Thursday, November 23, 2006

Síðasti tíminn fyrir dimission

Á morgun dimittera ég, ég held að þá verði ég einfaldlega að sýna ykkur myndir og þið megið því bíða spennt. Nú er ég í frönskutíma, síðasta frönskutímanum mínum fyrir dimission. Hann er skemmtilegur enda þekkist hópurinn að einhverju leyti og kennarinn (Sigríður Anna) segir okkur líka sögur frá móður sinni og ást þeirrar gömlu, góðu konu á Hreimi (Land&Synir söngvarinn), um daginn horfðum við á TinTin og ég skil alveg hvers vegna margir fá áhuga á frönsku í þessum áfanga. Annars verður nóg að gera á næstunni, námslega séð, rúm vika í próf. Ég er með bestu hugsanlegu próftöflu og ætti því að útskrifast þann 21.12.2006. Cross your fingers.
Síðasta helgi var mjög skemmtileg, Gulli&Maggi komu óboðnir í mjög skemmtilegt matarboð heima hjá mér ásamt ónefndum kennara. Síðan fór ég í fjögurra manna partí hjá Kötlu Kristjáns. Skemmtilegra en ég bjóst við. Eiginlega bara mjög skemmtilegt. Flest er skemmtilegt og allt virðist ganga upp. Síðan fór ég til V&G eins og ég kýs að kalla þau, í matarboð sem var að sjálfsögðu hresst og gott. Yndislegt.
Sveinn Skorri biður að heilsa ykkur sem lesa þetta.
voff voff.

No comments: