Friday, October 14, 2005

Árshátíð MR

Var einstaklega leiðinleg. Hitti þó Óskar og Frikka aftur. Það var gaman. Fyrirpartíið var hálfglatað þar sem stelpan mátti greinilega ekki halda partí og fékk taugaáfall þegar einhverjir þriðjubekkingar ældu fyrir utan húsið hennar. Það var líka nýbúið að leggja parket og allir fóru inn á skónum. Klukkutíma síðar voru allir beðnir um ða fara úr skónum því það var búið að rispa parketið. Það er auðvelt að vera vitur eftir á.
Milljónamæringarnir náðu ekki til mín, of mikið um trompet, Coral - ekki alveg málið á árshátíð. Hermigervill var góður og er þetta í fyrsta skipti sem góða tónlistin á balli hefur veirð í litla herberginu niðri. Eddu, Láru og Pál Óskar vantaði á þessa árshátíð.
Við Begga fórum líka snemma, keyptum fullt af nammi og skelltum okkur heim til mín að horfa á The Gladiator. Áður en myndinni lauk fór Begga að sækja systur sína og keyra heim og síðan sofnaði ég. Nú er ég að bíða eftir Gunna, hann ætlar að reyna að redda hárinu mínu en ég missti mig aðeins í gær. Sumir segja að þetta sé pönk. Aðrir "ljótt".

No comments: