Saturday, October 29, 2005

Klukk klukk klukk



Begga klukkaði mig og mér skilst að þá eigi ég að skrifa 5 hluti um sjálfa mig á bloggið mitt. Það ætti ekki að vera erfitt þar sem ég skrifa aldrei um neitt annað en sjálfa mig og hugsanir mínar á bloggið mitt.

* 95% Íslendinga sem ég hitti spyrja mig "Heitirðu Kamma í alvörunni?" og þessi spurning fer mjög mikið í taugarnar á mér þ.a. í sumar svaraði ég þessari spurningu svona: "Nei, í raun heiti ég Kambína og þar sem við þekkjumst ekkert sérstaklega vel finnst mér að þú ættir alltaf að kalla mig Kambínu".

* Þegar ég las setninguna "nú er ég aldeilis hlessa" í fyrsta skipti sýndist mér standa "nú er ég aldeilis hlussa" og hló og hló og hló.

* Ég átti erfitt með að segja veikt g þegar ég kom heim frá Englandi og sagði EINU SINNI "Ái, aujjað mitt" þegar ég fékk bolta í augað - síðan hefur verið gert miiiiiikið grín að mér. Þess vegna finnst mér einstaklega illkvitnislegt að hafa "Dragavegur" sem götunafn.

* Fyrsti kærastinn minn í Englandi, þegar ég var 5 ára, hét (og heitir enn) Danny (Daniel). Fyrsti kærasti minn á Íslandi, þegar ég var 15 ára, hét (og heitir enn)Danni (Daníel)!

* Þegar ég var 4 ára bauð stelpa sem hetir Charlotte mér ekki í afmælið sitt en hún bauð öllum hinum krökkunum í bekknum. Hún sagði mér að foreldrar hennar leyfðu henni eingöngu að bjóða 30 manns (32ja manna bekkur), ég grét og grét og grét. Mamma hefur aldrei getað fyrirgefið þessari stelpu.

Það er búið að klukka alla vini mína sem blogga.

No comments: