Wednesday, August 17, 2005

Smá væmniskast í tilefni sumarloka.



Í þessum heimi er til fólk sem ég hef litið upp til frá barnæsku. Sem dæmi má nefna Huldu og Eggert eða Einar Sveinbjörns og Soffíu, Huldu Hrönn, Sigga Toll og Nönnu, Afa og Ömmu, Önnu Rós og Harald, Einar og Guðrúnu, Dóra… Fólk sem fjölskyldan mín þekkti og hitti meðan við bjuggum í Englandi, folk sem ég man enn eftir frá Englandi.

Mér finnst yndislegt að sjá þau aftur, 10 árum síðar og fatta að ég lít enn upp til þeirra. Ég horfi á þau aðdáunaraugum og gleymi mér í minningunum, það er áratugur liðinn síðan ég man eftir því að liggja með hausinn hangandi fram á borð, alveg að sofna – að reyna að halda mér vakandi til að heyra áhugaverðu samtöl fullorðna fólksins. Frábært fólk.

Nú hafa reyndar fleiri bæst í hóp þeirra sem ég elska og dái, Valgerður og Grímur, Dóri og Anna Dóra, Olga, Dóra, Sigrún, Raggi.. Ég get ekki talið alla upp.

Ég er heppin að hafa svona folk í lífinu og það sem ég er þakklátust fyrir er hve æðislegir mínir vinir eru. Meðan ég var í Hong Kong var ég orðin hrædd um að minningar mínar hlytu að vera dæmi þess að “fjarlægðin gerir fjöllin blá” vegna þess að folk er ekki svona fullkomið... Þau eru það víst. Margir sætari en áður og öll jafn fyndin, skemmtileg, góð, kaldhæðin og trú.

Ég er einlæglega þakklát fyrir að þekkja svona gott fólk. Þið sem segið að ég sé alveg eins og mamma mín, þakka ykkur fyrir, ég er ánægð með að velja mér jafn góða vini og foreldrar mínir hafa gert í lífinu.

So far, so good!

No comments: