Tuesday, March 25, 2008

Thordarson Family Time (in Hong Kong)




Mikið á ég skemmtilega foreldra! Þeir eru nú í Hong Kong og mér sýnist á öllu að þau skilji hvers vegna ég er svona svakalega hrifin af borginni. Við höfum skemmt okkur mjög vel, mamma hefur lært að segja eitt orð á kínversku og pabba alltaf hrósað fyrir prjónakunnáttu sína. Höfum helst skoðað staði sem mér finnst skemmtilegir, blanda af túristasvæðum og börum eða veitingastöðum sem ég er hrifin af. Hallveig og Emil eru líka komin og við fórum öll saman til Pekín, þar vorum við túristar nema Emil sem var veikur mestallan tímann. Við hin fórum á múrinn fræga þar sem var enn snjór og við skoðuðum öll saman Forbidden City og Tianmen square. Við fengum okkur að sjálfsögðu Pekínönd sem mér finnst persónulega mun betri í Hong Kong en mamma hefur ákveðið að panta önd á hverjum degi í Kína sem ég er afar sátt við. Keyptum okkur kínversk föt á silkimarkaðnum og skoðuðum kort. Í gær átti Emil afmæli og á morgun á mamma afmæli þ.a. það stóð til að fagna í dag á Macau en maturinn þar er skemmtilegur. Ég gleymdi vegabréfinu heima þ.a. ég komst ekki með þangað!

No comments: