Wednesday, March 21, 2007

I just can't get enough, I just can't get enough...

Mig langar að segja ykkur frá Valentínusardegi.... nei, æ, ekki ykkur, nemendum mínum, ætli mér takist að sannfæra bekkina sem ég kenni á föstudaginn að mig LANGI að segja söguna um Valentínusardag í tuttugastaogannað skipti?
Það sem mig langar að segja ykkur frá er kínverskar umferðarreglur. Þið ykkar sem eruð með bílpróf kunnið líklega umferðarreglurnar á Íslandi, hægri umferð, stoppa á rauðu ljósi... ég myndi koma með flóknari dæmi ef ég væri sjálf með bílpróf! Hérna eru umferðarreglurnar mjög einfaldar, það eru næstum hvergi umferðarljós til að trufla þessa einu reglu sem ég hef tekið eftir: Ekki deyja. Horfðu til beggja hliða, það breytir engu, þú getur áætlað hvað er langt í bílinn en hann mun ekki stoppa og ekki heldur næsti þar á eftir. Þú verður bara að ganga beint yfir götuna, ekki hika, alls ekki stoppa og reyna að deyja ekki. Ef einhver bibar á þig er hann að segja þér að þú eigir ekki að vera hræddur, hann mun bráðum keyra fram hjá þér. Ef þú túlkar það sem að þú sért fyrir honum og hoppar til hliðar þá gætir þú vel lent fyrir bíl þannig að ef þið eruð í umferðinni í Kína skuluð þið passa að taka ekkert tillit til þeirra sem biba á ykkur (og þeir eru ansi margir) heldur hugsa bara "ég ætla ekki að deyja núna, ég er ekkert hrædd(ur), það keyrir líklega enginn yfir mig".
Ég er búin að vera veik og þegar maður er veikur þá er maður pirraður, ég vil endilega skamma ykkur vini mína (að Eddu undanskilinni, hún er frábær) fyrir að hafa ekki sent mér email. Skamm. Skamm. Skamm. Við Dominic erum með svona skemmtilegt silent treatment í gangi, hann byrjaði á því þegar ég sagði honum að hann hefði ekki rétt á að vera ALLTAF pirraður því hann væri ekki fullkominn sjálfur og ég nennni ekki að brjóta ísinn því mér finnst hann hafa verið leiðinlegur í sambúð að undanförnu, vanþakklátur við mig og einstaklega sjálfselskur. Þetta lagast, þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því! :) Höfðuð þið miklar áhyggjur?
Í dag er ég búin að kenna, hjóla, klára eitt module í TEFL, elda og blogga... núna verð ég að fara í sturtu og hvíla mig því ég kenni alla tímana á morgun og vil endilega losna við þennan hausverk áður en ég geri það.
Steini ætlar að koma til Hong Kong í sumar! :) Við ætlum síðan til Tælands saman, ég hlakka svo til að sýna honum líf mitt þarna og skoða nýja staði með honum, ég er viss um að hann muni njóta sín í botn í Asíu og vinir mínir þarna eiga eftir að elska hann! Sumarið verður frábært og það er líka gaman að vera kennari.... :)

No comments: