Sunday, February 12, 2006

Alltaf gaman að fá koss í vinnunni

Já, ein kona var svo ánægð með aðstoð mína á barnum að hún vippaði sér til mín og kyssti mig á kinnina. Seinna hrósaði fólk mér fyrir varalitinn og ég hélt þau meintu nú bara glossinn minn og brosti vandræðalega og sagði "takk", frekar hissa. Loks kom kona til mín og sagði mér að ég væri með varalit á kinninni, greinilega eftir koss. Þá skildi ég allt. Nú skil ég allt, er eitthvað sem þið skiljið ekki? Hringið í mig. Begga! Mól, ertu ekki að grínast? Hringdu bara í mig, ég skal útskýra þetta fyrir þér. Mamma! "Þéttur melur á kantinum" - kíktu bara í orðabók. Já, það er margt sem þið skiljið ekki en ég skil allt.

Þetta var ágætis árshátíð hjá Flugfélagsgrúppunni þó mér finnist mun þægilegra að vinna á Broadway heldur en í nýju Laugardalshöllinni. Smakkaði kengúrukjöt, ég er ekki sérstaklega hrifin af því en mér finnst gaman að smakka svona lagað. Lára byrjaði að vinna á Broadway í kvöld og stóð sig með stökustu prýði. Lára Lára, minnir mig á að árshátíð MR verður í vikunni! Dásamlegt, ég hef svo góðar spár og háar væntingar... þetta hlýtur að verða dásamlegt kvöld.

Föstudagurinn var yndislegur, einmitt rétta orðið. Begga kom í heimsókn og við horfðum á 2 Pride&Prejudice BBC þætti á DVD, slökuðum á, borðuðum nammi og drukkum appelsín. Síðan fór ég í matarboð til Gunnars Baldvins, hitti viðkunnalegu kærustu hans Elínu, sæta nágranna hans, Arnór og fyndna skiptinemann frá Argentínu, Erlend. Margréttað og mikið vín smakkað. Meira talað og á mörgum tungumálum. Alveg hreint yndislegt kvöld.

Í gær tók ég þátt í prófkjöri í fyrsta sinn, ásamt móður minni, föður mínum og ömmu minni elskulegu. Þetta var ágætt, mömmu finnst þetta mjög merkilegt og stór áfangi! Síðan skruppum við fjölskyldan á Laugarveginn, keyptum okkur geisladiska og töluðum saman. Svona "for a change". Keyptum fullt af skyri, ávöxtum og öðru hollu til að borða. Skemmtileg tilbreyting frá junkfoodinu sem er aldrei í boði hérna heima. Ég fékk líka eitt sérstakasta símtal ævi minnar en nú verð ég að fara að skrifa útdrátt úr Ríki Nátturunnar….

No comments: