Thursday, November 29, 2007

Kamma í kalda sólskininu

Í gær, meðan ég var að læra undir síðasta prófið mitt:






Í dag, þegar ég er komin í jólafrí:





Í kvöld fer ég að borða hotpot og drekka áfengi með bekkjarfélögum mínum til að fagna, yyyeeeeeyyyy! See you soon!

Wednesday, November 28, 2007

认识你。 Gleður mig að kynnast þer.



Sælir Íslendingar!
Mig langar endilega að kynna fyrir ykkur 1215A bekk sem er bekkurinn minn hér í Chinese University of Hong Kong.
Ég ætla að kynna fólkið fremst fyrst, það eru 4 raðir, ég byrja hægra megin á hverri röð. Smellið á myndina til að sjá hana stærri og í betri gæðum.

Fyrst er það Wang Lao Shi, hann er uppahaldskennarinn minn, mjög fyndinn, teiknar skyringarmyndir og lemur nemendur. Fólk er myrt vegna þess að það hrækti út um glugga í sögunum hans. Síðan kemur Yusuke, japanskur vinur, hann er algjör player. Við hliðina á honum er Kan Jiá sem er einnig japanskur og vinnur hjá frægasta sake fyrirtæki Japan, honum er best lýst með samtali okkar Philips: Kamma: "He´s nice". Philip: "No he´s not nice, he´s wonderful!". Sem er satt, hann geislar af góðmennsku. Ég veit ekki hvað næsti heitir en mér líkar mjög vel við hann, hélt alltaf að hann væri japanskur en hann er víst kóreskur, hélt líka að hann væri frekar ungur en hann er 35 ára og á konu og 2 börn. Síðastur í þessari röð er Charles. Hann er meira en lítið skrýtinn. Stórundarlegur alveg. Ágætlega pirrandi líka. Við skulum ekki tala frekar um hann.

Næsta röð, Ming eitthvað er sú fyrsta, hún heldur alltaf að fólk skilji ekki hvað eigi að gera og útskýrir það aftur og aftur og aftur. Oftast er hún mjög hissa á svip. Stúlkan í hvítu peysunni er Donna, sem ég hef minnst á áður. Næst koma þrjár "Tætæs" eða eiginkonur, fyrsta er japönsk, næstu tvær kóreskar. Sú þriðja er vinkona mín, Han Mei Ling, hún er mjög áhyggjufull yfir því að hún sé að verða gömul og leiðir oft samtöl þangað sem fólk hrósar henni fyrir fegurð sína. Hún felur það ekkert, segir stundum að hún vilji bara fá hrós á meðan hún getur. Pluem stundar einnig nám við Polytechnic University og er að læra fatahönnun, góð stelpa en mjög upptekin. Sá sem stendur ánægður með sjálfan sig og klæðist pottþétt sandölum er Chris. Hann kemur frá Kanada, er fyndinn en örlítið hrokafullur og alltaf ALLTAF í sandölum, það er næstum kominn desember en ekkert virðist stöðva hann.

Tvær aðrar tætæs, báðar kóreskar koma næst, sú sem klæðist einungis svörtu er toppnemandi bekkjarins, síðan kemur stúlka sem er án gríns með sólarofnæmi. Hún er alltaf með regnhlíf þegar hún fer útúr húsi og ef sólin skín á hana þarf hún að fara á spítala, hún heitir Denise. Denise kemur með nýja, ekta, Prada tösku í hverri einustu viku. Þær eru víst á hagstæðu verði, einungis 200.000 kr hver. Því miður sjáið þið ekki yndislega bros Jess, hún kemur frá Tælandi og er svo hress og skemmtileg og frábær og ánægð að það er ekki eðlilegt, hún er ánægðasta manneskja sem ég þekki og lítur alltaf á björtu hliðarnar, ef maturinn er vondur hugsar hún "ég er allavega ekki svöng lengur". Frábær félagsskapur. Röndótti stráklingurinn er Dominic, þið hafið heyrt nóg um hann í gegnum tíðina. Philip stendur við hlið hans, hann er einn af mínum bestu vinum hér, japanskur og rosalegur herramaður. Týpan sem fylgir stúlkum heim þó þær séu ekki kærustur hans.

Aftast erum við Chris, þið þekkið mig vonandi og Chris er enskur. Enough said.

Nú eigum við öll einungis eitt próf eftir, eitt munnlegt próf og svo erum við frjáls! Þá mega jólin koma. Mitt er á föstudaginn!

Friday, November 23, 2007

Þekkirðu þetta?

What are you supposed to do if you ARE a manically depressed robot?

Did you miss me when you were looking for yourself, out there?

And she´s always gone too long, anytime she goes away.

Ég dvel hér bak við rimla, lás og slá, ég digga það í strimla, ég hef hana hjá mér, þessa þúsundfætlu, já ég fíla hana í tætlur, já ég digga hana í botn.

She had the body of a Venus, can you imagine my surprise?

Everythings going to be alright. Everything´s going to be alright. Everythings going to be alright.

When they kick at your front door, how you gonna come? With your hands on your head or on the trigger of your gun?

You make it hard to leave you alone, leave you here, wearing your wounds, waving your guns at somebody new.

Baby don´t hurt me, don´t hurt me no more!

Þeir um það, þetta er lagið mitt að lífsins morgni. Hvernig væri að sjá það frá því sjónarhorni?

Some are the melody, some are the beat.

She had left me a note hanging on my door, she said she couldn´t take it, she couldn´t take any more.

You said you loved me and that´s a fact and then you left me, said you felt trapped.

Drunk on immorality, valium and cherry wine, coke and ecstasy, you´re gonna blow your mind. I understand the fascination, I´ve even been there once or twice.

Freedom´s just another word for nothing left to lose.

This is what you get, this is what you get, this is what you get when you mess with love.

You don´t think of them as human, you don´t think of them at all. You keep your mind on the money, keeping your eyes on the wall.

Some fools think of happiness, blissfulness, togetherness, some fools fool themselves, I guess, but they´re not fooling me!

I don´t know if you got a man or not, if you make plans or not, if God put me in your plans or not, I´m tripping this drink, got me saying a lot.

No stop signs, speed limit, nobody´s going to slow me down.

The phone rings in the middle of the night. My father yells "what´you going to do with your life?"

Excuse me while I light my spliff, oh God I´ve got to take a lift.

I wanna love you but I better not touch. I wanna hold you but my senses tell me to stop. I wanna kiss you but I want it too much.

Step one, you say "we need to talk", he walks, you say "sit down it´s just a talk". He smiles politely back at you, you stare politely right on through.

I find it kind of funny, I find it kind of sad: The dreams in which I´m dying are the best I´ve ever had.

To avoid complications, she never kept the same address. In conversation she spoke just like a baroness.

Mr. Play It Safe was afraid to fly, he packed his suitcase, kissed his kids goodbye, he waited his whole damn life to take that flight, and as the plane crashed down, he thought "well isn´t this nice?".

Ég ók í skyndi upp í sveit, æskustöðvarnar mínar leit en Nína leit mig ekki á, ég enn ei skil það sem hún sagði þá.

I still have last night in my body, I wish you were with me, I wish you were with me.

They tried to make me go to rehab, I said no no no.

Hlustar þu

Sunday, November 11, 2007

Swimmers are advised to stay out of the water

I dag er typiskur novembersunnudagur thar sem eg horfi a heila seriu af Friends medan eg thrif husid og thvae fotin min. Er frekar solbrennd eftir gaerdaginn sem eg eyddi a strondinni asamt Philip og Dominic. Thegar solin hvarf bak vid fjollin akvadum vid ad borda sjavarfeng i Sai Kung. Sidan forum vid heim til min og upp a thak med viskiflosku, Mekong - Thailand... Philip dansadi hula og vid skemmtum okkur konunglega. Gamall madur spiladi a kinverska fidlu i hverfinu minu i dag og eg gekk framhja honum a leid minni ut i bud. Yndislegt hverfi alveg.

A fostudaginn attum vid ad finna upp fyndnar astaedur fyrir afmaelisgjofum til fodur einhvers, gjafirnar voru kaka, kort, skor og fleiri spennandi hlutir. Eg notadi taekifaerid og skrifadi hja mer hvad folki af mismunandi thjoderni finnst fyndid. Mer finnst urtakshopurinn minn nogu stor til ad segja til um humor heillar thjodar en 2-6 manns sem hafa buid a hverjum stad voru i kennslustofunni.

Englendingum finnst fyndid thegar folk deyr. Serstaklega ef their fa ad drepa folkid.
Japonum finnst fyndid thegar folk er nakid. An fata.
Koreubuum finnst fyndid thegar karlmenn ganga um i kvenmannsfotum. Eda elda mat handa fjolskyldunum sinum. Sjalfir. Karlmennirnir.