Saturday, January 01, 2005

2004

Gledilegt Nytt Ar!
Nu, i byrjun arsins 2005 er eg ad skrifa um arid 2004. Thar er mikil hjalp ad bloggum, minu og vina minna. Jafnvel mommu, gaman ad sja hvernig hlutirnir breytast en samt ekki. Thad er allt eins. Arid 2004 var skemmtilegasta ar lifs mins so far. Thad sama ma segja um oll arin thar a undan. Eg trui ekki ad eg hafi verid marga manudi i Hong Kong.
Samt a storborgarlifid vel vid mig. Arid 2004 var.... happy. Eg var i vimu allt arid, neytti samt engra eiturlyfja ("Kids, listen to your uncle Bill, don't buy drugs.... become a pop star and they'll give you them for free"). Herna segir Brasiliubuinn sem eg kynntist a Heathrow i hvert skipti sem hann ser mig "She's drunk, it's Kamma... she doesn't need alcohol to be drunk, look at her - so happy, she's going to dance!" Ja i Hong Kong eg er buin ad kynnast skemmtilegu folki og komast yfir fordoma mina i gard Thjodverja.
Islenska fjolskyldan min er frabaer, oll min fraendsystkini.. thad er ekki venjulegt ad vera svona aedislegur. Svo saet og god og skemmtileg. Amma er lika toppurinn, nuna skrifar hun mer bref sem fjalla ad miklu leyti um vedrid en ad odru leyti um fraendfolk mitt. Eftir sidasta vorprofid mitt flaug eg til Danmerkur med ommu. Amma er godur ferdafelagi.
Thad er hun Begga lika, hun er lukkunnar pamfill, vann ferd fyrir 2 til Englands og akvad ad bjoda mer med. Eg verd eiliflega thakklat, mer fannst svo gaman ad heimsaekja mina gomlu vini og syna theim engilinn minn. Lika gaman ad djamma med Beggu, djamma og versla.
Eg for lika til Svithjodar a thessu ari med foreldrum minum og foreldrum Einars Sveinbjornssonar. Thetta er gott folk, vid vorum ad heimsaekja Einar og fylgjast med athofninni thegar hun Gudrun var vigd til prests. Thetta var gaman og thad eru sumir sem madur vill hitta sem oftast. Vinir Sigvalda.
Eg elska nu lika vini og vinkonur mommu minnar. Svo a eg mina eigin vini og their eru engum likir. Gjafirnar sem thau hafa gefid mer i gegnum arin eru ometanlegar, allir brandararnir, einkahumorinn, myndir til ad setja her og thar i herbergid mitt, hlaturinn, ferdalogin, timinn og astin. Skilyrdislaust og stundum an thess ad fa neitt i stadinn. Fyrir ad eiga svona goda vini er eg virkilega thakklat. Oll bref, email, SMS, simhringingar, heimsoknir, gistingar.... hafa glatt mig meira en ord fa lyst - thegar eg tala um vini mina a Islandi finnst folki lif mitt thar vera of frabaert, ekki raunhaeft. Thad er ekki raunhaeft ad nokkur skuli eignast svona marga virkilega goda vini. Bestu gjafir arsins eru fra Joa og tengjast vinum minum, dukkur, geisladiskar, myndband.... eg get ekki lyst thessu en eg hef gratid og hlegid ad thessum gjofum, og gratid og hlegid og hlegid og gratid. Godar gjafir.
Eg held ad thad besta vid mommu mina eru kossar, knus og matur. Thad er fra henni sem eg fae thennan svakalega hlatur sem vekur alla sem reyna ad sofa med mer i rutu en thegar eg fer sjalf ad sofa hugsa eg alltaf "Kyssa mommu". Pabbi er sidan med tonlistina a hreinu, hvort sem thad er ad hlusta a Frank Zappa i stofunni eda ad fara a tonleika med Deep Purple og Metallica, pabbi veit hvad hver syngur. Hann er lika svo traustur og kemur med bestu skot i heimi, thad er hrikalegt og eg verd natturulega svakalega modgud.
Alveg svakalega.
Arid 2004 klaradi eg fyrsta ar mitt i menntaskola. Eg er viss um ad thad se rett hja ykkur ad thetta hafi verid skemmtilega ar lifs mins. Thad var allavega yndislegt. Sidan fer eg sem skiptinemi hingad til Hong Kong. Eg veit ad thid hafid oll bedid spennt eftir lysingar a jolamatnum og hann heppnadist agaetlega, eg var allavega satt. Kartofluretturinn var godur, kjotid flamberad, salatid avaxtasalad, sveppasosa. Nuna vill fjolskyldan min helst af ollu profa kakosupu en ymsar godar, islenskar uppskriftir sem tharf ekki ofn til ad gera ma finna i bok fraenku minnar (Nanna Rögnvaldsdóttir) , Cool dishes og thar sem foreldrar minir gafu fjolskyldu minni thessa bok i jolagjof er nuna ekkert mal fyrir mig ad elda islenskan mat handa Kinverjunum. I MH naut eg min, afangakerfid a vel vid mig og folkid... svo litrikt og skemmtilegt, samt voru thad bollin hja MR sem eg sotti oftast og thad eru margir MRingar sem eiga brot i hjarta minu. Begga, Edda, Gunni, Lara, Tomas og Ossur. An theirra hefdi arid 2004 verid leidinlegra, miklu, miklu leidinlegra. I MH er sidan folk a bord vid Joa, sem fraenkur minar vilja ad eg giftist, Gutta, sem aetlar ad gefa mer sumarbustad ef eg giftist honum. Hoddi, sem er astaeda thess ad eg maetti i natturufraeditima og JoiB sem eg hef aldrei verid med an thess ad brosa. Svona folk, ekki bara thetta folk heldur folk sem er jafn dasamlegt og thetta folk (ef thad er til) er astaeda thess hve hamingjusom eg er.
Eg nefni ekki Verslinga, tho ein strakaod ljoska i Verslo se mjog mikilvaeg i lifi minu. Eg nefni hana ekki. Eftir oll min ferdalog med ymsum Islendingum kom eg til Hong Kong.
Wow, thetta var ekki jafn odruvisi og eg bjost vid. Folkid, maturinn, vedrid, hefdirnar, fotin, brandararnir, husin, tonlistin.... allt odruvisi. Samt er lif mitt eins, eg er i skemmtilegum skola og by hja aedislegri fjolskyldu. Auk thess eru vinir minir dasamlegir. Eins og eg sagdi adur tha er allt eins. Mamma min i Hong Kong hlaer mikid og ser humorinn i Thule auglysingunum, hun for med mig til Singapore og Malasiu - eg a aldrei eftir ad gleyma thessari ferd. Eda konunum sem eg helt ad vaeru kaerustur en thekktust sidan bara vegna thess ad thaer vaeru endurskodendur. I lok arsins for eg i sidasta ferdalagid mitt, til Kina. Thar sa eg ad folk byr i alvoru vid fataekt, i husum sem eru med mold a golfinu og flesk hangandi yfir eldi i horninu, thetta var eins og ad heimsaekja Thjodminjasafnid nema thad var litid, gamalt sjonvarp i horninu. Aldrei hef eg sed neitt jafn mikid "out of place" og thetta sjonvarp. Aldrei.
Hittum vinalegasta og gestrisnasta folk i heimi, thau gafu okkur myndir og eitthvad og gledin skein ur augunum theirra vid thad eitt ad sja okkur. Ad fa ad taka myndir med okkur var greinilega toppurinn a tilverunni og thau voru svo einlaeg og laus vid graedgi, yndislegt folk. Snart hjarta mitt algjorlega.
Saetar kartoflur eru godar kaldar, heitar og sem snakk og thad er gaman ad tyggja sugarcane.
A thessu ari er eg buin ad upplifa mikinn hlatur og morg tar, sja heiminn og klara fyrsta ar mitt i menntaskola. Fljuga a hinn enda heimsins og upplifa ad eiga systkini. Eignast vini sem verda vinir minir aevilangt og halda i gomlu, godu vinina. Eg hef laert sma kinversku og er thakklat fyrir oll taekifaerin min og fyrst og fremst fyrir allt goda folkid sem eg thekki.

No comments: