Saturday, June 05, 2004

Helgi.... Egilsson (hahaha)



Konan í Nóatúni glápti þvílíkt á mig, var farin að halda að hún væri að tékka á mér.
Leit niður og sá afhverju. Á flíspeysunni minni var límmiði, á honum stóð:

Kamma Thordarson
HONG KONG

Sem gefur svosem ástæðu til að stara - afhverju væri einhver merktur svona?
En það er vegna þess að ég hef verið þessa helgi á námskeiði hjá AFS útaf þessu skiptinemadæmi.
Mér finnst þetta heavy fínt - en það er bara vegna þess að það eru margir skemmtilegir krakkar þarna sem ég er búin að "kynnast".
Það fyndna er að skemmtilega fólkið á svæðinu er ekki í M.H. og þó eru margir í M.H. þarna og í M.H. eru margir skemmtilegir!
Annars held ég að mömmu finnist námskeiðið sem hún var á ekki hafa verið sérstaklega gefandi, nægir að segja að þau töluðu í nokkra tíma um tryggingar (yey - og mamma var búin að kynna sér þetta) og síðan sagði AFS liðið foreldrunum hvernig menning þjóðanna væri ólík.... sem kom mömmu, mannfræðingnum mikið á óvart! :)

Það kemur ykkur sem eru ekki í M.R. e.t.v. á óvart að skemmtilegustu strákarnir komu einmitt úr þeim skóla, Kristinn Júlíusson (hann er fyndinn og gáfaður), Tómas Dan (sjarmerandi náungi) og Helgi Egilsson (gonnabe tangódansari frá Argentínu???). [www.skolafelagid.mr.is --> Sveinbjörg ef þið viljið sjá gamlar myndir af þessum strákum]. Það er einn geggjað nice strákur úr Versló sem er á leið til USA!!! Og einhverjar ágætis stelpur sem eru bara heavy góðar á því, frænka mín, "Ásta" Teitsdóttir fór til Hong Kong og spjallaði við mig um land og þjóð í gær - það var gott samtal og skemmtilegur göngutúr! Fínasta stelpa og það er greinilega í ættinni að fara til Hong Kong.

Helgin hefur semsagt verið fín.
Þó ég hafi verið á námskeiði.
Það var winetasting í gær.
Ég lærði "að þjóra".
Í kvöld er matarboð hjá Óla og Harry Potter 3!
Á morgun er meira af þessu námskeiði og síðan ætlum við af borðinu að hittast á American Style (Skipholti, klukkan 7) og borða saman! :)
Vinnan mín er ennþá yndisleg - fólk er frábært! :D

No comments: