Thursday, January 10, 2008

2008

Þetta ár byrjaði, eins og ævi mín, á Íslandi. Fljótlega fluttist ég til útlanda.
Nú er ég í Hong Kong og mér er bannað að mæta í skólann því visa-ð mitt er ekki tilbúið.
Ég er ekta Íslendingur, í vandræðum með visa í janúarmánuði.
Jólin voru frábær, mamma tjáir ást sína með matreiðslu, ég er viss um það.
Enda brenndi hún niður eldhúsið í fyrsta sinn sem hún eldaði fyrir pabba, eldheit ást.
Sjaldan hefur verið jafnskemmtilegt á Íslandi, vinna og vinir, fjölskylda og ást, matur, vín og tónlist.
Kaffihúsaferðir og leikhúsferðir, húsferðir með menningarvitum. Dans með óvitum.
Skemmtun, skemmtun, skemmtun.
Nú tekur skemmtilega námsefnið við!

我很喜欢学中文!

No comments: