Monday, January 02, 2006

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!

Aldrei hef ég haft jafn góða tilfinningu fyrir neinu ári og árinu 2006. Þetta verður dásamlegt ár, bíðið bara! Ég vona að ég hafi rétt fyrir mér.

Það byrjar a.m.k. vel, var að vinna á nýársnótt og hitti þar með fjölda fólks sem ég þekki og hef ekki hitt langalengi, vorum hressar á barnum, dansandi þangað til allt fylltist.

Síðan fór ég í einskonar nýárspartí hjá Kötlu 1.1.06 sem var mjög fínt, gaman að hitta liðið af gamla borðinu og Jonna, næstu helgi koma LÁRA og Begga heim.

Guð minn góður hvað ég hlakka mikið til að hitta Láru aftur, 18 mánuðir án hennar... ekki alveg málið. Ekki nóg með það heldur eru HÆTTA! tónleikarnir sömu helgi sem og tvítugsafmælisveisla Össurar sem verður vonandi klikkuð!!!

Skólinn byrjar nú áður en helgin kemur en það verður fagnaðarefni, vona ég.

Gleðilegt nýtt ár elsku vinir, ég þakka þau liðnu og bíð með tilhlökkun eftir komandi árum með ykkur!

No comments: