Monday, May 31, 2004

Gaman gaman gaman...



Nýlega hafa nokkrir umhyggjusamir einstaklingar bent mér á að mér finnist ótrúlega gaman að vera til.
Það kom mér á óvart, ég hélt mér fyndist það frekar leiðinlegt.
En fyrst mér finnst það nú gaman þá skal ég segja ykkur "eitthvað skemmtilegt"!

Á laugardaginn fór ég með Láru í Kringluna og við hittum einhvern slatta af fólki sem við þekkjum!
Viktoríu, Gest, Lovísu, Thelmu, frænku Beggu, Sibbu (vinnufélaga Láru), Eddu A ....
Það var geggjað fínt og ég skildi loksins afhverju hún fer stundum í Kringluna án þess að ætla að kaupa sér eitthvað sérstakt.
Síðan kom Begga til mín og við áttum góðar stundir saman, röltum til Gutta og hittum Bippa ex-schoolgoer á leiðinni - hann var á leið í eitthvað partí með kærustunni og beilaði því á okkur. Það er alltaf gaman að sjá þessa slöngulokka. Akkúrat þegar við kvöddum hann keyrði ansi skemmtilegt fólk sem býr á Sólvallagötunni framhjá okkur og við vinkuðum því eins og vitleysingar!
Já, við Begga röltum í Laugardalinn og kíktum snögglega á Gutta, Jóa, Hjálmar (fokk hvað sá gaur hlýtur að halda að ég sé óþolandi), Baldur (ég er líka í miklu uppáhaldi hjá þessum einstaklingi) og Erni! Þar sem okkur langaði ekki að umgangast nema brotabrot af þessu liði kíktum við út á strönd. Þar voru blikar að reyna við æðarkollur og það var magnað að hlusta á þá og sjá sólina setjast.... vá, er ég svona boring? :)
Begga sagði: "Vá þetta er ótrúlegt, þú ert svo kvenleg... í hreyfingum og öllu!"
Þetta kom mér í alvöru á óvart.
Ánægð - vissi það en kvenleg.... Sá hún mig ekki á árshátíðinni í 10. eða grímuballinu???

Eftir þessi "good times" fórum við og leigðum DVD myndir í "stærsta DVD safni Íslands" og afgreiðslan var frábær, fengum að grugga í gegnum tölvurnar sjálfar, lentum í smá vanda því fólk var að biðja okkur um að afgreiða sig og við vorum alveg "... Gaur sem vinnur hérna??? Hjálp!".
Já, við fórum síðan aftur heim og gláptum á myndir með Mr. Depp - sem er þekktur fyrir að vera einstaklega óaðlaðandi og lélegur leikari ásamt því að vera í ömurlegum myndum... þannig að það var leiðinlegt.
Síðan kom Jói til okkar - hann hefur ömurlega tímasetningu, kom í lokaatriði myndar akkúrat þegar við vorum hágrátandi! Hann vissi ekki alveg hvernig ætti að hugga Beggu en hún hætti þó að gráta áður en við drukknuðum. Við horfðum síðan á aðra mynd með Johnny Depp sem var ekki alveg að gera sig - The man who cried... það var mun meira af óperusöng en töluðu máli í myndinni. Týpísk "RÚV mynd".

Gærkvöldinu eyddi ég í félagsskap Eddu :)
Ég hef ákveðið að taka upp að spá fyrir fólki.
Í dag ætla ég að horfa á O.C., hitta Össur og e.t.v. Láru! :D
Reyndar fékk í surprise visit rétt áðan, Hjörtur sem vann með mér á varðskipi kíkti við!
Það var gaman að hitta hann en nú ætla ég að leggja mig.



No comments: