Sunday, July 13, 2008

Why trust you? You never made a dream come true!

Ég sit heima hjá foreldrum mínum og horfi á sjónvarp, við áttum mjög ánægjulegan dag og þá sérstaklega kvöldverð (önd með rommsósu). Nú færist alvara í leikinn með Le Havre, ég hamast við að fá námslán og reyni að velja mér húsnæði. Ég bíð eftir Stulla sem kemur heim af eistnahátíð á Austurlandi í kvöld eða nótt. Ham og læti, hann er himinlifandi. Í ágúst ætla ég að vera dagvinnulaus, mun eyða dögum mínum í lærdóm og barnapössun ef einhverjir fallegir eiga góð börn sem þau vilja losna við. Þá fer ég líka í sumarbústað með foreldrum mínum og öllum vinum þeirra. Þannig verður verslunarmannahelgin mín. Segið svo að ég sé ekki kúl!

No comments: