Versla gjafir handa Jóa, sem er mér kær sem bróðir. Eftir þennan frábæra dag tók ég strætó heim. Þar sat ég fyrir aftan tvær gelgjur. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta voru gelgjur því 1) Ég ætti að þekkja það. 2) Önnur þeirra talaði UM símann sinn í 17 mínútur. Hann er sko alltaf að hringja og hún fær ekki að sofa og þúst hún getur ekki slökkt á honum því þá halda allir að hún sé í fýlu eða eikka!!! Það var eitt sem þessar gelgjur sögðu sem mér fannst samt svolítið fyndið. Það var hve fyndið það væri ef þær segðu alltaf "ja-á" en ekki já. Síðan þegar fólk spyrði "Hver er kækurinn þinn?" eða "ertu með kæk?" myndu þær alltaf segja "ja-á". Í sjálfu sér fannst mér þetta alls ekki sniðugur brandari hjá þeim, langt frá því. Spurningin finnst mér hins vegar frumleg og góð og spyr því lesendur mína:

Hver er kækurinn þinn?

Sunday, October 16, 2005

Gömul sál



Mér fannst ég einstaklega sniðug í gær þegar ég sagði Eddu að hún væri "gömul sál", mér fannst það fyndið vegna þess að fólk sem talar svona er oftast gaga. Begga hringdi í mig í gær og spurði hvað ég ætlaði að gera um kvöldið (=fara út að borða kínverskan með mömmu og hitta Össur), síðan spurði ég Beggu hvað hún ætlaði að gera. Henni var boðið í 2 partí en vildi heldur hitta mig. Þetta er ómetanlegt hrós þó svo að annað partíið hafi verið Konditori partí og í hinu áfengi þá finnst mér þetta sætt. Mjög sætt. Síðan þegar við Össur vorum að ræða málin þá komst ég að þeirri niðurstöðu (sem Össuri fannst mjög svo áhugaverð) að mér finnst miklu skemmtilegra að vera með góðu vinum mínum en djamma. Þess vegna ætla ég að loka mig af frá umheiminum (á fjórðu hæð, Háaleitisbraut 109) og bíða eftir að góðu vinir mínir finni mig. Ég bíð!

Friday, October 14, 2005

Árshátíð MR

Var einstaklega leiðinleg. Hitti þó Óskar og Frikka aftur. Það var gaman. Fyrirpartíið var hálfglatað þar sem stelpan mátti greinilega ekki halda partí og fékk taugaáfall þegar einhverjir þriðjubekkingar ældu fyrir utan húsið hennar. Það var líka nýbúið að leggja parket og allir fóru inn á skónum. Klukkutíma síðar voru allir beðnir um ða fara úr skónum því það var búið að rispa parketið. Það er auðvelt að vera vitur eftir á.
Milljónamæringarnir náðu ekki til mín, of mikið um trompet, Coral - ekki alveg málið á árshátíð. Hermigervill var góður og er þetta í fyrsta skipti sem góða tónlistin á balli hefur veirð í litla herberginu niðri. Eddu, Láru og Pál Óskar vantaði á þessa árshátíð.
Við Begga fórum líka snemma, keyptum fullt af nammi og skelltum okkur heim til mín að horfa á The Gladiator. Áður en myndinni lauk fór Begga að sækja systur sína og keyra heim og síðan sofnaði ég. Nú er ég að bíða eftir Gunna, hann ætlar að reyna að redda hárinu mínu en ég missti mig aðeins í gær. Sumir segja að þetta sé pönk. Aðrir "ljótt".

Friday, October 07, 2005

Matarboð



Í dag bauð ég nokkrum vinum mínum heim í mat. Lasagna að hætti mömmu (=ekki lasagna en mjög gott), kartöfluréttur að hætti Kömmu, burritos að hætti Gutta, brownies frá Beggu og gulrótakaka sem Jonni bakaði (samt var Jonni ekki á svæðinu).
Skemmtilegt og rólegt kvöld. Síðan verður villt partí annað kvöld. Allir brjáluðu dópistarnir sem ég þekki ætla að rokka feeeeiiiiitan hérna og kasta bollunum hennar mömmu á milli sín. Það verður sjúkt!
Foreldrarnir eru í Luibliana og njóta sín. Nema þau hafi verið að ljúga að mér. Kannski eru þau á Ísafirði, kannski leiðist þeim. Hvað veit ég? Hvernig get ég verið viss um sannleikann? Hvers vegna las ég yfir heimspekiritgerðina hans Gutta?
Á morgun verð ég fersk og hress. Hress, hress, hress.
GANGA GANGA GANGA. Fjallgönguáfangi - líkamsrækt í MH, snilld... nema þessi laugardagsganga, Esjan frá nýju sjónarhorni? Sjónarhorni ástarinnar?
Ég verð að hætta í heimspeki.
Áður en það verður of seint.
Það er svo gaman að leggja Gutta í einelti! Ég held að það sé kominn tími til að hætta að vera leiðinlegur við Beggu, hætta að skrifa allt á hana sem maður kaupir í Café Konditori og byrja að hlæja að Gutta! Gutti sem er svo hrifinn af snertingu, Gutti sem er svo framfærinn, Gutti sem er svo skemmtilegur.

Tuesday, October 04, 2005

Jean Carcalho - Brazil



Ég er að tala við Jean í símann, "how are the three people in Iceland?" var byrjunin á samtalinu okkar, hann spurði líka "are you drunk?" - "no" - "Are you eating something?" - "no" - ..."You´re not Kamma!!!!!!!" Hann er svo fyndinn, ég sakna hans ekkert smá!
Hann saknar þess að umgangast feitt fólk sem hann getur gert grín að, hann saknar semsagt mín og Dominic. Eftir að hann kom heim til sín halda allir að hann sé hommi. "I think Dominic´s smell rubbed off or something".... ég fór að segja eitthvað óvart á íslensku (var að lesa) og þá sagði hann:
"I don´t know if you noticed but I don´t understand Icelandic"
Svo sagði ég honum að ég myndi bráðum hitta Tómas og konuna hans og þá spurði hann "she doesn´t speak English? And not even Icelandic?" ég svaraði þá neitandi og þá sagði hann "I don´t think she knows she´s married to him"... æ, hann er svo fyndinn!

Hann er æðislegur!!!!