heitir leikritið sem ég ætla að sjá ásamt nokkrum vinum mínum á sunnudaginn.
Perlan, leikhópur frá Sólheimum, setur það upp og Jóhann Þorvaldur Bergþórsson semur alla tónlist. Það gerði hann á nokkrum dögum í miðjum prófum og það sem ég hef heyrt er ótrúlega flott. Ég hlakka mjög mikið til að sjá þetta leikrit.
Annars á ég eingöngu 2 próf eftir og þá verður jólaball. Jólajólajólaball.
Síðan mun ég byrja að baka og stússast í einhverju jóladæmi og jafnvel taka til.... svona, fyrir jólin. Bíð samt aðeins með jólalögin, eina viku eða svo.
No comments:
Post a Comment