Enn og aftur stóðu krakkarnir sig vel og nú munu þeir fara í sjónvarpið! Liðið okkar var ekki bara gáfaðara eða betur undirbúið en Kvennó liðið heldur mun fallegra. Það þótti mér skemmtilegt að sjá, mér finnst líka ótrúlega gaman að horfa á Gutta keppa í þessu, svo öruggur, flinkur og góður! Kann þetta og stendur sig vel.
Veröld nokkurra vina minna snýst um að fatta hver hinn umtalaði Shane er. Hver haldið þið að Shane sé? Ekki einhver úr kúrekamynd frá árinu 1945, vona ég. Annars veti maður aldrei. Hvað veit fólk?
Kíkti í ræktina með Láru áðan og hittum þar JóaB og bróður hans, bróðir hans hló að okkur sem er svosem skiljanlegt. Við flúðum upp, á morgun mun Begga syngja aftur í söngskólanum sínum.
Helgin var dásamleg, chillaði á föstudaginn með vinum og ís og allskonar sósum. Síðan vann ég á laugardaginn á læknaárshátíðinni, þar þekkti ég nokkra gesti sem brostu, knúsuðu mig og dönsuðu jafnvel. Klúðraði reyndar öllu í vinnunni en fékk ekki skammir heldur hrós. Skil ekki alveg hvernig vinnuveitendur mínir hugsa. Skemmtileg vinna samt.
Móðir mín er að læra, ég er víst að tefja hana. Ég læt námsmanni heimilisins eftir tölvuna.
No comments:
Post a Comment