Saturday, March 04, 2006

BALL ÁRSINS

Flash útvarpsstöðin hélt að eigin sögn Ball Ársins í gær. Ég vona svo innilega að þetta hafi ekki verið ball ársins því þetta var leiðinlegt ball. Ég hitti þó strák, Tómas að nafni, sem kom í veg fyrir að ég muni leita til sálfræðings vegna lélegrar sjálfsmyndar. Ég rakst oft á hann og alltaf hrópaði hann "Sæt!!!". Hann hélt að þetta væri nafnið mitt og vildi endilega halda samræðum okkar áfram "þú ert svo geðveikt sæt" - "ég er að vinna", "hvað heitir þú?" - "Kamma" - "Í alvöru? Mér finnst þú ekkert smá sæt" - "þú ert nú frekar fullur" - "Nei, ég er ekkert fullur Sæta, fæ ég koss?", síðan þegar ég sagði honum að ég myndi nú ekkert hringja í hann þegar ég væri búin að vinna því það væri ekki fyrr en klukkan 5 eða 6 þá vorkenndi hann mér rosalega, knúsaði mig og sagði mér að þrauka. Fyndinn gaur. Nóg af þeim þarna......... hitti Malla, Alexander og Dodda oftar en einu sinni en þeir voru sömu skoðunar og ég og yfirgáfu ball ársins til að fara í pool. Good call. Að lokum vil ég benda fólki á að Barbie er víst byggð á raunverulegu fólki en ég sá einmitt fullt af slíkum stúlkum í gær! Í kvöld verður matarboð, hlakka til!

No comments: