Halló halló halló.
Nú er ég komin aftur úr ferðalaginu mínu, safe and sound eins og Bretar segja. Hitti reyndar enga Breta en kynntist mörgum Áströlum, Könum, Þjóðverjum og Ítölum. Var mest með Ítölunum, ótrúlega skemmtilegir og hressir, mér finnst líka gaman að skilja hvað um er að vera án þess að tala tungumálið einfaldlega vegna þess hve mikið þeir nota handahreyfingar svi mikið þegar þeir tjá sig.
Við sigldum niður Mekong á og skoðuðum söfn, borðuðum og borðuðum og drukkum og djömmuðum og þetta var í heildina séð mjög svo skemmtileg ferð. Einhverjir vina minna munu líklega setja upp myndir en ég gleymdi sjálf myndavélinni þ.a. þið verðið bara að bíða ef þið hafið áhuga á að skoða myndir frá Ho Chi Minh.
Mér fannst Hanoi skemmtilegri en Ho Chi Minh og mæli frekar með því að fólk skelli sér til norðurhluta landsins en þetta er yndislegt land, maturinn frábær og fólkið skemmtilegt og vinalegt þó það séu ekki liðin nema örfáir áratugir frá stríðinu.
No comments:
Post a Comment