Thursday, December 27, 2007

Gleðileg jól....

Jólin eru sannarlega gleðileg þegar Gutti býður mér í bíó, ég djamma með Grafarvogspakki og frændsystkini mín, yndisleg og sæt, bjóða mér í leikhús. Auk þess var maturinn ansi góður, pabbi kann að skjóta og mamma kann að elda, ekta jólablanda. Nú situr listkona mikil mér við hlið og sækir um vinnur. Þetta er erfitt líf.

Saturday, December 22, 2007

How do you like Iceland?

Jólin eru rétt ókomin, ég er í faðmi fjölskyldunnar og vinir mínir hafa ekki yfirgefið mig.
Mér líður vel og er ánægð að vera heima núna.

Friday, December 14, 2007

Kakkalakkalakkrís

Jæja Íslendingar!

Í dag játaði Kínverji ást sína á mér. Það var mjög rómantísk stund. Við sátum á Starbucks kaffihúsi og spjölluðum saman, höfðum talað saman í svona klukkustund þegar hann skrifaði á servíettu (á kínversku). "Gleður mig að kynnast þér. Ég elska þig." Um þetta leyti byrjaði ég að afsaka mig en hann endurtók þetta bæði á kínversku og ensku þó ég þyrfti greinilega að drífa mig í klippingu og þegar við kvöddumst loks reyndi hann að kyssa mig (sem gekk ekki vel). Ég hef aldrei lent í svona löguðu áður og er stórhneyksluð. Þegar ég mætti í klippingu sagði ég hárgreiðslumanninum mínum einfaldlega að dagurinn hefði verið skrýtinn og slæmur og að hann þyrfti að redda honum með því að klippa mig almennilega sem hann og gerði. Hann klippti nú alveg slatta af þ.a. þið misstuð ekki aðeins af "Kömmu með dredda" heldur líka "Kömmu með sítt hár" sem entist í fleiri fleiri mánuði þ.a. þið getið sjálfum ykkur um kennt!

Á morgun er síðasti dagurinn minn í Hong Kong árið 2007!

Wednesday, December 12, 2007

Tetris

Þegar ég var lítil átti ég tetristölvu. Tetristölva er eins og "gameboy" nema maður getur ekki skipt um leik. Mamma mín stal stundum tetristölvunni minni og faldi hana hátt uppi þar sem ég náði ekki til, ekki vegna þess að ég var of mikið í henni heldur vegna þess að hana langaði að leika sér. Annars var ég oft í henni, ég eyddi mörgum klukkustundum æsku minnar í að spila tetris. Núna er ég búin að finna tetris á "facebook" og þegar ég spila leikinn vegna nostalgíunnar þá skil ég hve vel ég eyddi æskuárunum. Þetta er alveg hreint æðislegur tölvuleikur, kennir manni að sjá út hvað er hægt að gera og hvað ekki, skipuleggja næstu leiki, reikna út líkurnar á að hugmyndin manns takist og þegar lengra er komið koma kassarnir hraðar og hraðar og þá lærir maður að bregðast við stressi. Mér finnst að allir foreldrar ættu að gefa börnunum sínum tetristölvu.

Ég hef semsagt mjög mikinn tíma aflögu núna því ég er í fríi. Hitti Philip í gær, hann er japanskur vinur minn, hann spurði mig: "So did you take many pictures in Shanghai?" - "No, I didn´t even bring a camera" - "Aaahhh, because you´re not Japanese!!!!" :)

Tuesday, December 11, 2007

Shanghai!

Shanghai var svolítið eins og undirbúningsferð undir heimkomu!
Þar er kalt, borgin er evrópsk (reyndar mun "evrópskari" heldur en Reykjavík með sínum gömlu frönsku húsum og bresku trjám), flestallir sem ég hitti voru Íslendingar, ég fór í matarboð og út að borða og djammaði og skoðaðli listasöfn og djammaði og gisti hjá frænku minni og við djömmuðum líka. Yndisleg borg, hefur mikla "feeling to it" eins og við Íslendingar segjum oft á tíðum.
Þetta var æðislegt. Verð að fara aftur til að skoða alla túristastaðina en ég fílaði Shanghai mjög vel. Fann líka mun á að kunna smá í kínversku enda reyndi leigubílastjórinn að svindla á mér og henti mér út á bandvitlausum stað þ.a. ég varð að spyrja til vegar og svona. Það tókst! Ég er m.a.s. komin aftur til Hong Kong, ætla að hitta Philip og Grace á morgun, við eigum lunchdate! Ætlum að ræða ferðalög síðustu viku, ég fór (eins og áður hefur komið fram) til Shanghai, Grace til Tælands og Philip til Þýskalands þ.a. nóg ættum við að geta blaðrað. Ég kem heim um helgina! Þessa helgi, næstkomandi sunnudag kem ég til Íslands aftur! Ég hlakka svo til! Ég trúi ekki að ég sé á heimleið, fatta það líklegast ekki fyrr en ég sit í stól, hringi í fyrirtæki og segi "Góðan daginn, Kamma heiti ég og hringi frá Hagstofu Íslands" á mánudaginn. Allavega, see you soon! Jólin eru að koma og ég kem til Íslands á sunnudaginn! :)