Friday, May 26, 2006

Ég vann í Ungfrú Ísland í fyrradag. Ég var í vinnunni og tók síðan eftir því að það voru margar sætar stelpur uppi á sviði. Ég hugsaði með mér "þarna ætti ég að vera" og skellti mér upp á svið. Sem betur fer var ég með bikiníið með mér því ég er náttúrulega svo mikill heimsborgari að ég geng um með bikiní, penna og handklæði.
Allavega, kvöldið leið og ég vann! :)

Fyrir ykkur sem hafið aldrei áður lesið bloggið mitt og hafið ekki talað við mig síðasta mánuðinn þá var ég að koma heim úr Londonferð með 3 góðum vinum. Reyndar vil ég spyrja ykkur: Afhverju eruð þið að lesa bloggið mitt núna? Þið þekkið mig greinilega ekki neitt! Ferðin var fín, öðruvísi en aðrar Londonferðir, minna verslað og minna djammað en meira af túristadóti og djassi. John og Daisy komu og hittu okkur sem mér fannst mjög skemmtilegt, alltaf gaman að hitta gamla vini! Strákarnir blekktu engan þegar þeir töluðu ensku, það var mjög greinilegt að um Íslendinga er að ræða. Jói sagðist t.d. vera "with the wine" þegar hann vildi engan drykk með matnum og Sindri bað um "coke from a crane". Yndislegir! Gutti stóð sig reyndar vel.

Ég myndi segja ykkur frá herbergisfélögum okkar ef ég vissi almennilega hverjir það voru. Í hvert skipti sem við fórum út var kominn ný manneskja í herbergið. Það er mjög óþægilegt að opna hurð án þess að hafa nokkra hugmynd um við hverjum maður á að búast hinu megin. Sérstaklega fór ein malaísk stelpa í taugarnar á okkur því hún hvarf og kom alltaf aftur seinna.

Ég byrja að vinna á mánudaginn og þangað til verða útskriftarveislur hægri vinstri. Ég fór einmitt með Steina í útskriftarveislu hjá Hjalta, æskuvini hans, í dag. Ég gekk óvart á krakka. Gott first impression. Mjög gott.

No comments: