Guð er dauður.
Ljóðið er dautt.
Bloggið þitt er dautt.
Þessar þrjár setningar heyrði ég eða las í dag. Svartsýni virðist fylgja skammdeginu.
Að undanförnu hef ég gert lítið annað en læra, djamma, lesa, tala í símann og vera með Steina. Fór reyndar í bíó (Borat), á leikrit (Purpura, mig langar að tala við handritshöfundinn) og í mat til Jóa (ágætasti kokkur). Annars ekkert. Nema kannski helst að reyna að ákveða hvað ég vil gera það sem eftir er ævinnar. Reyna að komast úr tilvistarkreppunni. Ákveða og hætta við. Hætta við að hætta við. Ég hef líka eldað smá og djammað aðeins meira. Þessa helgi er einmitt djammsumarbústaðarferð. Djamm er uppáhaldsorðið mitt. Jóa líka. Einnig halda mörg íslensk ljóðskáld og málverndunarsinnar mikið upp á orðið. Djamm!
No comments:
Post a Comment