Saturday, January 28, 2006

Helgin

Í gær var ég á barnum í þorrablóti og þar sem ég var megnið af kvöldinu ein lærði ég að gera heilan helling af kokkteilum og redda mér.Skemmtilegt kvöld. Misskemmtilegt fólk samt. Ein kona sem sat á borði nálægt barnum sagði sömu 2 setningarnar 3 sinnum í röð. “Þegar ég fer út að skemmta mér, er ég innan við 5 mínútur að mála mig. Ég er ekki að grínast”. Mig langaði að bæta við “þú ert heldur ekki áhugaverð”. Síðan var einstaklega drukkin Sandra Bí að skipa mér að kjósa sig sem forseta. Í augnablikinu vinnur hún í bakaríi, ég veit ekkert meira um hana en munið þetta í næstu forsetakosningum: Kjósið Söndru Bí!

Í fyrradag fór ég á tónleika með Beggu og síðan heim til hennar að slaka á, þangað sóttu Lára og JóiB mig og við rúntuðum og skruppum svo heim til mín að slaka á. Gaman að vera afslappaður einstaklingur.

Í dag ætla ég að læra einstaklega mikið, skreppa í bíó með Gulla og kannski kíkja á kaffihús með Láru sætu, eða jafnvel horfa á Pride and Prejudice með Beggu og Láru. Við sjáum til, við sjáum til!

No comments: