Ég saknaði bolludags mikið þegar ég var í Hong Kong en gleymdi sprengidag.
Bolludagur var ekkert sérstakur en sprengidagur.... við mamma ætluðum að fylgja uppskrift ömmu að saltkjöti og baunum (túkall). Mamma var byrjuð þegar ég kom til að hjálpa henni, hún bað mig um að setja beikonið út í og ég skellti því náttúrulega í baunirnar. Næst fór rósmarínið á pönnuna og mamma undraðist á hljóðinu. Þarna stóðum við, tvær saman að elda.... suðum beikon og steiktum rósmarín. Með þessu gáfumst við upp á að fylgja uppskriftum. Mamma var ansi lengi að elda restina (ég gafst upp) því það tekur langan tíma að gera gin og tónik!
Síðasti dagur febrúarmánaðar er í dag! Ég held að mars verði æðislegur!!!!
No comments:
Post a Comment