Nú er ég komin í jólafrí og það sem meira er þá er ég komin með leið á því að vera í fríi. Það er líklegast of seint að sækja um störf núna en ég hlakkaði svo til að slappa af. Ekki lengur. Nú langar mig að vinna.
Ég er búin að fá einkunnirnar mínar og ég náði öllu, gekk meira að segja vel.
Alveg sátt! :)
Jólaballið var æðislega skemmtilegt. Þó sumt hafi nú farið í taugarnar á mér og ég spurði óvart stúlku sem vinur minn var að dansa við hvort hún ætlaði heim með honum (hann var EKKI ánægður með mig) þá var kvöldið í heild frekar skemmtilegt og ég er ánægð með það.
Hlakka til að komast niður í bæ að kaupa gjafir og hanga á kaffihúsum, eins og við JóiB ætluðum að gera í dag en nenntum ekki vegna veðurs. Við fórum því í Smáralindina. Ég mæli ekki með því. Ég þoli ekki þessa verslunarmiðstöð.
Bergþóra er á leið til Ástralíu núna, held hún sé í Singapore akkúrat núna, vonandi skemmtir hún sér vel um jólin! Lára, þú hringir í hana! :)
No comments:
Post a Comment