Í dag á merkileg kona afmæli, kona sem ég elska og hefur gengið mér í móðurstað þar til rottur og óhreinindi neyddu móður mína aftur til mín. Sú kona sem um er rætt er algjörlega einstök, falleg, skemmtileg og ótrúlega hugmyndarík. Geislandi af sköpunargleði og góðmennsku og í miklu uppáhaldi hjá mér. Gefur góð, og það sem meira er, frumleg ráð um lífið og tilveruna og eykur yndi heimsins ósjálfrátt með nærveru sinni. Til hamingju með afmælið Frau Urlaub!
No comments:
Post a Comment