Ég horfi ekki mikið á sjónvarp, horfi helst á Nátthrafna - næturdagskrá Skjás Eins. Nú hef ég verið í jólafríi svo lengi að mér hefur tekist að slaka á almennilega, lesa góða bók, skrifa kort, taka til allsstaðar, skipuleggja líf mitt fram til þrítugsaldursins og það sem meira er, sitja og horfa á sjónvarpið í tíma og ótíma.
Mér finnst vanta smá tilbreytingu í sjónvarpsdagskrárgerð. Einu sinni gat maður séð feitan mann og grönnu konuna hans saman í fjölskyldugrínþætti en núna virðist vera fólk sem rannsakar morð, kryfur lík og reynir að koma í veg fyrir alvarlega glæpi á öllum rásum, alltaf.
Sem er þó skárra en nýja hugmyndin að raunveruleikaþáttum þar sem farið er heim til fólks og sýnt hve ömurlegt þetta fólk er. Queer Eye for a Straight guy hafði þó style. Wifeswap var hryllingur og mér líst ekki vel á The Nanny. "Sjáið fólk sem kann ekki að ala upp börnin sín, sjáið óþekk börn, það kemur kona sem kennir þeim að ala upp börnin sín. Miðað við þessi börn eru meira að segja ykkar börn vel upp alin! Horfið á ömurlegt fjölskyldulíf", þátturinn "How Clean is your house?" er bara ógeðslegur. Hvaða misskilna athyglissýki brýst út hjá fólki til að það vilji að alheimur sjái að húsið þeirra er viðbjóðslegt? Það gerir sér grein fyrir því, annars myndi það ekki hringja í þáttinn. Smá hint - ef húsið þitt er svo ógeðslegt að þínu eigin mati að þú þarft að hringja í svona þátt.... TAKTU TIL! Ekkert er heilagt, það er líka að fara í gang þáttur þar sem einhver sexpert kennir pörum að stunda kynlíf, án þess að stúlkan "feiki það". Hvernig ætli gaurnum líði þegar kærastan kemur til hans og segist hafa skráð þau í þennan þátt?
En svona er víst afþreyingin nú til dags og þess vegna kýs ég frekar að leggjast upp í rúm með gamla, góða bók.
No comments:
Post a Comment