Monday, September 12, 2005

New update.



Þegar fjölskyldan gekk út um dyr blokkarinnar í morgun sagði móðir mín kær "blablabla kalt blablabla ekki nógu vel klædd blablabla stormur bla". Það tók smá tíma fyrir skilaboðin að komast alla leið til heilans en þó ekki lengri en svo að þegar ég mætti í skólann lét ég það verða mitt fyrst verk að finna Símon og biðja um far heim.
Sem ég og fékk.
Því fylgdi að vísu tónlistin sem Símon hlustar á í bílnum sínum, þessi drengur sem hefur farið á Foo Fighters og Placebo tónleika er með "aðeins" öðruvísi tónlist í gangi þegar hann er að rúnta. Ég neyddist því til að hlusta á fáranlega catchy lag með textanum "when I wake up in the morning I just want to praise you, I just want to praise you..." (líklegast er átt við Guð).
Samt var þetta eitt besta far sem ég hef fengið þar sem Símon bauð mér upp á hjónabandssælu. Beat that.

Helgin var mjög svo skemmtileg, á föstudaginn var "kveðjupartí" Auðar Kömmu frænku minnar en þá hittust öll systkinabörnin í nýju íbúð Eggerts í Rjúpnasölum (einstaklega aðgengilegur staður) og eyddu kvöldinu saman. Mér þótti mikill heiður í því að mér var boðið með þeim enda hefur það aldrei verið gert fyrr og ég er mun yngri. Nanna frænka fór á kostum, hún er hress. Auður Kamma var og er einstaklega fögur, ég vona að henni líði sem best á Ítalíu og Sibba var líka í góðum fíling og skemmtileg. Eggert er æðislegur, Gústi og Grjóni fínasti félagsskapur og kærastar kvennanna virðast ágætir og Frú Heimilisins mjög fín.
Begga skutlaði mér þangað en Jói skutlaði mér heim, þau eru bæði frábær og ég skulda þeim greiða. Launa skal ég ykkur farið ef ég hef tækifæri til.

Sunnudagurinn fór í Njálu, subway og Njálu með Jóa B. Það er skemmtilegra en það hljómar.

Gleymdi ég næstum Charlie and the Chocolate Factory? Þvílík snilld, bókin er náttúrulega vel þekkt meistaraverk og myndin er snilld, hrein snilld, vel leikin, vel gerð, skemmtileg og ég mæli með henni, ég mæli eindregið með þessari mynd.

Í kvöld er annar hluti ræðunámskeiðs nokkurs sem hófst á föstudaginn var og áttum við að semja ræðu um "eitthvað". Þar sem Dominic hringdi ekki í mig eins og hann hafði þó lofað skrifaði ég ræðu gegn Þjóðverjum. Ekki að ég sé eitthvað bitur.
Mamma er mjög hrifin af ræðunni - NOT.
Jói er álíka supportive og vanalega.

No comments: