Tuesday, February 28, 2006

Uppskriftin hennar ömmu

Ég saknaði bolludags mikið þegar ég var í Hong Kong en gleymdi sprengidag.
Bolludagur var ekkert sérstakur en sprengidagur.... við mamma ætluðum að fylgja uppskrift ömmu að saltkjöti og baunum (túkall). Mamma var byrjuð þegar ég kom til að hjálpa henni, hún bað mig um að setja beikonið út í og ég skellti því náttúrulega í baunirnar. Næst fór rósmarínið á pönnuna og mamma undraðist á hljóðinu. Þarna stóðum við, tvær saman að elda.... suðum beikon og steiktum rósmarín. Með þessu gáfumst við upp á að fylgja uppskriftum. Mamma var ansi lengi að elda restina (ég gafst upp) því það tekur langan tíma að gera gin og tónik!

Síðasti dagur febrúarmánaðar er í dag! Ég held að mars verði æðislegur!!!!

Monday, February 27, 2006

Spurningar

Hvers vegna gleymum við ekki símanúmeri fyrsta kærasta okkar?
Hvers vegna er svona þægilegt að gera nákvæmlega ekki neitt í návist vina?
Hvers vegna lærum við í fjöldamörg ár en vitum þó ekki neitt sem skiptir máli?

(Þetta á ekki að vera ljóð, þetta eru pælingar).

Sunday, February 26, 2006

Árshátíðin

Vaka er einmitt sú sem steinunn og JTH Squeeze giskuðu á, til hamingju með að fatta það krakkar! Þið fáið samt engin verðlaun. Annað ykkar svindlaði.

Auðvitað man ég eftir árshátíðinni,hver sem spurði svo asnalega skal skammast sín ásamt manninum sem svindlaði. Fyrirpartíið var mjög skemmtilegt hjá Malla og við Jói vorum með einstaklega góða drykki, eða slatta af kokkteilum og heimatilbúið staup. Mjög gott.
Síðan kíktum við öll á ballið og á leiðinni móðgaði Jóhann mig mjög mikið.
Nína kærasta Malla: Afhverju byrjið þið Kamma ekki bara saman?
Jói: Jaa, kannski, ef hún væri svona.... 10 kílóum léttari!"
Ballið sjálft var ágætt og röltið langleiðina heim var skemmtilegt. Síðan vann ég í gær og í fyrradag þ.a. í dag er ég þreytt, þreytt, þreytt.

Tuesday, February 21, 2006

Sæta frænka mín

Framundan eru lagningadagar, looking good!
Ég fór veik heim úr skólanum áðan, wasn´t looking good!
Nú líður mér betur en í millitíðinni vafraði ég smá og skoðaði blogg sætu frænku minnar, Vöku. Hún er svo sæt. Þið sem eruð ekki skyld mér en lesið samt bloggið mitt megið endilega reyna að giska hver þessara stúlkna er Vaka.....


Oh a vicar in a tutu is so strange, but he jsut chose to live his life this way!

Síðasta fimmtudag var árshátið Menntaskólans í Reykjavík. Ég spáði fyrir
sjálfri mér og móðir mín spáði fyrir mér og báðar vorum við sammála um að ég
yrði ástfangin. Svo var ekki. Ég tel Jóhann Þorvald helstu ástæðu þess en ég
tók hann með mér og Guði sé lof. Hann var án efa skemmtilegasta manneskjan á
svæðinu. Ég náði voða lítið að tala við Bergþóru og þar sem Lára er orðin
dökkhærð átti ég í mestu vandræðum með að þekkja hana og náði einungis einu
sinni að finna hana allt kvöldið. Jói hringdi í Hödda og bauð honum í partí
í blokkinni Álftamýri 17. Álftamýri 17 er ekki til og Höddi "found that out
the hard way". Þ.e.a.s. hann gekk um í leit að blokkinni, lánaði dópsala
símann sinn, settist upp í bíl með dópsalanum, fór í smá rúnt og þegar honum
var skilað hringdi hann í Jóa og komst að því að partíið var í raun ekki í
hverfinu okkar.

Föstudagurinn var skemmtilegri en fimmtudagurinn en þá fór ég ásamt
foreldrum mínum stórskemmtilegu, Valgerði og Grími og Nönnu og Antoni út að
borða fínan mat með góðu víni og hugsaði: Ég vona að vinir mínir verða svona
skemmtilegir í framtíðinni. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri afar
líklegt og var því í besta skapi þegar Gulli kom og sótti mig. Við fórum á
Kaffi París og drukkum swiss mocha, síðan kíktum við á Dubliner vegna þess
að Gulla LANGAÐI að kynna sig fyrir vinum foreldra minna (komumst inn því ég
sagði við dyravörðinn að ég væri að leita að foreldrum mínum, held hann hafi
vorkennt mér). Síðan kíktum við á Puccini og að lokum heim að taka smá
nostalgíkuast í Crash Team Racing en þegar Gulli varð tapsár horfðum við
frekar á High Fidelity en ég sofnaði og stuttu síða hringdi björgunarsveitin
í Gunnlaug vegna einhvers útkalls.

Á laugardaginn vann ég, talaði við Natalie og komst að því að Tómas er
fluttur til Ekvador með konunni sinni en henni fannst víst leiðinlegt á
Íslandi. Nú skil ég hvers vegna ég hef ekkert heyrt í honum, skilst að hann
sé hamingjusamur þarna og vona að hann verði það áfram.

Á sunnudaginn kom Begga til að læra, spjalla og borða, yndislegur dagur sem
lauk með því að við Gunni kíktum á Mokka en Begga stakk okkur af til að
hitta einhvern strák...

Sunday, February 12, 2006

Alltaf gaman að fá koss í vinnunni

Já, ein kona var svo ánægð með aðstoð mína á barnum að hún vippaði sér til mín og kyssti mig á kinnina. Seinna hrósaði fólk mér fyrir varalitinn og ég hélt þau meintu nú bara glossinn minn og brosti vandræðalega og sagði "takk", frekar hissa. Loks kom kona til mín og sagði mér að ég væri með varalit á kinninni, greinilega eftir koss. Þá skildi ég allt. Nú skil ég allt, er eitthvað sem þið skiljið ekki? Hringið í mig. Begga! Mól, ertu ekki að grínast? Hringdu bara í mig, ég skal útskýra þetta fyrir þér. Mamma! "Þéttur melur á kantinum" - kíktu bara í orðabók. Já, það er margt sem þið skiljið ekki en ég skil allt.

Þetta var ágætis árshátíð hjá Flugfélagsgrúppunni þó mér finnist mun þægilegra að vinna á Broadway heldur en í nýju Laugardalshöllinni. Smakkaði kengúrukjöt, ég er ekki sérstaklega hrifin af því en mér finnst gaman að smakka svona lagað. Lára byrjaði að vinna á Broadway í kvöld og stóð sig með stökustu prýði. Lára Lára, minnir mig á að árshátíð MR verður í vikunni! Dásamlegt, ég hef svo góðar spár og háar væntingar... þetta hlýtur að verða dásamlegt kvöld.

Föstudagurinn var yndislegur, einmitt rétta orðið. Begga kom í heimsókn og við horfðum á 2 Pride&Prejudice BBC þætti á DVD, slökuðum á, borðuðum nammi og drukkum appelsín. Síðan fór ég í matarboð til Gunnars Baldvins, hitti viðkunnalegu kærustu hans Elínu, sæta nágranna hans, Arnór og fyndna skiptinemann frá Argentínu, Erlend. Margréttað og mikið vín smakkað. Meira talað og á mörgum tungumálum. Alveg hreint yndislegt kvöld.

Í gær tók ég þátt í prófkjöri í fyrsta sinn, ásamt móður minni, föður mínum og ömmu minni elskulegu. Þetta var ágætt, mömmu finnst þetta mjög merkilegt og stór áfangi! Síðan skruppum við fjölskyldan á Laugarveginn, keyptum okkur geisladiska og töluðum saman. Svona "for a change". Keyptum fullt af skyri, ávöxtum og öðru hollu til að borða. Skemmtileg tilbreyting frá junkfoodinu sem er aldrei í boði hérna heima. Ég fékk líka eitt sérstakasta símtal ævi minnar en nú verð ég að fara að skrifa útdrátt úr Ríki Nátturunnar….

Wednesday, February 08, 2006

Lengsta atvinnuviðtal sem sögur fara af...

Ég hef allavega ekki lesið um lengra atvinnuviðtal. Ykkur er frjálst að leiðrétta mig.
Fjórar klukkustundir. Fjórar klukkustundir. Ég beið eftir JóaB í fjórar klukkustundir í Hlíðarsmára þar sem hann sótti um vinnu. Aldrei ætla ég aftur með vini mínum í atvinnuviðtal. Þó þetta hafi ekki verið alslæmt. Kjörið tækifæri til að lesa sögu en ég er einmitt að fara í sögupróf. Ég smakkaði mjög gott te, London Fruit and Herbal te. Mæli sérstaklega með ferskjuteinu þó að hindberjate minni mig á Eddu og jarðaberja/vanillute á England. Te er áhugavert. Ég var alin upp í Englandi. Ég drakk þó líka einn og hálfan kaffibolla og magic. Þannig að mér leiddist ekkert.
Í fjóra klukkutíma.
Var reyndar í 20 mínútur í bíl manns sem hafði orðið rafmagnslaus og maðurinn þurfti að hafa hann í gangi. Hann bað mig um að sitja í bílnum og bíða eftir vini mínum ef ég gæti svo enginn myndi stela bílnum. Hann bað mig líka um að stela ekki bílnum. Ég sagði honum að ég hefði sérstaka unun af því að stela bílum og væri þarna að bíða eftir svona tækifæri. Þá bað hann mig um nafnið mitt.
Ég stal ekki bílnum, ég stal magicinu sem ég drakk. Það var miði þar sem starfsmenn krossuðu við hvað þeir drukku úr ísskápnum, mér datt í hug að bæta nafninu mínu á listann og rugla aðeins í þeim. Hætti samt við það. Ef ég sæki um vinnu hjá Hive vil ég ekki að þau muni eftir einhverju svona.
Síðustu daga hef ég spáð með móður minni, frekar mikið. Frekar skemmtilegt. Ég hlakka mikið til helgarinnar en Gunnar Baldvin bauð mér í matarboð. Við verðum 4 saman, Gunnar, Elín (kærastan hans), Arnór og ég. Við höfum öll verið skiptinemar þ.a. ég býst ekki við vandræðalegum þögnum. Hann býður líka uppá rauðvín. Annars má vel vera að við högum okkur eftir því sem stendur í Hávamálum og bæði tölum og drekkum í hófi. Mér finnst það samt ólíklegt.

Saturday, February 04, 2006

So the story goes....

Í dag á JóiB afmæli! Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag! Hann á afmæli hann Jói! Hann á afmæli í dag! Ég vona að þið hafið öll tekið undir með mér og sungið lagið um leið og þið lásuð. Vikan hefur verið frekar leiðinleg, veik, veik, drukknaði í göngu og var veik... helgin varð strax skárri með kuklklúbbi móður minnar og kokkteilum föður míns. Í kvöld kíki ég til Jóa sem á afmæli (eins og hefur áður komið fram). Dominic vinur minn flutti til Hong Kong á fimmtudaginn og þó hann hafi áður búið í Þýskalandi (=líka útlönd) sakna ég hans samt. Vonandi kemst ég út í heimsókn sem allra fyrst. Þó það sé svosem ágætt á Íslandi. Fyrir utan veðrið og veikindi.