Jólin mín hafa sannarlega verið gleðileg og er það helst góðri fjölskyldu og góðum vinum að þakka. Eins og flest gleði í mínu lífi. Ef ekki öll.
Gjafirnar komu á óvart, voru persónulegar, voru týpískar, voru "not my style" eða dásamlegar. Flestar voru dásamlega persónulegar og skemmtilegar. Ég er ánægð með þær gjafir sem ég gaf og mun gefa (þegar ég sendi gjafirnar til útlanda sem eiga heima þar) og er einnig ótrúlega ánægð með allan mat sem ég hef borðað í þessu jólafríi.
Ég hef hafið hlutastarf sem ég sótti um á Broadway sem þjónn / barþjónn og var fyrsta kvöldið ansi magnað. Annað kvöldið verða áramótin. Það verður að öllum líkindum klikkað. Mér sýnist starfið vera krefjandi, skemmtilegt og spennandi. Við fyrstu sýn. Vona að það búi ekki eitthvað annað bak við tjöldin.
Ég sakna Beggu meir en nokkurs annars og er komin með fráhvarfseinkenni.
Hlakka mjög mikið til að fá Láru sætu heim og tala við Eddu óvenju mikið þessa dagana.
Á Íslandi eru Jóarnir mínir og aðrir vinir til að stytta stundirnar, takk takk takk.
Á morgun verður matarboð sem ég er búin að hlakka til síðan ég heyrði fyrst af því. Dásamlegir gestir, ótrúlega skemmtilegt fólk, rjúpur í matinn og þetta verður frábært. Ég finn það á mér. Ég veit líka að árið 2006 verður brjálæðislega frábært, better than all the rest, again. Hlakka til.
Ég hvet alla vini mína til að fagna áramótunum á Broadway og heilsa upp á mér á barnum. (Engin samtöl, bara "hæ").
No comments:
Post a Comment