Monday, January 28, 2008

Tooodaaayyyyyyy

Í dag á merkileg kona afmæli, kona sem ég elska og hefur gengið mér í móðurstað þar til rottur og óhreinindi neyddu móður mína aftur til mín. Sú kona sem um er rætt er algjörlega einstök, falleg, skemmtileg og ótrúlega hugmyndarík. Geislandi af sköpunargleði og góðmennsku og í miklu uppáhaldi hjá mér. Gefur góð, og það sem meira er, frumleg ráð um lífið og tilveruna og eykur yndi heimsins ósjálfrátt með nærveru sinni. Til hamingju með afmælið Frau Urlaub!

Back again

Halló halló halló.

Nú er ég komin aftur úr ferðalaginu mínu, safe and sound eins og Bretar segja. Hitti reyndar enga Breta en kynntist mörgum Áströlum, Könum, Þjóðverjum og Ítölum. Var mest með Ítölunum, ótrúlega skemmtilegir og hressir, mér finnst líka gaman að skilja hvað um er að vera án þess að tala tungumálið einfaldlega vegna þess hve mikið þeir nota handahreyfingar svi mikið þegar þeir tjá sig.
Við sigldum niður Mekong á og skoðuðum söfn, borðuðum og borðuðum og drukkum og djömmuðum og þetta var í heildina séð mjög svo skemmtileg ferð. Einhverjir vina minna munu líklega setja upp myndir en ég gleymdi sjálf myndavélinni þ.a. þið verðið bara að bíða ef þið hafið áhuga á að skoða myndir frá Ho Chi Minh.
Mér fannst Hanoi skemmtilegri en Ho Chi Minh og mæli frekar með því að fólk skelli sér til norðurhluta landsins en þetta er yndislegt land, maturinn frábær og fólkið skemmtilegt og vinalegt þó það séu ekki liðin nema örfáir áratugir frá stríðinu.

Thursday, January 17, 2008

Visa visa

Nú er þetta allt komið á hreint og ég er m.a.s. búin að sækja um vegabréfsáritun til Víetnam en þangað ætla ég á miðvikudaginn!
Mér fannst mjög skondið að víetnamíska sendiráðið er staðsett í háhýsi sem ber nafnið Great Smart Tower.
Þau eru ekkert að skafa utan af hlutunum!

Thursday, January 10, 2008

2008

Þetta ár byrjaði, eins og ævi mín, á Íslandi. Fljótlega fluttist ég til útlanda.
Nú er ég í Hong Kong og mér er bannað að mæta í skólann því visa-ð mitt er ekki tilbúið.
Ég er ekta Íslendingur, í vandræðum með visa í janúarmánuði.
Jólin voru frábær, mamma tjáir ást sína með matreiðslu, ég er viss um það.
Enda brenndi hún niður eldhúsið í fyrsta sinn sem hún eldaði fyrir pabba, eldheit ást.
Sjaldan hefur verið jafnskemmtilegt á Íslandi, vinna og vinir, fjölskylda og ást, matur, vín og tónlist.
Kaffihúsaferðir og leikhúsferðir, húsferðir með menningarvitum. Dans með óvitum.
Skemmtun, skemmtun, skemmtun.
Nú tekur skemmtilega námsefnið við!

我很喜欢学中文!