Friday, December 14, 2007

Kakkalakkalakkrís

Jæja Íslendingar!

Í dag játaði Kínverji ást sína á mér. Það var mjög rómantísk stund. Við sátum á Starbucks kaffihúsi og spjölluðum saman, höfðum talað saman í svona klukkustund þegar hann skrifaði á servíettu (á kínversku). "Gleður mig að kynnast þér. Ég elska þig." Um þetta leyti byrjaði ég að afsaka mig en hann endurtók þetta bæði á kínversku og ensku þó ég þyrfti greinilega að drífa mig í klippingu og þegar við kvöddumst loks reyndi hann að kyssa mig (sem gekk ekki vel). Ég hef aldrei lent í svona löguðu áður og er stórhneyksluð. Þegar ég mætti í klippingu sagði ég hárgreiðslumanninum mínum einfaldlega að dagurinn hefði verið skrýtinn og slæmur og að hann þyrfti að redda honum með því að klippa mig almennilega sem hann og gerði. Hann klippti nú alveg slatta af þ.a. þið misstuð ekki aðeins af "Kömmu með dredda" heldur líka "Kömmu með sítt hár" sem entist í fleiri fleiri mánuði þ.a. þið getið sjálfum ykkur um kennt!

Á morgun er síðasti dagurinn minn í Hong Kong árið 2007!

No comments: