Saturday, December 16, 2006
Myndir frá dimission
Ég var ekki með myndavél og enginn vina minna hefur sent mér myndir þó nokkrir hafi lofað því þannig að ég steingleymdi þessu. Ég fann hinsvegar myndir af okkur á netinu, okkur sem dimitterum saman og hér megið þið sjá dalmatíuhundana Kömmu, Kötlu og Magga ásamt prinsessu sem heitir Helena! :)
Be careful what you pretend to be because you are what you pretend to be. (Kurt Vonnegut)
Þetta er yndislegt frí, í gær fór ég í atvinnuviðtal, svaf, vann í árbókinni í nokkra tíma - bara skipulagsvinnu og fór í geðveikt partí! Það var ótrúlega frábært og skemmtilegt, ég vil endilega þakka Rúnari fyrir boðið og óska honum til hamingju með að þekkja svona skemmtilegt fólk! Í dag hef ég ekkert gert nema sofið og lesið og bíð nú eftir Steina...... Ekkert stress, ekkert vesen! :)
Friday, December 15, 2006
tilveran
Í gær kláraði ég prófin, þá er þessu lokið.
Síðan fór ég í jarðarför Gauju, hún var 99 ára og hafði skipulagt jarðarförina sína í 20 ár, ég held að hún hafi verið ánægð að fá að deyja. Samt elskuðu hana margir og hennar verður saknað, ég er þeirra á meðal. Mér fannst svo fallegt sem hún sagði við prestinn um jarðarförina "Þú þarft ekkert að tala um mig, bara þakka, þakka öllum sem hafa verið mér góðir, þakka, þakka og þakka". Yndisleg manneskja.
Síðan fór ég í jarðarför Gauju, hún var 99 ára og hafði skipulagt jarðarförina sína í 20 ár, ég held að hún hafi verið ánægð að fá að deyja. Samt elskuðu hana margir og hennar verður saknað, ég er þeirra á meðal. Mér fannst svo fallegt sem hún sagði við prestinn um jarðarförina "Þú þarft ekkert að tala um mig, bara þakka, þakka öllum sem hafa verið mér góðir, þakka, þakka og þakka". Yndisleg manneskja.
Wednesday, November 29, 2006
It´s almost over, can you see the light?
Afsakið orðbragðið en fokk hvað það er fokk mikið að gera í þessari síðustu viku skólans. FOKK! Ég gæti bugast undan álaginu en ég ætla frekar að gera líffræðifyrirlestur. Það er svo miklu skemmtilegra. Ég er byrjuð að fá texta fyrir árbók útskriftarnema Menntaskólans við Hamrahlíð, jólin 2006. Þessir sem komnir eru lofa góðu, býst samt ekki við því að fá þá alla tímanlega. Skiptir ekki máli, ég hlakka svo til að gera árbók aftur að ég er að flippa. Eins og Dabbi myndi segja: flipp.is/Kamma.
Á mánudaginn byrja prófin, þá getur maður slakað aðeins á.
PS: Ég fór á myndlistarsýningu sem er í Hinu Húsinu hjá Steinunni frænku og Sindra vini hennar, rosalega skemmtileg og flott, ég mæli með henni!
Á mánudaginn byrja prófin, þá getur maður slakað aðeins á.
PS: Ég fór á myndlistarsýningu sem er í Hinu Húsinu hjá Steinunni frænku og Sindra vini hennar, rosalega skemmtileg og flott, ég mæli með henni!
Thursday, November 23, 2006
Síðasti tíminn fyrir dimission
Á morgun dimittera ég, ég held að þá verði ég einfaldlega að sýna ykkur myndir og þið megið því bíða spennt. Nú er ég í frönskutíma, síðasta frönskutímanum mínum fyrir dimission. Hann er skemmtilegur enda þekkist hópurinn að einhverju leyti og kennarinn (Sigríður Anna) segir okkur líka sögur frá móður sinni og ást þeirrar gömlu, góðu konu á Hreimi (Land&Synir söngvarinn), um daginn horfðum við á TinTin og ég skil alveg hvers vegna margir fá áhuga á frönsku í þessum áfanga. Annars verður nóg að gera á næstunni, námslega séð, rúm vika í próf. Ég er með bestu hugsanlegu próftöflu og ætti því að útskrifast þann 21.12.2006. Cross your fingers.
Síðasta helgi var mjög skemmtileg, Gulli&Maggi komu óboðnir í mjög skemmtilegt matarboð heima hjá mér ásamt ónefndum kennara. Síðan fór ég í fjögurra manna partí hjá Kötlu Kristjáns. Skemmtilegra en ég bjóst við. Eiginlega bara mjög skemmtilegt. Flest er skemmtilegt og allt virðist ganga upp. Síðan fór ég til V&G eins og ég kýs að kalla þau, í matarboð sem var að sjálfsögðu hresst og gott. Yndislegt.
Sveinn Skorri biður að heilsa ykkur sem lesa þetta.
voff voff.
Síðasta helgi var mjög skemmtileg, Gulli&Maggi komu óboðnir í mjög skemmtilegt matarboð heima hjá mér ásamt ónefndum kennara. Síðan fór ég í fjögurra manna partí hjá Kötlu Kristjáns. Skemmtilegra en ég bjóst við. Eiginlega bara mjög skemmtilegt. Flest er skemmtilegt og allt virðist ganga upp. Síðan fór ég til V&G eins og ég kýs að kalla þau, í matarboð sem var að sjálfsögðu hresst og gott. Yndislegt.
Sveinn Skorri biður að heilsa ykkur sem lesa þetta.
voff voff.
Wednesday, November 08, 2006
Purpura... ljótur litur? Leiðinlegt leikrit!
Guð er dauður.
Ljóðið er dautt.
Bloggið þitt er dautt.
Þessar þrjár setningar heyrði ég eða las í dag. Svartsýni virðist fylgja skammdeginu.
Að undanförnu hef ég gert lítið annað en læra, djamma, lesa, tala í símann og vera með Steina. Fór reyndar í bíó (Borat), á leikrit (Purpura, mig langar að tala við handritshöfundinn) og í mat til Jóa (ágætasti kokkur). Annars ekkert. Nema kannski helst að reyna að ákveða hvað ég vil gera það sem eftir er ævinnar. Reyna að komast úr tilvistarkreppunni. Ákveða og hætta við. Hætta við að hætta við. Ég hef líka eldað smá og djammað aðeins meira. Þessa helgi er einmitt djammsumarbústaðarferð. Djamm er uppáhaldsorðið mitt. Jóa líka. Einnig halda mörg íslensk ljóðskáld og málverndunarsinnar mikið upp á orðið. Djamm!
Ljóðið er dautt.
Bloggið þitt er dautt.
Þessar þrjár setningar heyrði ég eða las í dag. Svartsýni virðist fylgja skammdeginu.
Að undanförnu hef ég gert lítið annað en læra, djamma, lesa, tala í símann og vera með Steina. Fór reyndar í bíó (Borat), á leikrit (Purpura, mig langar að tala við handritshöfundinn) og í mat til Jóa (ágætasti kokkur). Annars ekkert. Nema kannski helst að reyna að ákveða hvað ég vil gera það sem eftir er ævinnar. Reyna að komast úr tilvistarkreppunni. Ákveða og hætta við. Hætta við að hætta við. Ég hef líka eldað smá og djammað aðeins meira. Þessa helgi er einmitt djammsumarbústaðarferð. Djamm er uppáhaldsorðið mitt. Jóa líka. Einnig halda mörg íslensk ljóðskáld og málverndunarsinnar mikið upp á orðið. Djamm!
Purpura... ljótur litur? Leiðinlegt leikrit!
Guð er dauður.
Ljóðið er dautt.
Bloggið þitt er dautt.
Þessar þrjár setningar heyrði ég eða las í dag. Svartsýni virðist fylgja skammdeginu.
Að undanförnu hef ég gert lítið annað en læra, djamma, lesa, tala í símann og vera með Steina. Fór reyndar í bíó (Borat), á leikrit (Purpura, mig langar að tala við handritshöfundinn) og í mat til Jóa (ágætasti kokkur). Annars ekkert. Nema kannski helst að reyna að ákveða hvað ég vil gera það sem eftir er ævinnar. Reyna að komast úr tilvistarkreppunni. Ákveða og hætta við. Hætta við að hætta við. Ég hef líka eldað smá og djammað aðeins meira. Þessa helgi er einmitt djammsumarbústaðarferð. Djamm er uppáhaldsorðið mitt. Jóa líka. Einnig halda mörg íslensk ljóðskáld og málverndunarsinnar mikið upp á orðið. Djamm!
Ljóðið er dautt.
Bloggið þitt er dautt.
Þessar þrjár setningar heyrði ég eða las í dag. Svartsýni virðist fylgja skammdeginu.
Að undanförnu hef ég gert lítið annað en læra, djamma, lesa, tala í símann og vera með Steina. Fór reyndar í bíó (Borat), á leikrit (Purpura, mig langar að tala við handritshöfundinn) og í mat til Jóa (ágætasti kokkur). Annars ekkert. Nema kannski helst að reyna að ákveða hvað ég vil gera það sem eftir er ævinnar. Reyna að komast úr tilvistarkreppunni. Ákveða og hætta við. Hætta við að hætta við. Ég hef líka eldað smá og djammað aðeins meira. Þessa helgi er einmitt djammsumarbústaðarferð. Djamm er uppáhaldsorðið mitt. Jóa líka. Einnig halda mörg íslensk ljóðskáld og málverndunarsinnar mikið upp á orðið. Djamm!
Tuesday, October 03, 2006
I don´t want to live forever
Um helgina fór ég til Steina og tók með mér allar námsbækurnar, ég ætlaði að nýta helgina rosalega vel fyrst ég mátti ekki fara útúr húsi (var hálfslöpp). Ég tók með mér allar bækurnar en notaði ekki eina einustu. Við gláðtum hinsvegar á DVD og ég sá mjög langdregna mynd um tælenskan kickboxara sem barðist til að geta orðið kona, góð tímanýting. Reyndar komu Gunni og Danni til mín á föstudaginn og við horfðum á South Park og Family Guy, sem var gott chill.
Í gær komst ég loksins aftur á æfingu en ég er ásamt JóaB, Mörtu, Gauja og Karítas að æfa Science Fighting Brennslu en strákarnir eru í þessu til að komast í form fyrir science fighting sem er skuggalega ofbeldisfull íþrótt að mínu mati. Ótrúlega gaman samt.
Bráðum kemur vetrarfrí MH, gamlir Álftmýringar ætla að flykkjast í sumarbústað, margir sem ég þekki ætla til Parísar, Danmerkur eða Amsterdam, kennararnir ætla í djammferð/skólakynningarferð til Barcelona og ég ætla í Vindáshlíð.
Sjálfboðaliðanámskeið AFS, Arnór og Gulli koma með þannig að ég býst við því að það verði gaman... vona það a.m.k.
Í gær komst ég loksins aftur á æfingu en ég er ásamt JóaB, Mörtu, Gauja og Karítas að æfa Science Fighting Brennslu en strákarnir eru í þessu til að komast í form fyrir science fighting sem er skuggalega ofbeldisfull íþrótt að mínu mati. Ótrúlega gaman samt.
Bráðum kemur vetrarfrí MH, gamlir Álftmýringar ætla að flykkjast í sumarbústað, margir sem ég þekki ætla til Parísar, Danmerkur eða Amsterdam, kennararnir ætla í djammferð/skólakynningarferð til Barcelona og ég ætla í Vindáshlíð.
Sjálfboðaliðanámskeið AFS, Arnór og Gulli koma með þannig að ég býst við því að það verði gaman... vona það a.m.k.
Saturday, August 19, 2006
Hello! Hello! Hello! Hello! Hello! Hello! Hello! I want you, I need you baby...
Hallo hallo, eg er komin fra Taelandi, thvilik upplifun... Nu er sidasti heili dagur minn i Hong Kong og eg aetla ad hitta flestalla vini mina og m.a.s. einhverja kennara og borda curry i Chung King Mansion. A morgun legg eg af stad heim, 40 klst ferdalag... Gaman, gaman og skoli naesta dag.
Ada atti afmaeli i gaer, herna erum vid saman... Tharna getid thid lika sed permanentid mitt. Mer lidur mjog vel herna og er anaegd md ferdina en eg verd ad vidurkenna ad eg hlakka til ad koma heim... Hlakka til ad sja Steina, hlakka til ad byrja i skolanum, hitta foreldrana og svo ykkur, ja eg hlakka lika til ad hitta ykkur elsku vinir og vandamenn.
Ada atti afmaeli i gaer, herna erum vid saman... Tharna getid thid lika sed permanentid mitt. Mer lidur mjog vel herna og er anaegd md ferdina en eg verd ad vidurkenna ad eg hlakka til ad koma heim... Hlakka til ad sja Steina, hlakka til ad byrja i skolanum, hitta foreldrana og svo ykkur, ja eg hlakka lika til ad hitta ykkur elsku vinir og vandamenn.
Thursday, August 10, 2006
Distance makes the heart grow fonder
Taeland er AEDISLEGT land. Bangkok er bara crazy.
Crazy og David eru einmitt log sem eg hlusta mikid a thvi thau minna mig a Laru og gott djamm, i Bangkok er gott djamm fyrir mjog gott verd. Rosalega mikid af horum, ladyboys, folki sem vill selja ther hluti, filum, blomum og vinum. Ekki vinum sem thu hringir i gratandi heldur vinir sem thu thekkir ekki neitt en eru svo vinalegir ad thu kallar tha osjalfratt vini thina. Tho their seu kannski horur. Eda ekki kannski, mjog augljoslega. Forum lika i batsferd, skodudum slongur og apa, skodudum Majestic Palacesem litur ut eins og thad se feik, enginn heilvita madur myndi setja svona mikid gull i byggingar. Folkid i Taelandi elskar, dyrkar, dair konung sinn og drottningu, myndir af theim ut um allt. Nuna erum vid komin a strondina, nalaegt Hua Hin, erum nanast ein i hotelinu, megum gera hvad sem vid viljum (t.d. fara i sund a nottinni), aetlum ad leigja scooter alla dagana og komast thannig a milli stada, thetta verdur skemmtilegt og afslappandi, mer list rosalega vel a thetta fri!
Aetla lika oft i nudd.
Nananna!
Crazy og David eru einmitt log sem eg hlusta mikid a thvi thau minna mig a Laru og gott djamm, i Bangkok er gott djamm fyrir mjog gott verd. Rosalega mikid af horum, ladyboys, folki sem vill selja ther hluti, filum, blomum og vinum. Ekki vinum sem thu hringir i gratandi heldur vinir sem thu thekkir ekki neitt en eru svo vinalegir ad thu kallar tha osjalfratt vini thina. Tho their seu kannski horur. Eda ekki kannski, mjog augljoslega. Forum lika i batsferd, skodudum slongur og apa, skodudum Majestic Palacesem litur ut eins og thad se feik, enginn heilvita madur myndi setja svona mikid gull i byggingar. Folkid i Taelandi elskar, dyrkar, dair konung sinn og drottningu, myndir af theim ut um allt. Nuna erum vid komin a strondina, nalaegt Hua Hin, erum nanast ein i hotelinu, megum gera hvad sem vid viljum (t.d. fara i sund a nottinni), aetlum ad leigja scooter alla dagana og komast thannig a milli stada, thetta verdur skemmtilegt og afslappandi, mer list rosalega vel a thetta fri!
Aetla lika oft i nudd.
Nananna!
Saturday, August 05, 2006
This corner of the earth is like me in many ways..
Aldrei myndi eg fara i sightseeing tour um Hong Kong, hver einasta straetoferd eda leigubilafar er eins og sightseeing tur, fegurdin er onatturuleg og natturuleg, thetta er alveg hreint otrulegur stadur. Eg hitti hostfjolskylduna mina i gaer, thad var eins og eg hefdi farid i gaer, krakkarnir mundu alveg eftir mer og svona. Aetla ad hitta thau oftar. Eftir kvoldverdinn og "skemmtilegu" japonsku teiknimyndina hitti eg Dom og Alex (fra Austurriki), vid aetludum ad djamma med CIS (Chinese International School) krokkunum, forum a finan klubb thar sem madur borgar sig inn og sidan er fritt a barnum til klukkan 2. Frekar mikid ad gera, eg akvad ad fara og panta fyrir okkur utlendingana "I'll have a vodka in lime and 2 G'n'Ts please". Barthjoninn for, sotti te, kom aftur og blandadi 2 glos af gini med tei (koldu tei). Thvilikur vidbjodur. Eg aetla ekki ad nota thetta enska slangur lengur, best ad segja bara "gin and tonic" og hafa allt a hreinu. Kvoldid var mjog skemmtilegt, mer fannst ein stulkan fyndin thar sem hun var svo ottalega hreinskilin - "I love the first hour of clubs, it's like shopping".
Naesta thridjudag forum vid Dom til Taelands, eg hlakka til thar sem eg hef aldrei farid a slikan stad adur, hann hefur farid yfir 30 sinnum, aetti ad geta synt mer thad sem mig langar ad sja! :)
Naesta thridjudag forum vid Dom til Taelands, eg hlakka til thar sem eg hef aldrei farid a slikan stad adur, hann hefur farid yfir 30 sinnum, aetti ad geta synt mer thad sem mig langar ad sja! :)
Thursday, August 03, 2006
Hong Kong 2
Eg er buin ad koma mer agaetlega fyrir herna, by hja Dominic og thad samkomulag hefur augljosa kosti og galla, mun audveldara thar sem vid gerum margt saman ad bua a sama stad en vid faum lika alveg nog af hvoru odru og rifumst. Aettum samt baedi ad lifa thad af. Eg er buin ad versla mjog mjog mjog mikid og hitta slatta af Kinverjum sem eg hef saknad, flestir hressir og godir. Mer lidur eins og eg bui aftur herna, ekkert skrytid her. Eg sendi ollum islenskum vinum (jafnvel einstaka fraenda og foreldrum) sms ur HK simanumerinu minu en enginn svaradi mer, eg vona ad thid hafid ekki fengid smsid. Samt er thad omurlegt. Fyrir tha sem hafa ahuga a ad hringja i mig er simanumerid +852 90632464.
Thad er typhoon signal 3 herna, tha kemur fyrir ad oll hjol undir leigubilum laesa ser thvi thad er ekkert nema vatn undir dekkjunum, thad eru engir straetoar eda almenningsbilar a gotunum, svolitid slaemt vedur. Thannig ad eg aetla bara ad vera inni, koma nyju fotunum minum fyrir, venjast nyja harinu minu, horfa a mynd med Dom og eiga cozy dag og fara svo i bio a POTC2 sem er i kringlunni otrulega nalaegt heimili hans. No need to worry guys.
Thad er typhoon signal 3 herna, tha kemur fyrir ad oll hjol undir leigubilum laesa ser thvi thad er ekkert nema vatn undir dekkjunum, thad eru engir straetoar eda almenningsbilar a gotunum, svolitid slaemt vedur. Thannig ad eg aetla bara ad vera inni, koma nyju fotunum minum fyrir, venjast nyja harinu minu, horfa a mynd med Dom og eiga cozy dag og fara svo i bio a POTC2 sem er i kringlunni otrulega nalaegt heimili hans. No need to worry guys.
Wednesday, July 26, 2006
Sumarið
Sumarið 2006 hefur verið skemmtilegt að mínu mati, nú er Edda komin heim og langt síðan við höfum verið í sama landi til lengdar. MRingar ætla ásamt Steina í útskriftarferð til Tyrklands og Jói fer brátt í háskóla. Spennandi tímar.
Ég er farin í helgarferð til Hong Kong! Við sjáumst þegar skólinn byrjar! :)
Ég er farin í helgarferð til Hong Kong! Við sjáumst þegar skólinn byrjar! :)
Friday, June 23, 2006
Thordarson took Thordarson to see Zappa play Zappa
Ég vinn við hreingerningar í heimahúsum, stundum finnst mér fólkið sem ég vinn hjá keppast við að vera með besta kaffið, þ.e.a.s. "kaffi og með því", ein kona bakaði handa okkur eplaköku og bar fram með ís í hádeginu. Önnur vöfflur, enn önnur pönnukökur og sú síðasta sem ég ætla að monta mig af í þetta sinn lummur. Sumir eru einfaldlega æðislegir. Síðan eru þeir sem kalla mig vinnukonu, elta mig á röndum og hnussa yfir því að ég sé 19 ára. Flestir eru þó ánægðir og góðir, konan sem ég braut óvart styttu hjá (þurfti ég nokkuð að taka fram að það var óvart?) var t.d. mjög hress, sönglaði fáum mínútum síðar "hún Kamma er alltaf svo kammó!"... þetta var hvort eð er ljót stytta.
Í dag notaði ég salmíak til að þrífa baðherbergi. Ég hefði getað svarið að þetta efni væri ólöglegt. Ef það er ekkki ólöglegt ætti það að vera ólöglegt, ég er viss um að á þessum 15 mínútum sem ég notaði þetta efni hafi ég eyðilagt fleiri heilasellur heldur en með öllu áfengi sem ég hef drukkið og mun koma til með að drekka um ævina. Mig minnir reyndar að salmíak hafi orðið ólöglegt fyrir 5 árum (ég hef ekki fylgst vel með slíkum hlutum og það má vel vera og er m.a.s. mjög líklegt að þetta sé kolrangt hjá mér) en ég held að þessi kona hafi ekki verið týpan sem verslar salmíak á svörtu. Frekar týpan sem keypti það áður en það varð ólöglegt og á það enn.
Ég skil ekki hvers vegna fólk heldur að sögurnar frá Kaffi Konditori hafi verið áhugaverðari en hreingerningssögurnar?!?!?!!?? Valgerði til mikillar ánægju hef ég þó fengið annað starf (hlutastarf) sem barþjónn á Apótekinu, þ.e.a.s. ef launin eru kúl. Aðrar fréttir eru þær að Árni Gunnar, litli frændi minn, komst inn í MR. Mér finnst það mjög skrýtin pæling. Litli frændi minn, sem er ásamt litlu systur sinni (Vöku) ástæða þess að mér dettur ekki í hug að reykja og reyni að nota hjálm þegar ég hjóla (til að vera góð fyrirmynd, ég veit ekki hvort ég sé fyrirmynd en just in case er best að vera góð), þessi litli frændi minn er að byrja í menntó. Ég mun hitta hann á böllum.....
Nú er þetta orðið heldur langt hjá mér en ég ef þagað nógu lengi til að afsaka það. Ég er líka orðin 19 ára og hélt í tilefni þess frábært partí heima hjá Steina, þ.e.a.s við héldum partí, ég í tilefni afmælis míns og Halli (bróðir Steina) hélt á sömu stundu partí í tilefni þess að hann flutti til Danmerkur s.l. mánudag. Hann er um þrítugt þ.a. fólk var af öllum aldri en blandaðist vel og skemmtilega. Drukkum, dönsuðum og borðuðum æðislegar kökur. Gott kvöld, gött kvöld. Ég, Steini og Halli höfðum þá búið saman í tvær vikur meðan fjölskylda þeirra var í Noregi. Það er yndislegt að búa með Steina, enda er hann æðislegur og fallegur gaur, þess vegna fóru foreldrar mínir síðan út á land, svo við getum haldið áfram að búa saman. Takk mamma.
Í dag notaði ég salmíak til að þrífa baðherbergi. Ég hefði getað svarið að þetta efni væri ólöglegt. Ef það er ekkki ólöglegt ætti það að vera ólöglegt, ég er viss um að á þessum 15 mínútum sem ég notaði þetta efni hafi ég eyðilagt fleiri heilasellur heldur en með öllu áfengi sem ég hef drukkið og mun koma til með að drekka um ævina. Mig minnir reyndar að salmíak hafi orðið ólöglegt fyrir 5 árum (ég hef ekki fylgst vel með slíkum hlutum og það má vel vera og er m.a.s. mjög líklegt að þetta sé kolrangt hjá mér) en ég held að þessi kona hafi ekki verið týpan sem verslar salmíak á svörtu. Frekar týpan sem keypti það áður en það varð ólöglegt og á það enn.
Ég skil ekki hvers vegna fólk heldur að sögurnar frá Kaffi Konditori hafi verið áhugaverðari en hreingerningssögurnar?!?!?!!?? Valgerði til mikillar ánægju hef ég þó fengið annað starf (hlutastarf) sem barþjónn á Apótekinu, þ.e.a.s. ef launin eru kúl. Aðrar fréttir eru þær að Árni Gunnar, litli frændi minn, komst inn í MR. Mér finnst það mjög skrýtin pæling. Litli frændi minn, sem er ásamt litlu systur sinni (Vöku) ástæða þess að mér dettur ekki í hug að reykja og reyni að nota hjálm þegar ég hjóla (til að vera góð fyrirmynd, ég veit ekki hvort ég sé fyrirmynd en just in case er best að vera góð), þessi litli frændi minn er að byrja í menntó. Ég mun hitta hann á böllum.....
Nú er þetta orðið heldur langt hjá mér en ég ef þagað nógu lengi til að afsaka það. Ég er líka orðin 19 ára og hélt í tilefni þess frábært partí heima hjá Steina, þ.e.a.s við héldum partí, ég í tilefni afmælis míns og Halli (bróðir Steina) hélt á sömu stundu partí í tilefni þess að hann flutti til Danmerkur s.l. mánudag. Hann er um þrítugt þ.a. fólk var af öllum aldri en blandaðist vel og skemmtilega. Drukkum, dönsuðum og borðuðum æðislegar kökur. Gott kvöld, gött kvöld. Ég, Steini og Halli höfðum þá búið saman í tvær vikur meðan fjölskylda þeirra var í Noregi. Það er yndislegt að búa með Steina, enda er hann æðislegur og fallegur gaur, þess vegna fóru foreldrar mínir síðan út á land, svo við getum haldið áfram að búa saman. Takk mamma.
Friday, May 26, 2006
Ég vann í Ungfrú Ísland í fyrradag. Ég var í vinnunni og tók síðan eftir því að það voru margar sætar stelpur uppi á sviði. Ég hugsaði með mér "þarna ætti ég að vera" og skellti mér upp á svið. Sem betur fer var ég með bikiníið með mér því ég er náttúrulega svo mikill heimsborgari að ég geng um með bikiní, penna og handklæði.
Allavega, kvöldið leið og ég vann! :)
Fyrir ykkur sem hafið aldrei áður lesið bloggið mitt og hafið ekki talað við mig síðasta mánuðinn þá var ég að koma heim úr Londonferð með 3 góðum vinum. Reyndar vil ég spyrja ykkur: Afhverju eruð þið að lesa bloggið mitt núna? Þið þekkið mig greinilega ekki neitt! Ferðin var fín, öðruvísi en aðrar Londonferðir, minna verslað og minna djammað en meira af túristadóti og djassi. John og Daisy komu og hittu okkur sem mér fannst mjög skemmtilegt, alltaf gaman að hitta gamla vini! Strákarnir blekktu engan þegar þeir töluðu ensku, það var mjög greinilegt að um Íslendinga er að ræða. Jói sagðist t.d. vera "with the wine" þegar hann vildi engan drykk með matnum og Sindri bað um "coke from a crane". Yndislegir! Gutti stóð sig reyndar vel.
Ég myndi segja ykkur frá herbergisfélögum okkar ef ég vissi almennilega hverjir það voru. Í hvert skipti sem við fórum út var kominn ný manneskja í herbergið. Það er mjög óþægilegt að opna hurð án þess að hafa nokkra hugmynd um við hverjum maður á að búast hinu megin. Sérstaklega fór ein malaísk stelpa í taugarnar á okkur því hún hvarf og kom alltaf aftur seinna.
Ég byrja að vinna á mánudaginn og þangað til verða útskriftarveislur hægri vinstri. Ég fór einmitt með Steina í útskriftarveislu hjá Hjalta, æskuvini hans, í dag. Ég gekk óvart á krakka. Gott first impression. Mjög gott.
Allavega, kvöldið leið og ég vann! :)
Fyrir ykkur sem hafið aldrei áður lesið bloggið mitt og hafið ekki talað við mig síðasta mánuðinn þá var ég að koma heim úr Londonferð með 3 góðum vinum. Reyndar vil ég spyrja ykkur: Afhverju eruð þið að lesa bloggið mitt núna? Þið þekkið mig greinilega ekki neitt! Ferðin var fín, öðruvísi en aðrar Londonferðir, minna verslað og minna djammað en meira af túristadóti og djassi. John og Daisy komu og hittu okkur sem mér fannst mjög skemmtilegt, alltaf gaman að hitta gamla vini! Strákarnir blekktu engan þegar þeir töluðu ensku, það var mjög greinilegt að um Íslendinga er að ræða. Jói sagðist t.d. vera "with the wine" þegar hann vildi engan drykk með matnum og Sindri bað um "coke from a crane". Yndislegir! Gutti stóð sig reyndar vel.
Ég myndi segja ykkur frá herbergisfélögum okkar ef ég vissi almennilega hverjir það voru. Í hvert skipti sem við fórum út var kominn ný manneskja í herbergið. Það er mjög óþægilegt að opna hurð án þess að hafa nokkra hugmynd um við hverjum maður á að búast hinu megin. Sérstaklega fór ein malaísk stelpa í taugarnar á okkur því hún hvarf og kom alltaf aftur seinna.
Ég byrja að vinna á mánudaginn og þangað til verða útskriftarveislur hægri vinstri. Ég fór einmitt með Steina í útskriftarveislu hjá Hjalta, æskuvini hans, í dag. Ég gekk óvart á krakka. Gott first impression. Mjög gott.
Tuesday, May 16, 2006
In the summertime when the feeling is right, you and me we´re going to touch the sky!
Ég er komin í sumarfrí!
Ég er komin í sumarfrí!
Ég er komin í sumarfrí!
Þvílík gleði, þvílíkt veður, þvílíkt sumar.... ég fagnaði komu sumarsins með því að hjálpa Láru aðeins í stærðfræði en hún og Begga eru báðar að fara í stúdentspróf í stærðfræði á morgun. Ég er aftur á móti að fara til London á morgun.
Svona er að velja MR. Maður verður bara lærandi meðan vinir manns eru í útlöndum.
Ég get svosem ekki sagt mikið þar sem ég hef verið einni helgi og tveimur dögum lengur en flestallir vinir mínir (þeir sem ösnuðust ekki til að fara í MR þ.e.a.s.), það eina sem hefur haldið mér gangandi er óendanleg fegurð Íslands (sem er einmitt mjög áhugaverð og falleg út um gluggann í miðjum prófum) og stuðningur vina og vandamanna. Sérstaklega var Jóhann Birkir góður við mig og sagði mér að ég held 14 sinnum að hann væri búinn í prófum, að hann gæti djammað, að hann gæti sofið en ég ætti ekki bara eitt heldur TVÖ próf eftir. Hann er góður vinur.
Ég bjóst ekki við betri framkomu frá Steina en hann kom til mín með sumarblóm og súkkulaði til að ég myndi muna að sumarið væri rétt handan við hornið og gæti haldið mér við lærdóminn. Þúsund æðislegurkærasti-stig fyrir það. :)
Nú er sumarið semsagt komið, klikkað ball í kvöld og London (baby) á morgun!!!!!
Ég er komin í sumarfrí!
Ég er komin í sumarfrí!
Þvílík gleði, þvílíkt veður, þvílíkt sumar.... ég fagnaði komu sumarsins með því að hjálpa Láru aðeins í stærðfræði en hún og Begga eru báðar að fara í stúdentspróf í stærðfræði á morgun. Ég er aftur á móti að fara til London á morgun.
Svona er að velja MR. Maður verður bara lærandi meðan vinir manns eru í útlöndum.
Ég get svosem ekki sagt mikið þar sem ég hef verið einni helgi og tveimur dögum lengur en flestallir vinir mínir (þeir sem ösnuðust ekki til að fara í MR þ.e.a.s.), það eina sem hefur haldið mér gangandi er óendanleg fegurð Íslands (sem er einmitt mjög áhugaverð og falleg út um gluggann í miðjum prófum) og stuðningur vina og vandamanna. Sérstaklega var Jóhann Birkir góður við mig og sagði mér að ég held 14 sinnum að hann væri búinn í prófum, að hann gæti djammað, að hann gæti sofið en ég ætti ekki bara eitt heldur TVÖ próf eftir. Hann er góður vinur.
Ég bjóst ekki við betri framkomu frá Steina en hann kom til mín með sumarblóm og súkkulaði til að ég myndi muna að sumarið væri rétt handan við hornið og gæti haldið mér við lærdóminn. Þúsund æðislegurkærasti-stig fyrir það. :)
Nú er sumarið semsagt komið, klikkað ball í kvöld og London (baby) á morgun!!!!!
Monday, May 08, 2006
JESS!!! VÚHÚ!!! LOKSINS LOKSINS!!!!!!!!!!
Saturday, May 06, 2006
Funkadelic
Þetta var æðislegt, svo ég haldi áfram á sömu braut og þegar ég hætti að skrifa síðast. Sunny kom og tók allan tímann minn, mikið rosalega er hann skemmtilegur. Hann er svo góður og það er ótrúlega þægilegt að vera nálægt honum, allir elskuðu hann að sjálfsögðu og hann skemmti sér mjög vel. Nú hlakka ég til að hitta hann aftur í sumar og er fegin að hann kom og hvað það var gaman að fá hann. Hann kallaði foreldra mína bara "mamma" og "pabbi" sem var mjög sætt enda er hann sætur gaur og ekki við öðru að búast. Síðan fóru foreldrar mínir í TBH ferð til Írlands og skemmtu sér konunglega, ég naut þess í botn að vera ein heima en gleymdi aðeins próflestrinum. Nú finn ég fyrir því þar sem prófin eru byjuð og þau eru mörg. Mottó mánaðarins er "þetta reddast". Foreldrar mínir eru komnir heim núna og gáfu mér fullt af vörum merktum Guinnes. Mér finnst gaman að fara merkt bjórtegund í próf.
Ég hitti frændsystkini mín á Sólvallagötunni um daginn, það var mjög gaman, þau eru sæt og skemmtileg. Þetta er náttúrulega ættgengt *dustar af jakkanum*.
Bráðum kemur sumarið og það verður Sumarball MH. Ég býst við að fara á það en fer allavega til London næsta dag með Jóa, Gutta og Sindra. Höddi beilaði og verður því nefndur Beiler héðan í frá.
Nú fer ég að drekka kaffi með foreldrum mínum og fíla mig sem fullorðinn einstakling.
Fyrst ætla ég samt að benda ykkur á bls. 40 í Sjónvarpsdagskrá þessa mánaðar þar sem það eru gáfuleg ráð fyrir ástmær. "Aldrei segja honum..."
*... að þú hafir verið skotin í vini hans áður en þið byrjuðuð saman.
Ég er svo fegin að lesa þetta því annars myndi ég pottþétt missa svona upplýsingar útúr mér næst þegar ég hitti kærastann minn. Ég myndi líka deita vin gaurs sem ég væri hrifin af, það meikar sense. (ATH. Sumt sem ég skrifa er meint í kaldhæðni).
Ég hitti frændsystkini mín á Sólvallagötunni um daginn, það var mjög gaman, þau eru sæt og skemmtileg. Þetta er náttúrulega ættgengt *dustar af jakkanum*.
Bráðum kemur sumarið og það verður Sumarball MH. Ég býst við að fara á það en fer allavega til London næsta dag með Jóa, Gutta og Sindra. Höddi beilaði og verður því nefndur Beiler héðan í frá.
Nú fer ég að drekka kaffi með foreldrum mínum og fíla mig sem fullorðinn einstakling.
Fyrst ætla ég samt að benda ykkur á bls. 40 í Sjónvarpsdagskrá þessa mánaðar þar sem það eru gáfuleg ráð fyrir ástmær. "Aldrei segja honum..."
*... að þú hafir verið skotin í vini hans áður en þið byrjuðuð saman.
Ég er svo fegin að lesa þetta því annars myndi ég pottþétt missa svona upplýsingar útúr mér næst þegar ég hitti kærastann minn. Ég myndi líka deita vin gaurs sem ég væri hrifin af, það meikar sense. (ATH. Sumt sem ég skrifa er meint í kaldhæðni).
Sunday, April 02, 2006
Dazzling
Nú er gaman að vera til.
Þó að MH hafi tapað í Gettu Betur OG Morfís þá er samt skemmtilegt í MH.
Skemmtilegt fólk gerir sér glaðan dag, leikritið slær í gegn og hin æsispennandi Innanskólaspurningakeppni Besservisserinn virðist ganga ágætlega. Í næstu viku verður kosningavika og Gutti býður sig fram sem gjaldkera - enda hefur Guttormur verið lengi þekktur fyrir að fara vel með peninga, vera góður í stærðfræði og tölvumaður með meiru. Þetta verður áhugavert.
Helgin hefur verið æðisleg. Eftir Morfís meina ég. Afmælispartíið hans Jonna followed by Shooters (fyrir Hödda, snillinginn hann Hödda) followed by Dabbi´s place. Gaman að sletta enskukunnáttunni. Þetta var semsagt ágætasta föstudagsdjamm og á laugardaginn vann ég og horfði síðan á Almost Famous sem er nýja uppáhaldsmyndin mín. Það var nákvæmlega ekki neitt að gera í vinnunni þannig að Alexander og Sigurþór héldu uppi góðu fjöri og fóru á kostum. Skemmtilegir strákar.
Í gær fór ég líka í fermingarveislu hjá ungri stúlku sem ég kalla Heidi Hó og er ekki lengur neitt rosalega ung. Það var yndislegt að hitta Önnu Rós, Harald, Ingibjörgu Huld, Berg, Maríu Kristínu o.s.frv. aftur - flashback frá æskuárunum í Englandi. Í dag fór ég í 10 ára afmæli Kristínar Helgu, systur Olgu Helenu. Þar voru Amma Helga, Steinunn, Kiddi, Helga o.fl. samankomin - skáfrændfólk mitt. Afmælisbarnið þekkti mig í sjón en mundi ekki nafnið. Hún er samt sæt og hefur ekkert breyst. Verð að fara að hitta systur hennar.
Sunny vinur minn frá Hong Kong sem er skiptinemi í Danmörku kemur til Íslands 10. apríl og verður hjá okkur í 6 daga! Ég hlakka rosalega mikið til og þetta verður æðislegt. Ég hlakka svo til!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þó að MH hafi tapað í Gettu Betur OG Morfís þá er samt skemmtilegt í MH.
Skemmtilegt fólk gerir sér glaðan dag, leikritið slær í gegn og hin æsispennandi Innanskólaspurningakeppni Besservisserinn virðist ganga ágætlega. Í næstu viku verður kosningavika og Gutti býður sig fram sem gjaldkera - enda hefur Guttormur verið lengi þekktur fyrir að fara vel með peninga, vera góður í stærðfræði og tölvumaður með meiru. Þetta verður áhugavert.
Helgin hefur verið æðisleg. Eftir Morfís meina ég. Afmælispartíið hans Jonna followed by Shooters (fyrir Hödda, snillinginn hann Hödda) followed by Dabbi´s place. Gaman að sletta enskukunnáttunni. Þetta var semsagt ágætasta föstudagsdjamm og á laugardaginn vann ég og horfði síðan á Almost Famous sem er nýja uppáhaldsmyndin mín. Það var nákvæmlega ekki neitt að gera í vinnunni þannig að Alexander og Sigurþór héldu uppi góðu fjöri og fóru á kostum. Skemmtilegir strákar.
Í gær fór ég líka í fermingarveislu hjá ungri stúlku sem ég kalla Heidi Hó og er ekki lengur neitt rosalega ung. Það var yndislegt að hitta Önnu Rós, Harald, Ingibjörgu Huld, Berg, Maríu Kristínu o.s.frv. aftur - flashback frá æskuárunum í Englandi. Í dag fór ég í 10 ára afmæli Kristínar Helgu, systur Olgu Helenu. Þar voru Amma Helga, Steinunn, Kiddi, Helga o.fl. samankomin - skáfrændfólk mitt. Afmælisbarnið þekkti mig í sjón en mundi ekki nafnið. Hún er samt sæt og hefur ekkert breyst. Verð að fara að hitta systur hennar.
Sunny vinur minn frá Hong Kong sem er skiptinemi í Danmörku kemur til Íslands 10. apríl og verður hjá okkur í 6 daga! Ég hlakka rosalega mikið til og þetta verður æðislegt. Ég hlakka svo til!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Wednesday, March 08, 2006
Hætt í ruglinu.
Óvænta uppákoma dagsins var yfirlýsing frönskukennarans (= Sigríður Anna) að ég væri góð í frönsku, með þeim bestu í hópnum. Ég hef alltaf lifað í þeirri trú að ég væri ömurleg í frönsku, nokkuð sem móðir mín hefur endurtekið nógu oft til að heilaþvo fíl og allir stílar sem ég hef reynt að skrifa sannað. Nú kalla ég mig frönskuséní (með frönskum hreim). Annað sem hefur drifið á daga mína er ekki svona merkilegt þar sem ekkert getur verið jafnmerkilegt og frönskukunnátta eða vankunnátta mín. Mótmæli gegn styttingu náms til stúdentsprófs voru frekar léleg en þó skemmtilegt touch að spila Another Brick In The Wall með Pink Floyd fyrir framan hóp af ungmennum sem mótmæltu fyrir utan Alþingishúsið. Eftir skóla var opin gettubeturæfing og mæting var vonum framar. Pizzur og fínerí. Fínt fólk og ágætisæfing. MH KEPPIR Í GETTU BETUR 16 MARS. Á FIMMTUDAGINN EFTIR VIKU. ALLIR AÐ MÆTA. Gutti (sem er einmitt í gettubeturliði skólans) á afmæli á laugardaginn, hann heldur upp á það á föstudaginn og tekur þetta aðeins of alvarlega fyrir minn smekk. Hann sagði t.d. við mig "Kamma, hættu að segja öllum að mæta í afmælið mitt í leðri... eða þér verður ekki boðið!".
Saturday, March 04, 2006
BALL ÁRSINS
Flash útvarpsstöðin hélt að eigin sögn Ball Ársins í gær. Ég vona svo innilega að þetta hafi ekki verið ball ársins því þetta var leiðinlegt ball. Ég hitti þó strák, Tómas að nafni, sem kom í veg fyrir að ég muni leita til sálfræðings vegna lélegrar sjálfsmyndar. Ég rakst oft á hann og alltaf hrópaði hann "Sæt!!!". Hann hélt að þetta væri nafnið mitt og vildi endilega halda samræðum okkar áfram "þú ert svo geðveikt sæt" - "ég er að vinna", "hvað heitir þú?" - "Kamma" - "Í alvöru? Mér finnst þú ekkert smá sæt" - "þú ert nú frekar fullur" - "Nei, ég er ekkert fullur Sæta, fæ ég koss?", síðan þegar ég sagði honum að ég myndi nú ekkert hringja í hann þegar ég væri búin að vinna því það væri ekki fyrr en klukkan 5 eða 6 þá vorkenndi hann mér rosalega, knúsaði mig og sagði mér að þrauka. Fyndinn gaur. Nóg af þeim þarna......... hitti Malla, Alexander og Dodda oftar en einu sinni en þeir voru sömu skoðunar og ég og yfirgáfu ball ársins til að fara í pool. Good call. Að lokum vil ég benda fólki á að Barbie er víst byggð á raunverulegu fólki en ég sá einmitt fullt af slíkum stúlkum í gær! Í kvöld verður matarboð, hlakka til!
Tuesday, February 28, 2006
Uppskriftin hennar ömmu
Ég saknaði bolludags mikið þegar ég var í Hong Kong en gleymdi sprengidag.
Bolludagur var ekkert sérstakur en sprengidagur.... við mamma ætluðum að fylgja uppskrift ömmu að saltkjöti og baunum (túkall). Mamma var byrjuð þegar ég kom til að hjálpa henni, hún bað mig um að setja beikonið út í og ég skellti því náttúrulega í baunirnar. Næst fór rósmarínið á pönnuna og mamma undraðist á hljóðinu. Þarna stóðum við, tvær saman að elda.... suðum beikon og steiktum rósmarín. Með þessu gáfumst við upp á að fylgja uppskriftum. Mamma var ansi lengi að elda restina (ég gafst upp) því það tekur langan tíma að gera gin og tónik!
Síðasti dagur febrúarmánaðar er í dag! Ég held að mars verði æðislegur!!!!
Bolludagur var ekkert sérstakur en sprengidagur.... við mamma ætluðum að fylgja uppskrift ömmu að saltkjöti og baunum (túkall). Mamma var byrjuð þegar ég kom til að hjálpa henni, hún bað mig um að setja beikonið út í og ég skellti því náttúrulega í baunirnar. Næst fór rósmarínið á pönnuna og mamma undraðist á hljóðinu. Þarna stóðum við, tvær saman að elda.... suðum beikon og steiktum rósmarín. Með þessu gáfumst við upp á að fylgja uppskriftum. Mamma var ansi lengi að elda restina (ég gafst upp) því það tekur langan tíma að gera gin og tónik!
Síðasti dagur febrúarmánaðar er í dag! Ég held að mars verði æðislegur!!!!
Monday, February 27, 2006
Spurningar
Hvers vegna gleymum við ekki símanúmeri fyrsta kærasta okkar?
Hvers vegna er svona þægilegt að gera nákvæmlega ekki neitt í návist vina?
Hvers vegna lærum við í fjöldamörg ár en vitum þó ekki neitt sem skiptir máli?
(Þetta á ekki að vera ljóð, þetta eru pælingar).
Hvers vegna er svona þægilegt að gera nákvæmlega ekki neitt í návist vina?
Hvers vegna lærum við í fjöldamörg ár en vitum þó ekki neitt sem skiptir máli?
(Þetta á ekki að vera ljóð, þetta eru pælingar).
Sunday, February 26, 2006
Árshátíðin
Vaka er einmitt sú sem steinunn og JTH Squeeze giskuðu á, til hamingju með að fatta það krakkar! Þið fáið samt engin verðlaun. Annað ykkar svindlaði.
Auðvitað man ég eftir árshátíðinni,hver sem spurði svo asnalega skal skammast sín ásamt manninum sem svindlaði. Fyrirpartíið var mjög skemmtilegt hjá Malla og við Jói vorum með einstaklega góða drykki, eða slatta af kokkteilum og heimatilbúið staup. Mjög gott.
Síðan kíktum við öll á ballið og á leiðinni móðgaði Jóhann mig mjög mikið.
Nína kærasta Malla: Afhverju byrjið þið Kamma ekki bara saman?
Jói: Jaa, kannski, ef hún væri svona.... 10 kílóum léttari!"
Ballið sjálft var ágætt og röltið langleiðina heim var skemmtilegt. Síðan vann ég í gær og í fyrradag þ.a. í dag er ég þreytt, þreytt, þreytt.
Auðvitað man ég eftir árshátíðinni,hver sem spurði svo asnalega skal skammast sín ásamt manninum sem svindlaði. Fyrirpartíið var mjög skemmtilegt hjá Malla og við Jói vorum með einstaklega góða drykki, eða slatta af kokkteilum og heimatilbúið staup. Mjög gott.
Síðan kíktum við öll á ballið og á leiðinni móðgaði Jóhann mig mjög mikið.
Nína kærasta Malla: Afhverju byrjið þið Kamma ekki bara saman?
Jói: Jaa, kannski, ef hún væri svona.... 10 kílóum léttari!"
Ballið sjálft var ágætt og röltið langleiðina heim var skemmtilegt. Síðan vann ég í gær og í fyrradag þ.a. í dag er ég þreytt, þreytt, þreytt.
Tuesday, February 21, 2006
Sæta frænka mín
Framundan eru lagningadagar, looking good!
Ég fór veik heim úr skólanum áðan, wasn´t looking good!
Nú líður mér betur en í millitíðinni vafraði ég smá og skoðaði blogg sætu frænku minnar, Vöku. Hún er svo sæt. Þið sem eruð ekki skyld mér en lesið samt bloggið mitt megið endilega reyna að giska hver þessara stúlkna er Vaka.....
Ég fór veik heim úr skólanum áðan, wasn´t looking good!
Nú líður mér betur en í millitíðinni vafraði ég smá og skoðaði blogg sætu frænku minnar, Vöku. Hún er svo sæt. Þið sem eruð ekki skyld mér en lesið samt bloggið mitt megið endilega reyna að giska hver þessara stúlkna er Vaka.....
Oh a vicar in a tutu is so strange, but he jsut chose to live his life this way!
Síðasta fimmtudag var árshátið Menntaskólans í Reykjavík. Ég spáði fyrir
sjálfri mér og móðir mín spáði fyrir mér og báðar vorum við sammála um að ég
yrði ástfangin. Svo var ekki. Ég tel Jóhann Þorvald helstu ástæðu þess en ég
tók hann með mér og Guði sé lof. Hann var án efa skemmtilegasta manneskjan á
svæðinu. Ég náði voða lítið að tala við Bergþóru og þar sem Lára er orðin
dökkhærð átti ég í mestu vandræðum með að þekkja hana og náði einungis einu
sinni að finna hana allt kvöldið. Jói hringdi í Hödda og bauð honum í partí
í blokkinni Álftamýri 17. Álftamýri 17 er ekki til og Höddi "found that out
the hard way". Þ.e.a.s. hann gekk um í leit að blokkinni, lánaði dópsala
símann sinn, settist upp í bíl með dópsalanum, fór í smá rúnt og þegar honum
var skilað hringdi hann í Jóa og komst að því að partíið var í raun ekki í
hverfinu okkar.
Föstudagurinn var skemmtilegri en fimmtudagurinn en þá fór ég ásamt
foreldrum mínum stórskemmtilegu, Valgerði og Grími og Nönnu og Antoni út að
borða fínan mat með góðu víni og hugsaði: Ég vona að vinir mínir verða svona
skemmtilegir í framtíðinni. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri afar
líklegt og var því í besta skapi þegar Gulli kom og sótti mig. Við fórum á
Kaffi París og drukkum swiss mocha, síðan kíktum við á Dubliner vegna þess
að Gulla LANGAÐI að kynna sig fyrir vinum foreldra minna (komumst inn því ég
sagði við dyravörðinn að ég væri að leita að foreldrum mínum, held hann hafi
vorkennt mér). Síðan kíktum við á Puccini og að lokum heim að taka smá
nostalgíkuast í Crash Team Racing en þegar Gulli varð tapsár horfðum við
frekar á High Fidelity en ég sofnaði og stuttu síða hringdi björgunarsveitin
í Gunnlaug vegna einhvers útkalls.
Á laugardaginn vann ég, talaði við Natalie og komst að því að Tómas er
fluttur til Ekvador með konunni sinni en henni fannst víst leiðinlegt á
Íslandi. Nú skil ég hvers vegna ég hef ekkert heyrt í honum, skilst að hann
sé hamingjusamur þarna og vona að hann verði það áfram.
Á sunnudaginn kom Begga til að læra, spjalla og borða, yndislegur dagur sem
lauk með því að við Gunni kíktum á Mokka en Begga stakk okkur af til að
hitta einhvern strák...
sjálfri mér og móðir mín spáði fyrir mér og báðar vorum við sammála um að ég
yrði ástfangin. Svo var ekki. Ég tel Jóhann Þorvald helstu ástæðu þess en ég
tók hann með mér og Guði sé lof. Hann var án efa skemmtilegasta manneskjan á
svæðinu. Ég náði voða lítið að tala við Bergþóru og þar sem Lára er orðin
dökkhærð átti ég í mestu vandræðum með að þekkja hana og náði einungis einu
sinni að finna hana allt kvöldið. Jói hringdi í Hödda og bauð honum í partí
í blokkinni Álftamýri 17. Álftamýri 17 er ekki til og Höddi "found that out
the hard way". Þ.e.a.s. hann gekk um í leit að blokkinni, lánaði dópsala
símann sinn, settist upp í bíl með dópsalanum, fór í smá rúnt og þegar honum
var skilað hringdi hann í Jóa og komst að því að partíið var í raun ekki í
hverfinu okkar.
Föstudagurinn var skemmtilegri en fimmtudagurinn en þá fór ég ásamt
foreldrum mínum stórskemmtilegu, Valgerði og Grími og Nönnu og Antoni út að
borða fínan mat með góðu víni og hugsaði: Ég vona að vinir mínir verða svona
skemmtilegir í framtíðinni. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri afar
líklegt og var því í besta skapi þegar Gulli kom og sótti mig. Við fórum á
Kaffi París og drukkum swiss mocha, síðan kíktum við á Dubliner vegna þess
að Gulla LANGAÐI að kynna sig fyrir vinum foreldra minna (komumst inn því ég
sagði við dyravörðinn að ég væri að leita að foreldrum mínum, held hann hafi
vorkennt mér). Síðan kíktum við á Puccini og að lokum heim að taka smá
nostalgíkuast í Crash Team Racing en þegar Gulli varð tapsár horfðum við
frekar á High Fidelity en ég sofnaði og stuttu síða hringdi björgunarsveitin
í Gunnlaug vegna einhvers útkalls.
Á laugardaginn vann ég, talaði við Natalie og komst að því að Tómas er
fluttur til Ekvador með konunni sinni en henni fannst víst leiðinlegt á
Íslandi. Nú skil ég hvers vegna ég hef ekkert heyrt í honum, skilst að hann
sé hamingjusamur þarna og vona að hann verði það áfram.
Á sunnudaginn kom Begga til að læra, spjalla og borða, yndislegur dagur sem
lauk með því að við Gunni kíktum á Mokka en Begga stakk okkur af til að
hitta einhvern strák...
Sunday, February 12, 2006
Alltaf gaman að fá koss í vinnunni
Já, ein kona var svo ánægð með aðstoð mína á barnum að hún vippaði sér til mín og kyssti mig á kinnina. Seinna hrósaði fólk mér fyrir varalitinn og ég hélt þau meintu nú bara glossinn minn og brosti vandræðalega og sagði "takk", frekar hissa. Loks kom kona til mín og sagði mér að ég væri með varalit á kinninni, greinilega eftir koss. Þá skildi ég allt. Nú skil ég allt, er eitthvað sem þið skiljið ekki? Hringið í mig. Begga! Mól, ertu ekki að grínast? Hringdu bara í mig, ég skal útskýra þetta fyrir þér. Mamma! "Þéttur melur á kantinum" - kíktu bara í orðabók. Já, það er margt sem þið skiljið ekki en ég skil allt.
Þetta var ágætis árshátíð hjá Flugfélagsgrúppunni þó mér finnist mun þægilegra að vinna á Broadway heldur en í nýju Laugardalshöllinni. Smakkaði kengúrukjöt, ég er ekki sérstaklega hrifin af því en mér finnst gaman að smakka svona lagað. Lára byrjaði að vinna á Broadway í kvöld og stóð sig með stökustu prýði. Lára Lára, minnir mig á að árshátíð MR verður í vikunni! Dásamlegt, ég hef svo góðar spár og háar væntingar... þetta hlýtur að verða dásamlegt kvöld.
Föstudagurinn var yndislegur, einmitt rétta orðið. Begga kom í heimsókn og við horfðum á 2 Pride&Prejudice BBC þætti á DVD, slökuðum á, borðuðum nammi og drukkum appelsín. Síðan fór ég í matarboð til Gunnars Baldvins, hitti viðkunnalegu kærustu hans Elínu, sæta nágranna hans, Arnór og fyndna skiptinemann frá Argentínu, Erlend. Margréttað og mikið vín smakkað. Meira talað og á mörgum tungumálum. Alveg hreint yndislegt kvöld.
Í gær tók ég þátt í prófkjöri í fyrsta sinn, ásamt móður minni, föður mínum og ömmu minni elskulegu. Þetta var ágætt, mömmu finnst þetta mjög merkilegt og stór áfangi! Síðan skruppum við fjölskyldan á Laugarveginn, keyptum okkur geisladiska og töluðum saman. Svona "for a change". Keyptum fullt af skyri, ávöxtum og öðru hollu til að borða. Skemmtileg tilbreyting frá junkfoodinu sem er aldrei í boði hérna heima. Ég fékk líka eitt sérstakasta símtal ævi minnar en nú verð ég að fara að skrifa útdrátt úr Ríki Nátturunnar….
Þetta var ágætis árshátíð hjá Flugfélagsgrúppunni þó mér finnist mun þægilegra að vinna á Broadway heldur en í nýju Laugardalshöllinni. Smakkaði kengúrukjöt, ég er ekki sérstaklega hrifin af því en mér finnst gaman að smakka svona lagað. Lára byrjaði að vinna á Broadway í kvöld og stóð sig með stökustu prýði. Lára Lára, minnir mig á að árshátíð MR verður í vikunni! Dásamlegt, ég hef svo góðar spár og háar væntingar... þetta hlýtur að verða dásamlegt kvöld.
Föstudagurinn var yndislegur, einmitt rétta orðið. Begga kom í heimsókn og við horfðum á 2 Pride&Prejudice BBC þætti á DVD, slökuðum á, borðuðum nammi og drukkum appelsín. Síðan fór ég í matarboð til Gunnars Baldvins, hitti viðkunnalegu kærustu hans Elínu, sæta nágranna hans, Arnór og fyndna skiptinemann frá Argentínu, Erlend. Margréttað og mikið vín smakkað. Meira talað og á mörgum tungumálum. Alveg hreint yndislegt kvöld.
Í gær tók ég þátt í prófkjöri í fyrsta sinn, ásamt móður minni, föður mínum og ömmu minni elskulegu. Þetta var ágætt, mömmu finnst þetta mjög merkilegt og stór áfangi! Síðan skruppum við fjölskyldan á Laugarveginn, keyptum okkur geisladiska og töluðum saman. Svona "for a change". Keyptum fullt af skyri, ávöxtum og öðru hollu til að borða. Skemmtileg tilbreyting frá junkfoodinu sem er aldrei í boði hérna heima. Ég fékk líka eitt sérstakasta símtal ævi minnar en nú verð ég að fara að skrifa útdrátt úr Ríki Nátturunnar….
Wednesday, February 08, 2006
Lengsta atvinnuviðtal sem sögur fara af...
Ég hef allavega ekki lesið um lengra atvinnuviðtal. Ykkur er frjálst að leiðrétta mig.
Fjórar klukkustundir. Fjórar klukkustundir. Ég beið eftir JóaB í fjórar klukkustundir í Hlíðarsmára þar sem hann sótti um vinnu. Aldrei ætla ég aftur með vini mínum í atvinnuviðtal. Þó þetta hafi ekki verið alslæmt. Kjörið tækifæri til að lesa sögu en ég er einmitt að fara í sögupróf. Ég smakkaði mjög gott te, London Fruit and Herbal te. Mæli sérstaklega með ferskjuteinu þó að hindberjate minni mig á Eddu og jarðaberja/vanillute á England. Te er áhugavert. Ég var alin upp í Englandi. Ég drakk þó líka einn og hálfan kaffibolla og magic. Þannig að mér leiddist ekkert.
Í fjóra klukkutíma.
Var reyndar í 20 mínútur í bíl manns sem hafði orðið rafmagnslaus og maðurinn þurfti að hafa hann í gangi. Hann bað mig um að sitja í bílnum og bíða eftir vini mínum ef ég gæti svo enginn myndi stela bílnum. Hann bað mig líka um að stela ekki bílnum. Ég sagði honum að ég hefði sérstaka unun af því að stela bílum og væri þarna að bíða eftir svona tækifæri. Þá bað hann mig um nafnið mitt.
Ég stal ekki bílnum, ég stal magicinu sem ég drakk. Það var miði þar sem starfsmenn krossuðu við hvað þeir drukku úr ísskápnum, mér datt í hug að bæta nafninu mínu á listann og rugla aðeins í þeim. Hætti samt við það. Ef ég sæki um vinnu hjá Hive vil ég ekki að þau muni eftir einhverju svona.
Síðustu daga hef ég spáð með móður minni, frekar mikið. Frekar skemmtilegt. Ég hlakka mikið til helgarinnar en Gunnar Baldvin bauð mér í matarboð. Við verðum 4 saman, Gunnar, Elín (kærastan hans), Arnór og ég. Við höfum öll verið skiptinemar þ.a. ég býst ekki við vandræðalegum þögnum. Hann býður líka uppá rauðvín. Annars má vel vera að við högum okkur eftir því sem stendur í Hávamálum og bæði tölum og drekkum í hófi. Mér finnst það samt ólíklegt.
Fjórar klukkustundir. Fjórar klukkustundir. Ég beið eftir JóaB í fjórar klukkustundir í Hlíðarsmára þar sem hann sótti um vinnu. Aldrei ætla ég aftur með vini mínum í atvinnuviðtal. Þó þetta hafi ekki verið alslæmt. Kjörið tækifæri til að lesa sögu en ég er einmitt að fara í sögupróf. Ég smakkaði mjög gott te, London Fruit and Herbal te. Mæli sérstaklega með ferskjuteinu þó að hindberjate minni mig á Eddu og jarðaberja/vanillute á England. Te er áhugavert. Ég var alin upp í Englandi. Ég drakk þó líka einn og hálfan kaffibolla og magic. Þannig að mér leiddist ekkert.
Í fjóra klukkutíma.
Var reyndar í 20 mínútur í bíl manns sem hafði orðið rafmagnslaus og maðurinn þurfti að hafa hann í gangi. Hann bað mig um að sitja í bílnum og bíða eftir vini mínum ef ég gæti svo enginn myndi stela bílnum. Hann bað mig líka um að stela ekki bílnum. Ég sagði honum að ég hefði sérstaka unun af því að stela bílum og væri þarna að bíða eftir svona tækifæri. Þá bað hann mig um nafnið mitt.
Ég stal ekki bílnum, ég stal magicinu sem ég drakk. Það var miði þar sem starfsmenn krossuðu við hvað þeir drukku úr ísskápnum, mér datt í hug að bæta nafninu mínu á listann og rugla aðeins í þeim. Hætti samt við það. Ef ég sæki um vinnu hjá Hive vil ég ekki að þau muni eftir einhverju svona.
Síðustu daga hef ég spáð með móður minni, frekar mikið. Frekar skemmtilegt. Ég hlakka mikið til helgarinnar en Gunnar Baldvin bauð mér í matarboð. Við verðum 4 saman, Gunnar, Elín (kærastan hans), Arnór og ég. Við höfum öll verið skiptinemar þ.a. ég býst ekki við vandræðalegum þögnum. Hann býður líka uppá rauðvín. Annars má vel vera að við högum okkur eftir því sem stendur í Hávamálum og bæði tölum og drekkum í hófi. Mér finnst það samt ólíklegt.
Saturday, February 04, 2006
So the story goes....
Í dag á JóiB afmæli! Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag! Hann á afmæli hann Jói! Hann á afmæli í dag! Ég vona að þið hafið öll tekið undir með mér og sungið lagið um leið og þið lásuð. Vikan hefur verið frekar leiðinleg, veik, veik, drukknaði í göngu og var veik... helgin varð strax skárri með kuklklúbbi móður minnar og kokkteilum föður míns. Í kvöld kíki ég til Jóa sem á afmæli (eins og hefur áður komið fram). Dominic vinur minn flutti til Hong Kong á fimmtudaginn og þó hann hafi áður búið í Þýskalandi (=líka útlönd) sakna ég hans samt. Vonandi kemst ég út í heimsókn sem allra fyrst. Þó það sé svosem ágætt á Íslandi. Fyrir utan veðrið og veikindi.
Wednesday, February 01, 2006
Saturday, January 28, 2006
Helgin
Í gær var ég á barnum í þorrablóti og þar sem ég var megnið af kvöldinu ein lærði ég að gera heilan helling af kokkteilum og redda mér.Skemmtilegt kvöld. Misskemmtilegt fólk samt. Ein kona sem sat á borði nálægt barnum sagði sömu 2 setningarnar 3 sinnum í röð. “Þegar ég fer út að skemmta mér, er ég innan við 5 mínútur að mála mig. Ég er ekki að grínast”. Mig langaði að bæta við “þú ert heldur ekki áhugaverð”. Síðan var einstaklega drukkin Sandra Bí að skipa mér að kjósa sig sem forseta. Í augnablikinu vinnur hún í bakaríi, ég veit ekkert meira um hana en munið þetta í næstu forsetakosningum: Kjósið Söndru Bí!
Í fyrradag fór ég á tónleika með Beggu og síðan heim til hennar að slaka á, þangað sóttu Lára og JóiB mig og við rúntuðum og skruppum svo heim til mín að slaka á. Gaman að vera afslappaður einstaklingur.
Í dag ætla ég að læra einstaklega mikið, skreppa í bíó með Gulla og kannski kíkja á kaffihús með Láru sætu, eða jafnvel horfa á Pride and Prejudice með Beggu og Láru. Við sjáum til, við sjáum til!
Í fyrradag fór ég á tónleika með Beggu og síðan heim til hennar að slaka á, þangað sóttu Lára og JóiB mig og við rúntuðum og skruppum svo heim til mín að slaka á. Gaman að vera afslappaður einstaklingur.
Í dag ætla ég að læra einstaklega mikið, skreppa í bíó með Gulla og kannski kíkja á kaffihús með Láru sætu, eða jafnvel horfa á Pride and Prejudice með Beggu og Láru. Við sjáum til, við sjáum til!
Thursday, January 26, 2006
Skyndibitamenningin
Skemmtilegt umræðuefni, alveg jafn mikil skemmtun og klámvæðing Íslendinga.
Í dag komst ég að því að ég er blönk, þar sem ég fæ ekki útborgað fyrr en um mánaðamót (eins og gengur og gerist) verð ég að hætta að kaupa mér hádegisverð á hverjum degi eins og ég hef gert síðustu 3 daga. Ég legg ekki í vana minn að fara í Kringluna enn ég hef af einhverjum ástæðum borðað á McDonalds, Subway og Dominos - ein skyndibitamáltíð á dag síðustu 3 daga. Allt er þegar þrennt er, nú er ég hætt. Nú á ég engan pening.
Gutti bendir á skilaboðin sem fólk sendir krökkunum sínum með ýmsum setningum og gjörðum í tíma og ótíma og ég er fegin að minn vinahópur er barnslaus. Flestir m.a.s. á lausu, þó ótrúlegt megi virðast. Er kominn tími til að ég setji upp horn piparsveina og piparjónka? Auglýsi vini mína á blogginu mínu fyrir þá sem hafa áhuga. Kannski ég leyfi þeim að elska hvorn annan og redda sér, kannski ekki.
Annars eru slagorð eða auglýsingaherferðir skyndibitastaða mjög skemmtilegar, McDonalds, I´m loving it.... too bad soon I´ll have a heartattack so I can´t love very much longer. Subway - buy really big pants and even you´ll look thin, fatty!, Dominos... ég hef ekkert út á Dominos að setja en mér finnst Papinos (wannabe Dominos "hækkaðu þig um einn") lágkúruleg hugmynd.
Á morgun hefði Mozart orðið 250 ára ef hann sjálfur hefði verið ódauðlegur en ekki eingöngu verkin hans, Begga segir að eitthvað sniðugt sé um að vera á Kjarvalsstöðum í tilefni afmælisins, Frímúrarakór ð syngja never-before-heard lög eftir hann og læti.....
Í dag komst ég að því að ég er blönk, þar sem ég fæ ekki útborgað fyrr en um mánaðamót (eins og gengur og gerist) verð ég að hætta að kaupa mér hádegisverð á hverjum degi eins og ég hef gert síðustu 3 daga. Ég legg ekki í vana minn að fara í Kringluna enn ég hef af einhverjum ástæðum borðað á McDonalds, Subway og Dominos - ein skyndibitamáltíð á dag síðustu 3 daga. Allt er þegar þrennt er, nú er ég hætt. Nú á ég engan pening.
Gutti bendir á skilaboðin sem fólk sendir krökkunum sínum með ýmsum setningum og gjörðum í tíma og ótíma og ég er fegin að minn vinahópur er barnslaus. Flestir m.a.s. á lausu, þó ótrúlegt megi virðast. Er kominn tími til að ég setji upp horn piparsveina og piparjónka? Auglýsi vini mína á blogginu mínu fyrir þá sem hafa áhuga. Kannski ég leyfi þeim að elska hvorn annan og redda sér, kannski ekki.
Annars eru slagorð eða auglýsingaherferðir skyndibitastaða mjög skemmtilegar, McDonalds, I´m loving it.... too bad soon I´ll have a heartattack so I can´t love very much longer. Subway - buy really big pants and even you´ll look thin, fatty!, Dominos... ég hef ekkert út á Dominos að setja en mér finnst Papinos (wannabe Dominos "hækkaðu þig um einn") lágkúruleg hugmynd.
Á morgun hefði Mozart orðið 250 ára ef hann sjálfur hefði verið ódauðlegur en ekki eingöngu verkin hans, Begga segir að eitthvað sniðugt sé um að vera á Kjarvalsstöðum í tilefni afmælisins, Frímúrarakór ð syngja never-before-heard lög eftir hann og læti.....
Monday, January 23, 2006
Gettu Betur Keppni Dagsins
Enn og aftur stóðu krakkarnir sig vel og nú munu þeir fara í sjónvarpið! Liðið okkar var ekki bara gáfaðara eða betur undirbúið en Kvennó liðið heldur mun fallegra. Það þótti mér skemmtilegt að sjá, mér finnst líka ótrúlega gaman að horfa á Gutta keppa í þessu, svo öruggur, flinkur og góður! Kann þetta og stendur sig vel.
Veröld nokkurra vina minna snýst um að fatta hver hinn umtalaði Shane er. Hver haldið þið að Shane sé? Ekki einhver úr kúrekamynd frá árinu 1945, vona ég. Annars veti maður aldrei. Hvað veit fólk?
Kíkti í ræktina með Láru áðan og hittum þar JóaB og bróður hans, bróðir hans hló að okkur sem er svosem skiljanlegt. Við flúðum upp, á morgun mun Begga syngja aftur í söngskólanum sínum.
Helgin var dásamleg, chillaði á föstudaginn með vinum og ís og allskonar sósum. Síðan vann ég á laugardaginn á læknaárshátíðinni, þar þekkti ég nokkra gesti sem brostu, knúsuðu mig og dönsuðu jafnvel. Klúðraði reyndar öllu í vinnunni en fékk ekki skammir heldur hrós. Skil ekki alveg hvernig vinnuveitendur mínir hugsa. Skemmtileg vinna samt.
Móðir mín er að læra, ég er víst að tefja hana. Ég læt námsmanni heimilisins eftir tölvuna.
Veröld nokkurra vina minna snýst um að fatta hver hinn umtalaði Shane er. Hver haldið þið að Shane sé? Ekki einhver úr kúrekamynd frá árinu 1945, vona ég. Annars veti maður aldrei. Hvað veit fólk?
Kíkti í ræktina með Láru áðan og hittum þar JóaB og bróður hans, bróðir hans hló að okkur sem er svosem skiljanlegt. Við flúðum upp, á morgun mun Begga syngja aftur í söngskólanum sínum.
Helgin var dásamleg, chillaði á föstudaginn með vinum og ís og allskonar sósum. Síðan vann ég á laugardaginn á læknaárshátíðinni, þar þekkti ég nokkra gesti sem brostu, knúsuðu mig og dönsuðu jafnvel. Klúðraði reyndar öllu í vinnunni en fékk ekki skammir heldur hrós. Skil ekki alveg hvernig vinnuveitendur mínir hugsa. Skemmtileg vinna samt.
Móðir mín er að læra, ég er víst að tefja hana. Ég læt námsmanni heimilisins eftir tölvuna.
Wednesday, January 18, 2006
Lítill lækur
Ég er svo stolt af krökkunum í liðinu okkar.
Sérstaklega Gutta.
http://www.fjandinn.com/arthur/archive/2005_09_19_archive.html
Svona minnir mig á Hödda og Sindra.
Hlæ í hvert skipti sem ég les þetta.
Sérstaklega Gutta.
http://www.fjandinn.com/arthur/archive/2005_09_19_archive.html
Svona minnir mig á Hödda og Sindra.
Hlæ í hvert skipti sem ég les þetta.
Jó gæ
Nú höfum við Lára loksins staðið við stóru orðin og hafið okkar líkamsrækt í GYM80.
Við höldum okkur á efri hluta hússins því niðri eru steraboltarnir með þing.
Við kunnum heldur ekki á lyftingartækin og Lára er sannfærð um að ef við notuðum þau vitlaust eða bæðum um leiðsögn myndi einhver boltanna lemja okkur.
C´est la vie. Talandi á frönsku... þá er frönsk kvikmyndahátíð í Háskólabíói! Mér skilst að það sé helmingsafsláttur fyrir nemendur! Ef einhver vill kíkja má sá hinn sami bjalla í mig (6962898). Ekki skamma mig fyrir að setja númerið mitt á netið, ég er Íslendingur. Það er ekkert mál að finna allar upplýsingar um mig. Meira að segja loftmynd af húsinu mínu eða reitina í kirkjugörðum landsins þar sem ættingjar mínir eru grafnir. Krípí, krípí!
Skemmtilegt veður þessa dagana, nógu slæmt til að foreldrar mínir nenni að keyra mig í skólann. Frábært! Það er líka allt svo fallegt um þessar mundir. Sérstaklega Gutti. Gutti er einmitt að keppa fyrstu Gettu Betur keppni sína á þessu ári í kvöld. MH-Flensborg. 21:30 á Rás2 (þessi keppni). Hlakka til að sjá hvernig nýja, ótrúlega skemmtilega, liðið stendur sig!
Ég er búin að vera þvílík fyrirmyndardóttir í dag og setja í vél, taka úr vél, ganga frá úr uppþvottavélinni, ganga frá þvotti, taka til í herberginu mínu og ég veit ekki hvað og hvað. Foreldrar mínir halda áreiðanlega að ég hafi brotið ómetanlegan bolla eða stolist í ginið þeirra. En svo er ekki. Ég var í tiltektarstuði og þurfti að þvo skólatöskuna mína (vegna saladdressing sem ég bjó til og hélst ekki öll í nestisboxinu). Þannig byrjaði þetta og enginn veit hvar þetta endar. Nú fer ég allavega að þvo mig!
Við höldum okkur á efri hluta hússins því niðri eru steraboltarnir með þing.
Við kunnum heldur ekki á lyftingartækin og Lára er sannfærð um að ef við notuðum þau vitlaust eða bæðum um leiðsögn myndi einhver boltanna lemja okkur.
C´est la vie. Talandi á frönsku... þá er frönsk kvikmyndahátíð í Háskólabíói! Mér skilst að það sé helmingsafsláttur fyrir nemendur! Ef einhver vill kíkja má sá hinn sami bjalla í mig (6962898). Ekki skamma mig fyrir að setja númerið mitt á netið, ég er Íslendingur. Það er ekkert mál að finna allar upplýsingar um mig. Meira að segja loftmynd af húsinu mínu eða reitina í kirkjugörðum landsins þar sem ættingjar mínir eru grafnir. Krípí, krípí!
Skemmtilegt veður þessa dagana, nógu slæmt til að foreldrar mínir nenni að keyra mig í skólann. Frábært! Það er líka allt svo fallegt um þessar mundir. Sérstaklega Gutti. Gutti er einmitt að keppa fyrstu Gettu Betur keppni sína á þessu ári í kvöld. MH-Flensborg. 21:30 á Rás2 (þessi keppni). Hlakka til að sjá hvernig nýja, ótrúlega skemmtilega, liðið stendur sig!
Ég er búin að vera þvílík fyrirmyndardóttir í dag og setja í vél, taka úr vél, ganga frá úr uppþvottavélinni, ganga frá þvotti, taka til í herberginu mínu og ég veit ekki hvað og hvað. Foreldrar mínir halda áreiðanlega að ég hafi brotið ómetanlegan bolla eða stolist í ginið þeirra. En svo er ekki. Ég var í tiltektarstuði og þurfti að þvo skólatöskuna mína (vegna saladdressing sem ég bjó til og hélst ekki öll í nestisboxinu). Þannig byrjaði þetta og enginn veit hvar þetta endar. Nú fer ég allavega að þvo mig!
Sunday, January 15, 2006
Stóarar ákvarðanir
Af slysni var kveikt á sjónvarpinu þegar þátturinn Party at the Palms byrjaði á Sirkus í dag. Þar sá ég konu í flottustu fötum sem ég hef séð. Hún var líka sú eina klædda í þættinum. Hún var í hlébarðasamfesting, yfir honum skærbleikum sundbol og með neonbelti og hanska. Svona ætla ég að dimittira. Ég er viss um að þið hlakkið öll til að sjá mig.
Helgin var skemmtilegri en þessi þáttur. Matarboð hjá Hilmari og Lóu vakti einhverja nostalgíutilfinningu sem er erfitt að lýsa, eins og þegar ég hitti Einar Sveinbjörns. Kíkti síðan til Jóa þar sem við hittum Hödda og Sindra (myndir á síðunni hans Hödda). Þeir biðu í bílnum eftir okkur í hálftíma án þess að láta okkur vita af sér. Strákarnir eru svolitlir stalkerar af og til en mjög fyndnir og frábærir.
Í dag gerði ég nokkuð sem ég bjóst aldrei við að gera, horfði á Pride&Prejudice með Láru og Beggu. Það var samt nokkuð skemmtilegt enda fíniustu þættir frá BBC og Darcy er í svo fallegum fötum. Síðasta helgi var enn skemmtilegri en þessi enda tvítugsafmælisveisla Össurar þá og það var æðislegt. Var hjá frænda í 10 klst, djammandi, djúsandi og spjallandi við vini hans sem virðast allir sætir, skemmtilegir og fyndnir. Líkur sækir líkan heim?
Helgin var skemmtilegri en þessi þáttur. Matarboð hjá Hilmari og Lóu vakti einhverja nostalgíutilfinningu sem er erfitt að lýsa, eins og þegar ég hitti Einar Sveinbjörns. Kíkti síðan til Jóa þar sem við hittum Hödda og Sindra (myndir á síðunni hans Hödda). Þeir biðu í bílnum eftir okkur í hálftíma án þess að láta okkur vita af sér. Strákarnir eru svolitlir stalkerar af og til en mjög fyndnir og frábærir.
Í dag gerði ég nokkuð sem ég bjóst aldrei við að gera, horfði á Pride&Prejudice með Láru og Beggu. Það var samt nokkuð skemmtilegt enda fíniustu þættir frá BBC og Darcy er í svo fallegum fötum. Síðasta helgi var enn skemmtilegri en þessi enda tvítugsafmælisveisla Össurar þá og það var æðislegt. Var hjá frænda í 10 klst, djammandi, djúsandi og spjallandi við vini hans sem virðast allir sætir, skemmtilegir og fyndnir. Líkur sækir líkan heim?
Tuesday, January 03, 2006
Sjónvarpið
Ég horfi ekki mikið á sjónvarp, horfi helst á Nátthrafna - næturdagskrá Skjás Eins. Nú hef ég verið í jólafríi svo lengi að mér hefur tekist að slaka á almennilega, lesa góða bók, skrifa kort, taka til allsstaðar, skipuleggja líf mitt fram til þrítugsaldursins og það sem meira er, sitja og horfa á sjónvarpið í tíma og ótíma.
Mér finnst vanta smá tilbreytingu í sjónvarpsdagskrárgerð. Einu sinni gat maður séð feitan mann og grönnu konuna hans saman í fjölskyldugrínþætti en núna virðist vera fólk sem rannsakar morð, kryfur lík og reynir að koma í veg fyrir alvarlega glæpi á öllum rásum, alltaf.
Sem er þó skárra en nýja hugmyndin að raunveruleikaþáttum þar sem farið er heim til fólks og sýnt hve ömurlegt þetta fólk er. Queer Eye for a Straight guy hafði þó style. Wifeswap var hryllingur og mér líst ekki vel á The Nanny. "Sjáið fólk sem kann ekki að ala upp börnin sín, sjáið óþekk börn, það kemur kona sem kennir þeim að ala upp börnin sín. Miðað við þessi börn eru meira að segja ykkar börn vel upp alin! Horfið á ömurlegt fjölskyldulíf", þátturinn "How Clean is your house?" er bara ógeðslegur. Hvaða misskilna athyglissýki brýst út hjá fólki til að það vilji að alheimur sjái að húsið þeirra er viðbjóðslegt? Það gerir sér grein fyrir því, annars myndi það ekki hringja í þáttinn. Smá hint - ef húsið þitt er svo ógeðslegt að þínu eigin mati að þú þarft að hringja í svona þátt.... TAKTU TIL! Ekkert er heilagt, það er líka að fara í gang þáttur þar sem einhver sexpert kennir pörum að stunda kynlíf, án þess að stúlkan "feiki það". Hvernig ætli gaurnum líði þegar kærastan kemur til hans og segist hafa skráð þau í þennan þátt?
En svona er víst afþreyingin nú til dags og þess vegna kýs ég frekar að leggjast upp í rúm með gamla, góða bók.
Mér finnst vanta smá tilbreytingu í sjónvarpsdagskrárgerð. Einu sinni gat maður séð feitan mann og grönnu konuna hans saman í fjölskyldugrínþætti en núna virðist vera fólk sem rannsakar morð, kryfur lík og reynir að koma í veg fyrir alvarlega glæpi á öllum rásum, alltaf.
Sem er þó skárra en nýja hugmyndin að raunveruleikaþáttum þar sem farið er heim til fólks og sýnt hve ömurlegt þetta fólk er. Queer Eye for a Straight guy hafði þó style. Wifeswap var hryllingur og mér líst ekki vel á The Nanny. "Sjáið fólk sem kann ekki að ala upp börnin sín, sjáið óþekk börn, það kemur kona sem kennir þeim að ala upp börnin sín. Miðað við þessi börn eru meira að segja ykkar börn vel upp alin! Horfið á ömurlegt fjölskyldulíf", þátturinn "How Clean is your house?" er bara ógeðslegur. Hvaða misskilna athyglissýki brýst út hjá fólki til að það vilji að alheimur sjái að húsið þeirra er viðbjóðslegt? Það gerir sér grein fyrir því, annars myndi það ekki hringja í þáttinn. Smá hint - ef húsið þitt er svo ógeðslegt að þínu eigin mati að þú þarft að hringja í svona þátt.... TAKTU TIL! Ekkert er heilagt, það er líka að fara í gang þáttur þar sem einhver sexpert kennir pörum að stunda kynlíf, án þess að stúlkan "feiki það". Hvernig ætli gaurnum líði þegar kærastan kemur til hans og segist hafa skráð þau í þennan þátt?
En svona er víst afþreyingin nú til dags og þess vegna kýs ég frekar að leggjast upp í rúm með gamla, góða bók.
Monday, January 02, 2006
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!
Aldrei hef ég haft jafn góða tilfinningu fyrir neinu ári og árinu 2006. Þetta verður dásamlegt ár, bíðið bara! Ég vona að ég hafi rétt fyrir mér.
Það byrjar a.m.k. vel, var að vinna á nýársnótt og hitti þar með fjölda fólks sem ég þekki og hef ekki hitt langalengi, vorum hressar á barnum, dansandi þangað til allt fylltist.
Síðan fór ég í einskonar nýárspartí hjá Kötlu 1.1.06 sem var mjög fínt, gaman að hitta liðið af gamla borðinu og Jonna, næstu helgi koma LÁRA og Begga heim.
Guð minn góður hvað ég hlakka mikið til að hitta Láru aftur, 18 mánuðir án hennar... ekki alveg málið. Ekki nóg með það heldur eru HÆTTA! tónleikarnir sömu helgi sem og tvítugsafmælisveisla Össurar sem verður vonandi klikkuð!!!
Skólinn byrjar nú áður en helgin kemur en það verður fagnaðarefni, vona ég.
Gleðilegt nýtt ár elsku vinir, ég þakka þau liðnu og bíð með tilhlökkun eftir komandi árum með ykkur!
Það byrjar a.m.k. vel, var að vinna á nýársnótt og hitti þar með fjölda fólks sem ég þekki og hef ekki hitt langalengi, vorum hressar á barnum, dansandi þangað til allt fylltist.
Síðan fór ég í einskonar nýárspartí hjá Kötlu 1.1.06 sem var mjög fínt, gaman að hitta liðið af gamla borðinu og Jonna, næstu helgi koma LÁRA og Begga heim.
Guð minn góður hvað ég hlakka mikið til að hitta Láru aftur, 18 mánuðir án hennar... ekki alveg málið. Ekki nóg með það heldur eru HÆTTA! tónleikarnir sömu helgi sem og tvítugsafmælisveisla Össurar sem verður vonandi klikkuð!!!
Skólinn byrjar nú áður en helgin kemur en það verður fagnaðarefni, vona ég.
Gleðilegt nýtt ár elsku vinir, ég þakka þau liðnu og bíð með tilhlökkun eftir komandi árum með ykkur!
Subscribe to:
Posts (Atom)