Wednesday, December 12, 2007

Tetris

Þegar ég var lítil átti ég tetristölvu. Tetristölva er eins og "gameboy" nema maður getur ekki skipt um leik. Mamma mín stal stundum tetristölvunni minni og faldi hana hátt uppi þar sem ég náði ekki til, ekki vegna þess að ég var of mikið í henni heldur vegna þess að hana langaði að leika sér. Annars var ég oft í henni, ég eyddi mörgum klukkustundum æsku minnar í að spila tetris. Núna er ég búin að finna tetris á "facebook" og þegar ég spila leikinn vegna nostalgíunnar þá skil ég hve vel ég eyddi æskuárunum. Þetta er alveg hreint æðislegur tölvuleikur, kennir manni að sjá út hvað er hægt að gera og hvað ekki, skipuleggja næstu leiki, reikna út líkurnar á að hugmyndin manns takist og þegar lengra er komið koma kassarnir hraðar og hraðar og þá lærir maður að bregðast við stressi. Mér finnst að allir foreldrar ættu að gefa börnunum sínum tetristölvu.

Ég hef semsagt mjög mikinn tíma aflögu núna því ég er í fríi. Hitti Philip í gær, hann er japanskur vinur minn, hann spurði mig: "So did you take many pictures in Shanghai?" - "No, I didn´t even bring a camera" - "Aaahhh, because you´re not Japanese!!!!" :)

No comments: