Sunday, September 28, 2008

Sciences Po

Allt er æðislegt hérna, skólinn að vísu ekki byrjaður en mér líkar rosalega vel við samnemendur mína og við erum búin að fara til Parísar og Rouen saman. Skólinn byrjar samkvæmt stundaskrá á morgun en tungumálin (kínverska og franska) viku síðar. Það er mjög góð stemning í húsinu mínu en við erum mörg sem búum hérna og ég held ég hafi aldrei borðað kvöldverð ein síðan ég hitti hitt fólkið, erum líka samferða í skólann og erum búin að halda nokkur partí. Stundaskráin virðist algjört helvíti (átta til átta) en mér líður vel og hlakka svakalega til að byrja, búin að eignast nokkra vini sem ég veit að verða góðir vinir mínir og allt er frábært!!!

Sunday, September 21, 2008

Matur

Eldhúsið mitt er loks fullt af kryddum og skemmtilegheitum sem ég get gripið til þegar ég verð svöng, verð samt að passa mig svolítið þegar ég elda. Núna var ég t.d. að hugsa til Stulla og hann er mjög hrifinn af sterkum mat. Ég greip náttúrulega grænt chilli og sterka kínverska sósu og blandaði út í grænmetis-kartöfluréttinn minn í ágætis magni. Úrkoman er mjög góð þó það leki hor eftir tvo bita og líklega tár aftir þrjá....

Friday, September 19, 2008

Kicking

París var stórskemmtileg, verslaði smá, borðaði brauð og drakk mikið rauðvín. Eftir að Edda stakk af til Spánar fór ég smá túr með stúlkum sem eru háskólamenntaðar, önnur í fine arts og hin er landslagsarkitekt. Við fórum í Sacre Coeur, Montmartre og Dalí safnið, sem var frábært. Síðan spáði ég fyrir þeim í Dalí-tarrot spilin mín og hélt heim á leið.

Ég keypti mér sæng í dag, hlakka strax til að sofa undir henni frekar en klædd í fjölda sokka og ullarflíkur heimilisins. Þegar ég fór út að leita mér að sæng fylgdi ég reglu minni um að ganga alltaf í þá átt sem mig langaði frekar en reyna að skoða kort eða spyrja mikið til vegar. Þegar ég kom að búð sem seldi indjánavörur og leðurtöskur ákvað ég að athuga hvort búðarmenn vissu hvar mætti kaupa sæng eða teppi. Annar þeirra sagði mér að það væri í miðbænum sem er 1-2 km í “þessa” átt. Hann horfði augnablik á ringlaða svip minn og bauðst svo til að keyra mig á mótorhjólinu sínu, ef ég þyrði. Ég hef ekki farið á mótorhjól síðan ég lenti í slysi á Tælandi með Dominic en það var ekki svona ekta ekta leðurfatamótorhjól. Freistingin var of mikil og við vorum mjög fljót á leið þangað, fljót að finna sængina og fljót til baka. Þaut í gegnum hluta Le Havre og líkaði vel það sem ég sá, fannst líka spennandi að taka fram úr bílum og skemmtilegt að vera á mótorhjóli með einhverjum sem kunni að keyra það. Síðan fékk ég mér kebabsamloku þar sem franskarnar eru með kjötinu á milli brauðsins, samlokan var á stærð við hausinn minn og mér tókst ekki að klára hana þó ég hafi gert heiðarlega tilraun til þess. Keypti mér líka krydd og brauð. Þetta er að verða heimili.
Myndir af stúdíóíbúðinni minni (þær vilja ekki vera í réttri röð):






Thursday, September 18, 2008

Frakkland!

Ég er komin til Frakklands og Edda hefur yfirgefið mig. Hún er væntanlega komin langleiðina til Spánar núna.

Í Le Havre var einstaklega vel tekið á móti okkur, Atte (nemandi úr skólanum mínum) sótti okkur á lestarstöðina, hjálpaði okkur að halda á töskunum, hleypti okkur inn í íbúðina og bauð okkur að koma og borða kvöldverð með nokkrum eldri nemendum það kvöld. Komst að því að minn árgangur er annar árgangurinn í þessum skóla, við erum 60, árgangurinn á undan var aðeins 40 manna árgangur þannig að núna verða ekki nema 100 nemendur í skólanum!

Íbúðin mín er æðisleg. Hún er líka lillablá á litinn og miklu stærri en ég bjóst við, gæti ekki verið ánægðari með hana. Hendi inn myndum þegar ég er búin að kaupa aðeins meira dót í hana. Rúm fylgdi með sem og hillur, skrifborð, eldhúsborð og stólar sem er frábært. Mér líkar vel við borgina Le Havre en þar búa 300,000 manns og enginn stressar sig á neinu, allt er virkilega rólegt.

Núna er ég í París að bíða eftir stúlkum á hostelinu sem við Edda vorum á. Ég ætla með þeim að skoða Dalí safnið og síðan verð ég líka að kaupa flísteppi meðan ég bíð eftir sæng í pósti frá foreldrum mínum. Í París stara allir á skóna mína, ég held að gylltir skór séu kannski ekki í tísku lengur... Lestarferðin til Parísar er mjög þægileg, ég svaf alla leiðina eða í tvær klukkustundir. Alla sem langar að heimsækja mig er hér með boðið í heimsókn með fyrirvara um að þeir gætu þurft að kaupa sér dýnu til að sofa á eftir því hve fátækur námsmaður ég verð hérna.
Ég er ekki komin með síma en heimilisfangið er:

Kamma Thordarson, # 316
29 Rue Labédoyére
76600. Le Havre
France

Monday, September 01, 2008

Minnti mig á mömmu

Cyanide and Happiness, a daily webcomic
Cyanide & Happiness @ Explosm.net

I dag eru tvær vikur þangað til eg fer til Frakklands að læra Europe-Asia undergraduate studies. Eg er buin að fa almanak, lista yfir kursa og dæmi um iþrottir sem skolinn minn byður upp a kennslu i. Eg er orðin mjög spennt, m.a.s. yfir iþrottunum og byrjaði i dag að rifja upp frönsku.

A laugardaginn for eg i otrulega skemmtilega brúðkaupsveislu hja Ola og Mariu, þvílíkt djamm. Brjúðhjónin héldu eftirpartí heima hjá sér eftir góðan mat, nokkrar ræður, dans og mikið áfengi í Þróttarheimilinu. Skemmti mér konunglega. Talaði líka við Kínverja að beiðni Stulla og foreldra minna. "Sjáðu Kamma, þarna er Kínverji." - "Ég fann vin handa þér, hann er Kínverji" - "Þú verður nú að tala við Kínverjann". Fólk getur verið svo sniðugt. Þegar það reynir.