Sunday, March 30, 2008

Fjallganga dagsins

Í dag vaknaði ég við símtal um að ég hefði lofað mér í fjallgöngu. "En það er þoka!" - "Það er besta veðrið fyrir fjallgöngu og það er meiri þoka þar sem þú býrð en annars staðar". "En ég á enga skó". - "Ég skal gefa þér skó, kem með þá". "En það er sunnudagur". . . Engin rök komu mér úr þessari stöðu, ég hitti Dom því 2 klukkustundum síðar og við lögðum af stað. Hann þekkir mig, ég er ekki í góðu formi og mér finnst ekki gaman að fara hratt eða upp bratt. Ég bjóst því við afslappaðri fjallgöngu upp eitt fjall og jafnvel niður aftur. Dom er hinsvegar ekki þekktur fyrir hófsemi í svona málum frekar en öðrum og skipulagði göngu okkar þannig að við gengum hálfa Hong Kong Trail eða 26 km, upp 8 fjöll og niður aftur. Þar á meðal Dragons back sem er þriðji hæsti tindur Hong Kong. Þetta tók 6 klst en í bókum um fjallgöngur í Hong Kong er þetta 9 klst ganga. Hann hefði verið mun fljótari en ég harðneitaði að skokka. Neitt. Eftir gönguna fékk ég mér fish og chips með bjór, maður má ekki ganga of langt í heilsuátökum. Þetta var samt mjög skemmtileg ganga og þó ég hafi gengið mestallan tímann í þoku fékk ég smá lit.

No comments: