Friday, October 07, 2005

Matarboð



Í dag bauð ég nokkrum vinum mínum heim í mat. Lasagna að hætti mömmu (=ekki lasagna en mjög gott), kartöfluréttur að hætti Kömmu, burritos að hætti Gutta, brownies frá Beggu og gulrótakaka sem Jonni bakaði (samt var Jonni ekki á svæðinu).
Skemmtilegt og rólegt kvöld. Síðan verður villt partí annað kvöld. Allir brjáluðu dópistarnir sem ég þekki ætla að rokka feeeeiiiiitan hérna og kasta bollunum hennar mömmu á milli sín. Það verður sjúkt!
Foreldrarnir eru í Luibliana og njóta sín. Nema þau hafi verið að ljúga að mér. Kannski eru þau á Ísafirði, kannski leiðist þeim. Hvað veit ég? Hvernig get ég verið viss um sannleikann? Hvers vegna las ég yfir heimspekiritgerðina hans Gutta?
Á morgun verð ég fersk og hress. Hress, hress, hress.
GANGA GANGA GANGA. Fjallgönguáfangi - líkamsrækt í MH, snilld... nema þessi laugardagsganga, Esjan frá nýju sjónarhorni? Sjónarhorni ástarinnar?
Ég verð að hætta í heimspeki.
Áður en það verður of seint.
Það er svo gaman að leggja Gutta í einelti! Ég held að það sé kominn tími til að hætta að vera leiðinlegur við Beggu, hætta að skrifa allt á hana sem maður kaupir í Café Konditori og byrja að hlæja að Gutta! Gutti sem er svo hrifinn af snertingu, Gutti sem er svo framfærinn, Gutti sem er svo skemmtilegur.

No comments: