Af slysni var kveikt á sjónvarpinu þegar þátturinn Party at the Palms byrjaði á Sirkus í dag. Þar sá ég konu í flottustu fötum sem ég hef séð. Hún var líka sú eina klædda í þættinum. Hún var í hlébarðasamfesting, yfir honum skærbleikum sundbol og með neonbelti og hanska. Svona ætla ég að dimittira. Ég er viss um að þið hlakkið öll til að sjá mig.
Helgin var skemmtilegri en þessi þáttur. Matarboð hjá Hilmari og Lóu vakti einhverja nostalgíutilfinningu sem er erfitt að lýsa, eins og þegar ég hitti Einar Sveinbjörns. Kíkti síðan til Jóa þar sem við hittum Hödda og Sindra (myndir á síðunni hans Hödda). Þeir biðu í bílnum eftir okkur í hálftíma án þess að láta okkur vita af sér. Strákarnir eru svolitlir stalkerar af og til en mjög fyndnir og frábærir.
Í dag gerði ég nokkuð sem ég bjóst aldrei við að gera, horfði á Pride&Prejudice með Láru og Beggu. Það var samt nokkuð skemmtilegt enda fíniustu þættir frá BBC og Darcy er í svo fallegum fötum. Síðasta helgi var enn skemmtilegri en þessi enda tvítugsafmælisveisla Össurar þá og það var æðislegt. Var hjá frænda í 10 klst, djammandi, djúsandi og spjallandi við vini hans sem virðast allir sætir, skemmtilegir og fyndnir. Líkur sækir líkan heim?
No comments:
Post a Comment