Sunday, March 18, 2007

Feeling good was good enough for me

Lífið er svo undarlegt, ég er á svo innilega óspennandi stað en samt gerast fyndnir skrýtnir og skemmtilegir hlutir, nokkrar góðar sögur..... á fimmtudaginn fórum við Dom út að borða á sama veitingastað og venjulega í hádegishléinu. Þar var löggan sest niður að staupa hrísgrjónavín á fullu og vildi alveg endilega bjóða okkur í glas, vegna tungumálaörðugleika þá var klukkan orðin of margt til að við gætum drukkið með þeim þetta hádegi en einn daginn munum við enskukennararnir líklega detta í það með löggunni í hádegishléinu.... því það væri fyndið.

Í gærkvöldi ætluðum við til Yun Cheng að ná í pening og fá okkur að borða. Föttuðum ekki að strætó hættir að ganga klukkan 7 og stóðum um 8 leytið eins og þvörur og reyndum að ákveða hvort strætó væri hættur að ganga eða ekki þegar leigubíll stoppar og býður okkur ódýrt far því hann er hvort eð er á leið til Yun Cheng, reyndar var það kona leigubílstjórans sem talaði, hún er enskukennari, þau hafa verið gift í 10 daga! Við borðuðum saman og horfðum líka á vídeó af brúðkaupinu þeirra, ótrúleg heppni að hitta svona yndislegt fólk í gær.

Síðasta sagan er ekki jafn áhugaverð, en mér fannst svo gaman að fá þessa sætu spurningu um Ísland í tíma (skrifaða niður á blað) að ég verð einfaldlega að deila henni með ykkur..... "Are all the people in Iceland as beautiful as you, yes or no?". :)

No comments: