Monday, June 28, 2004

You were only killing time and it´ll kill you right back...



Ég hef verið spurð nokkrum sinnum hvern ég kaus. M.a.s. Gunni spurði, tvisvar, og hann var þó í 17 ára afmælisveislunni minni - ekki fyrir löngu. Hefði ég mátt kjósa hefði ég kosið Ólaf. Auðvitað.

Ég þekki einn sem kaus Baldur. Vegna þess að "hann er eins og bangsi og mér á að líka illa við Ólaf út af einhverju sem hann gerði fyrir mörgum árum en ég man samt ekki hvað það er og Baldur er eins og bangsi".

Þetta fannst mér hrikaleg rök.
Hrikaleg.

Laugardagurinn var mjög fínn, Edda (sem er komin með æfingaakstur) skutlaði okkur til Beggu. Adrenalínið þaut um æðar mínar því hraðinn var ógurlegur. 50 km hraði á Miklubrautinni. Úff. Síðan fórum við Begga heim til mín, elduðum og Lára kom og borðaði með okkur. Síðan kom Tómas og við vorum að spjalla saman. Reyndar voru ég, Begga og Lára að tala saman meðan Tómas dottaði á eldhúsborðinu. Kíktum síðan til Beggu sem var ein heima.

Á sunnudaginn hitti ég Gunna, Danna og Beggu. (Gaman hvað ég hitti Beggu oft :) Við fórum og keyptum okkur ís í tilefni þess að Gunni er nú orðinn ofurhommi. Ég meina, vegna þess að Gunni komst í hárgreiðslu... og á pils....

Danni fór á kostum og þetta var mjög svo skemmtilegt! Um kvöldið kom Jói í heimsókn, hann og Begga í glimmerslag er með því fyndnara sem ég hef séð á ævinni. Þau eru svo yndisleg.

Í dag fór ég í næstsíðustu sprautuna mína fyrir Hong Kong. (61 dagar?). JóiB fékk fjölslyldu í dag!!!! :) Úúú og Edda fékk vinnu! :) It´s all happening ;) Hitti Eddu í dag, heimabökuð pizza og OC = málið.

Keypti ís og rakst á 2 MR skvísur á leiðinni heim. Tölvan mín er víst komin með einhverja vírusa og vesen þ.a. ég ætla að taka mér smá hlé. It´s all good!

Saturday, June 26, 2004

Friday night and the feeling is right....



Hérna eru myndir úr afmælinu mínu sem Jóa setti út á netið, þar má sjá eina frábæra af JóaB og Hödda og m.a.s. eina góða af Jóa - sem verður að teljast afrek.
Í gær hringdi Tómas í mig og baðst afsökunar á að vera alltaf að trufla mig í vinnunni - eftir að ég fyrirgaf honum sagði hann mér að við værum á gestalista á Jagúar tónleikum sem voru á NASA. (Hver er kúl?)Já, áður en við fórum á þá en eftir að ég var loksins, loksins, loksins búin að vinna eldaði Tómas handa mér. Vá. Góðan og girnilegan mat. Frábær kokkur! :) *mont mont*
Tónleikarnir voru fínir, Runólfsfólk er mjög skemmtilegt fólk og stemningin var fín. Fannst fyndnast að sjá suma strákanna tala við útlendinginn - þið hafið séð Thule auglýsinguna ? .... Þeir voru þannig! :)
Nú er ég að bíða eftir að Lára kíki á mig!

Wednesday, June 23, 2004

Ég var í keilu.... ;)




Í dag hitti ég Jóu þegar ég var að bera út. Við áttum gott þriggja mínútna samtal. Ég hitti síðan Mána í strætó og við áttum gott samtal í 9 og hálfa mínútu. Interesting, I know.... and now that I have your full attention :

Ég elska vinnuna mína - þvílík fríðindi. Á sunnudaginn fékk ég frítt í baðhús Lauga og í dag fékk ég ókeypis pizzu og keilu! Síðan er starfsfólkið yndislegt og góður mórall, allavega meðal þeirra sem eru í sumarafleysingum! :)
Eftir baðhúsið fór ég til Tómasar (fann húsið sjálf!) og slappaði af, við horfðum á The Hitchhiker´s Guide to The Galaxy þætti á DVD og sofnuðum. Síðan var grillað og nice. Á mánudeginum var almennilegt matarboð, það er einmitt haldið árlega þegar pabbi er nýbúinn að veiða sel! Selkjöt, karrý og góður félagsskapur... getur ekki klikkað!
Mamma bauð miklum og skemmtilegum fjölskylduvinum : Valgerður, Grímur, Gunnar og Sóley. Ég bauð Eddu, Jóunum mínum og Tómasi. Sóley, sem er ung spurði mömmu sína eftir matarboðið "Mamma, á Kamma virkilega 3 kærasta?" :) Þegar ég spurði Valgerði hvernig henni leist á Tómas svaraði hún "Love him!" og þá sagði Sóley einmitt "Á ég þá nýjan pabba?" sem mér fannst algjör snilld. Hún er dásamleg þessi stúlka.
Gunnar Grímsson lét lítið fyrir sér fara en það er alltaf gaman að hitta hann og hann er yndislegur.
Horfðum síðan á Fight club í góðum fíling (táningarnir - ekki fullorðna fólkið) og ég fékk skemmtilegasta símtal vikunnar. Begga hringdi! Hún er komin heim frá Krít, hún er sólbrún og glæsileg gella. Úff - það er gott að fá hana heim.
Ég, Begga og Jói kíktum síðan á tónleika í Hafnarfirði þar sem Spilabandið Runólfur var að spila - það er góð sveit með einstaklega fallegum og skemmtilegum hljóðfæraleikurum. Talandi um góða hljóðfæraleikara þá var ég á tónleikum í gær. Þeir voru frábærir - Deep Purple. Þetta voru svo miklu betri tónleikar en ég bjóst við! Frábær stemning! :) Ég þakka pabba fyrir að hafa boðið mér ;)
Ég skíttapaði keilunni! Með 60 stig en þess má geta að sá sem vann (Jói, who else?) var með 121 stig! Bippi beit mig í öxlina, þrisvar - hann er núna á Kleppi (kærði hann ekki því þetta var svo laust). Annars misheyrði Gunní þegar ég var að útskýra að Bippi hefði tekið sér eins árs frí frá skóla til að "fá áhugann aftu" og hélt hann hefði tekið sér eins árs frí til að verða hrifinn af mér. Mér fannst það reyndar frekar móðgandi, að það skuli þykja eðlilegt að einhver taki sér eitt ár í hugleiðslu og læti til að gera sig hrifinn af mér. Ekki sátt.
Þetta var samt ekki það skrýtnasta sem gerðist í keilunni - ég meina ok, kærastan hans Bippa hún Linda - fílar greinilega vampírur.... ok! Jói aftur á móti kom mér á óvart með "Kamma - tekurðu mig ekki á hestbak?" *hlepur að mér og stekkur upp á mig* Þá var ég hissa.
Ég er farin að sakna Tómasar svolítið og fegin að það er helgi framundan.
Það er Tebó hjá MR á morgun - ekki alveg viss hvort ég fari.
Bless í bili!

Saturday, June 19, 2004

La vida es bella!



Fyrirsögnin segir í raun allt sem segja þarf um hvernig lífið er þessa dagana. Auk þess sem hún vísar til alveg ótrúlegrar myndar sem ég hágrét yfir ásamt mömmu minni. Ég er einmitt að chilla með mömmu núna. Við erum svo svalar! :)
Ég hélt upp á afmælið mitt í gær og ég verð að viðurkenna að mér leið ótrúlega vel, Tómas var þarna ásamt öllum mínum bestu vinum og það var afar notaleg stemning (besta afmælisgjöfin so far er frá Eddu, geðveikt flott mynd sem hún gerði, notaðir eyrnatappar, Gone with the wind leigð á bókasafni og axlabönd). Reyndar voru ekki allir mínir bestu vinir. Begga er enn á Krít. Það er ótrúlegt hvað ég sakna hennar mikið en sem betur fer kemur hún heim bráðum.
HAHAHAHAHHAHAAHAHAHA! Mamma var að leggja spilin og þar kom að ég myndi ferðast rosalega mikið! Úff, Edda gat m.a.s. spáð þessu! ;) Ég fékk nákvæma dagsetningu á Hong Kong förina, ég fer að kvöldi 19. ágúst eða eftir ákkúrat 2 mánuði! Tíminn líður svo hratt þessa dagana, vikan þaut hjá.
Ég hef verið mikið með Tómasi í vikunni, hitti fjölskylduna hans á þriðjudaginn. Við fórum nefnilega í grill hjá AFS ásamt slatta af skiptinemum og fjölskyldan hans kom líka. Hann var ekkert að láta mig vita neitt af því, dró mig afsíðis og sagði svo "Pabbi, þetta er Kamma" og ég fór svo hjá mér, varð þvílíkt rauð í framan og stamaði hver ég væri. Hann á líka 2 systkini sem eru mjög mikil krútt, við Lára vorum alveg dolfallnar yfir því hve mikil fegurðardís systir hans, Elín er og bróðir hans, Jónatan, var engin smá dúlla þegar hann kom hlaupandi til Tómasar, grátandi, því það var sinnep á erminni hans. Ótrúlega sæt og skemmtileg fjölskylda - talaði líka við þau eftir grillveisluna!
Við skruppum síðan á eitthvað menningahátíðartengt í Hafnarfirði þar sem Helgi og Raggi voru að spila drum´n´base með rauðhærða gaurnum sem vann Hæfileikakeppni framhaldsskólanna! Hlustuðum síðan á geisladisk með Spilabandinu Runólfur, vönduð og skemmtileg tónlist - það er hljómsveitin sem strákarnir eru í.
Jóhanna hélt upp á afmælið sitt þann 16. júní. Hún er æðisleg, afmælisveislan var ágæt. Ég er viss um að ef ég, Jói, Edda og Tómas hefðum verið í bleiku eða gulu þá hefðum við "fittað inn" og skemmt okkur ótrúlega vel!
Gerum það bara næst.
Þar sem við fylgdum ekki nýjustu tísku fórum við snemma og vorum fyrst í Tebó MRibnga. Þar var góð stemning!
17. júní var chill dagur, ég fór niðrí bæ ásamt Jóa, JóaB og Palla! Þeir eru góðir strákar og JóiB án vafa mesti stuðbolti Íslands... það var líka mjög fyndið að segja "Jói..." því þeir brugðust alltaf báðir við. Við skruppum til ömmu minnar. Strákarnir voru búnir að gera mikið grín að mér því þeim fannst 17. júní ekki vera "Hitta ömmu dagurinn" en eftir ísinn og spjallið hjá ömmu voru þeir sammála mér um að ég ætti skemmtilega ömmu. :) Fór snemma heim því það var engin brjáluð stemning í bænum.
Pabbi er núna að veiða sel! Hann kom mér nú á óvart um daginn þegar hann spurði hvort ég væri alveg kolfallin fyrir Tómasi. Þið sem hafið hitt pabba skiljið væntanlega undrun mína.

Smellið á þessa málsgrein til að sjá hve svalur Kobbi (sem er kviðristur) var í afmælinu mínu!

Ef þið smellið *hérna* sjáið þið mynd af strák sem gerir lífið skemmtilegra (Tómas Dan Jónsson).

Oftast myndast Lára vel en þessi mynd....

Jafnast samt ekki á við Eddu! :)

Ernir.

Ég og Tómas!

Tómas og ég!


Gunni.

JóiB!

Hausinn á JóaB!

Höddi er komin með gleraugu.... en þarf þau samt ekki!

Jói! :)

Betri mynd af Láru.

Gutti!

Alexander!

Það munu koma fleiri myndir og ég er viss um að þið bíðið öll spennt!

Sunday, June 13, 2004

17 ára = best so far!



Margt mikilvægt og mikilvægt gerðist í vikunni, páfagaukur forsætisráðherra Kazakstan lést og fleira í þeim dúr. Annars ætla ég ekkert að skrifa um heimsmálin eða stjórnmálin (ég læt Gutta það eftir)heldur hvað ég hef verið að bralla.
Síðasta fimmtudag varð ég 17 ára og ég þakka góðu kveðjurnar sem ég fékk á afmælinu! Því miður entist inneignin mín stutt og ég gat svarað fæstum sms skilaboðunum. Það var ótrúlega mikið að gera í vinnunni en Jói kom og bjargaði mér - eftir vinnu fór ég heim og klæddi mig upp og Amma og Lára komu í hús. (Mitt hús, ekki bara eitthvað hús). Amma gaf mér rósavönd, ótrúlega flottan! :)
Já, við ætluðum að fara út að borða - hvert var surprise!

Ég segi það satt þegar ég segi þér það, það er það svalasta í heiminum að geta jarmað.

Æ, smá distraction, já við fórum á Stokkseyri!!!! Á stað sem heitir Við Fjöruborðið og er einmitt við fjöruborðið og ég fékk mér humar. Namm. Namm. Þetta var ekkert smá gott!!!! :)
Kíktum síðan á "listina" hans Árna J. Hún er ekkert smá ljót. Vá.
Á leiðinni heim spiluðum við fínustu tónlist. Lára fór á kostum þetta kvöld.
Þegar við keyrðum framhjá Bláfjöllum sagði hún "já þetta er m.a.s. einhvers staðar hérna, í Mosfellssveitinni" og þegar við fórum fram hjá miklu magni af lúpínu sagði Lára "ha? Er þetta ekki gleymmérei?"... hún er algjört met.
Á föstudeginum fór ég eftir vinnu með Láru á Borgargrillið. Bogga sem var að hætta hjá Póstinum vann þar og þegar ég var ða kveðja hana sagði ég "Sjáumst, eða nei, eða öö, bæ..." og Lára var að gera grín að mér. Henni fannst að ég hefði (auðvitað) átt að segja "Sjáumst að sinni, sleikipinni". Já, eftir þetta var ég að verða sein að hitta Tómas á Mokka þannig að ég þaut heim og krafðist þess að pabbi skutlaði mér. Sem hann og gerði (takk pabbi). Við áttum notalega stund á Mokka og fórum síðan að Tjörninni því ég fékk eitthvað í augað og þurfti að laga skóna mína, hittum Tönju á leiðinni en hún verður í leikriti í sumar sem verður sýnt í Iðnó. Ætti að vera skemmtilegt að sjá það.
Fórum síðan í kirkjugarðapartí með Láru og Eddu - þar var jarðafarastemning [copyright - Jói].
Kirkjugarðapartí er partí þar sem allir sem vinna á Kirkjugörðunum halda.
Ekki, eins og ég laug þó að Tómasi, partí þar sem "við hittumst öll í Fossvogskirkjugarði, drekkum okkur blindfull og dópum" - svipurinn á honum var algjört met! :)
Já, eftir að það partí dó fórum við í eitthvað Verslócrappartí í Fossvoginum en þar sem við þekktum fáa beiluðum við á því. Fórum heldur að rúnta, kíktum niðrí fjöru hjá Gróttu og horfðum á sólina "setjast", ótrúlega rómó (og væmið og samkvæmt mömmu er það alveg eins og hún myndi gera en ég má ekki breytast í hana blablalblabla). Já, eftir þetta fór ég til Jóa og horfði á The Wall með Pink Floyd.

Fékk hamborgara í morgunmat. :)
Fórum síðan og keyptum okkur geisladiska.
Ég keypti mér Black Market music með Placebo og Louder than bombs með The Smiths - góðir diskar!
Seinna kíkti ég til Eddu sem var einmitt að fara í bekkjarpartí þetta kvöld.
Ég fór í bekkjargrillveislu með Tómasi og það var alveg ágætt :)
Grillaðir bananar og mars súkkulaði = mjööööööög gott.
Síðan komum við heim til mín, hlustuðum á The Smiths og svona :)
Svo komu foreldrar mínir heim og við sátum öll inni í stöfu og spjölluðum saman.
Eða ég, mamma og Tómas spjölluðum saman, pabbi var í hinum enda stofunnar "að bonda við selina sína" (mamma). Þetta var mjög fínt kvöld og mömmu leist vel á Tómas :D

Svo fór Tómas heim og ég fór að sofa - í dag ætla ég að hitta Þóru og horfa á O.C.!
Síðan veit ég ekki hvað ég geri en ég er nokkuð viss um að það verði skemmtilegt.
Sæl að sinni, sleikipinni!

Saturday, June 05, 2004

Helgi.... Egilsson (hahaha)



Konan í Nóatúni glápti þvílíkt á mig, var farin að halda að hún væri að tékka á mér.
Leit niður og sá afhverju. Á flíspeysunni minni var límmiði, á honum stóð:

Kamma Thordarson
HONG KONG

Sem gefur svosem ástæðu til að stara - afhverju væri einhver merktur svona?
En það er vegna þess að ég hef verið þessa helgi á námskeiði hjá AFS útaf þessu skiptinemadæmi.
Mér finnst þetta heavy fínt - en það er bara vegna þess að það eru margir skemmtilegir krakkar þarna sem ég er búin að "kynnast".
Það fyndna er að skemmtilega fólkið á svæðinu er ekki í M.H. og þó eru margir í M.H. þarna og í M.H. eru margir skemmtilegir!
Annars held ég að mömmu finnist námskeiðið sem hún var á ekki hafa verið sérstaklega gefandi, nægir að segja að þau töluðu í nokkra tíma um tryggingar (yey - og mamma var búin að kynna sér þetta) og síðan sagði AFS liðið foreldrunum hvernig menning þjóðanna væri ólík.... sem kom mömmu, mannfræðingnum mikið á óvart! :)

Það kemur ykkur sem eru ekki í M.R. e.t.v. á óvart að skemmtilegustu strákarnir komu einmitt úr þeim skóla, Kristinn Júlíusson (hann er fyndinn og gáfaður), Tómas Dan (sjarmerandi náungi) og Helgi Egilsson (gonnabe tangódansari frá Argentínu???). [www.skolafelagid.mr.is --> Sveinbjörg ef þið viljið sjá gamlar myndir af þessum strákum]. Það er einn geggjað nice strákur úr Versló sem er á leið til USA!!! Og einhverjar ágætis stelpur sem eru bara heavy góðar á því, frænka mín, "Ásta" Teitsdóttir fór til Hong Kong og spjallaði við mig um land og þjóð í gær - það var gott samtal og skemmtilegur göngutúr! Fínasta stelpa og það er greinilega í ættinni að fara til Hong Kong.

Helgin hefur semsagt verið fín.
Þó ég hafi verið á námskeiði.
Það var winetasting í gær.
Ég lærði "að þjóra".
Í kvöld er matarboð hjá Óla og Harry Potter 3!
Á morgun er meira af þessu námskeiði og síðan ætlum við af borðinu að hittast á American Style (Skipholti, klukkan 7) og borða saman! :)
Vinnan mín er ennþá yndisleg - fólk er frábært! :D