Monday, May 24, 2004

Tommy girl!



Ég hóf störf hjá Póstinum í dag.
Það vildi svo til að á bolnum mínum stóð Tommy girl og maðurinn sem ég átti að hjálpa heitir Tómas!
Þó að konan sem hringdi í mig til að tilkynna mér að ég hefði fengið vinnu fyrir sumarið sagði að ég ætti að mæta til vinnu klukkan 9..... þá átti ég að mæta klukkan 8!
Good first impression.
Síðan fór ég í AFS í kaffihléinu mínu - hafði spurt Tómas hvort það væri í lagi - þegar ég kom aftur þá var han horfinn. Hann hafði farið að bera út, hélt að ég hefði bara átt að vinna í 2 klst.
GOOD first impression.
Ég fann Tómas reyndar að lokum (hann var í hverfinu sínu!!!!!) og hjálpaði honum það sem eftir var dags.
Hann er með 2 hverfi og næsta mánudag fer hann í frí og þá fæ ég annað þeirra.
Það verður gaman - í öðru hverfinu er "in" að vera með póstkassa sem er svo lítill að það þarf að beygla allan póst til að koma honum í gegnum lúguna, sleppa því að skrifa nöfnin sín á póstkassann og ekki taka það fram en samt verða geggjað reiður ef maður fær auglýsingabæklinga..... í hinu er fólk sem vill fá póstinn í gegnum gluggann!
Nei nei, þetta verður ágætis work-out og fín stemning að vera póstmaður! Vantar reyndar svona svartan og hvítan kött til að elta mig á röndum (Edda.... ertu atvinnulaus í sumar???? .... NOT ANY MORE!!! :)
Eftir vinnu kíkti ég til foreldra minna, plataði pabba í kaffi og er nú hjá mömmu að blogga!
Hún þarf víst að vinna.....

No comments: