Saturday, March 29, 2008

Bring back the 80´s!





Nú haldið þið e.t.v. að ég hafi misskilið aðeins hvað 80´s snérust um þó ég sé svona máluð og í leggings og alles en í rauninni er það ekki ást mína á 80´s og ofurhressri tónlist tímabilsins sem veldur því að ég er svona. Heldur var það eldamennskan. Ég eldaði mexíkó-omlettu í dag sem varð að eggjahræru því ég er of óþolinmóð til að elda omlettur. Í henni voru gular baunir, hvítlaukur, túnfiskur og chilli, grænt og rautt, mjög litlir chilli. Ég ákvað eftir þónokkra umhugsun að taka innan úr chillinu og ég sé ekki eftir því. Ég er nefnilega ennþá brennd á milli fingurna og hvar sem ég snerti andlitið mitt á meðan ég hafði til matinn, matinn sem ég er löngu búin að klára. Þess vegna er ég með sólarvörn hér og þar og þarf reglulega að skreppa inn á bað og láta hendurnar liggja í köldu vatni. Þetta var samt mjög bragðgott. Í gær komst ég að því að það má sjóða kjúkling, ég ætlaði að gufusjóða hann en setti aðeins og mikið vatn og já, allt er ætt ef maður hellir soya yfir það fyrst.

No comments: