Friday, August 17, 2018

Bæklunarlæknir

Ég fór til bæklunarlæknis í gær sem skoðaði mig og komst að þeirri niðurstöðu að ég væri ekki laus í liðum og þyrfti ekki að fara í aðgerð á öxlinni (með fyrirvara um að mér ætti að batna alveg á 3-6 mánuðun og staðan verður tekin aftur ef ég dett alveg úr lið aftur eða held áfram að detta smá úr lið daglega).

Hann sagði að brotið væri ekkert áhyggjuefni og ég mætti sjálf setja öxlina aftur í lið með tilheyrandi brökum svo lengi sem ég dytti ekki á hana.

Svo benti hann mér á að drífa mig strax í sjúkraþjálfun. Ég pantaði tíma 22. ágúst sem er sama dag og skólasetning Eyrúnar. Ég trúi varla að hún sé að byrja í skóla, bráðum förum við í foreldraviðtal og kynnumst kennaranum hennar.

Ég ákvað að labba heim þegar ég missti af strætó í gær, dásamlegt veður, sól og blíða. Mikið er Elliðaárdalurinn yndislegur, sá tvo fossa, kanínur, gæsir, endur og kríur á leiðinni.






No comments: