Saturday, February 04, 2006
So the story goes....
Í dag á JóiB afmæli! Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag! Hann á afmæli hann Jói! Hann á afmæli í dag! Ég vona að þið hafið öll tekið undir með mér og sungið lagið um leið og þið lásuð. Vikan hefur verið frekar leiðinleg, veik, veik, drukknaði í göngu og var veik... helgin varð strax skárri með kuklklúbbi móður minnar og kokkteilum föður míns. Í kvöld kíki ég til Jóa sem á afmæli (eins og hefur áður komið fram). Dominic vinur minn flutti til Hong Kong á fimmtudaginn og þó hann hafi áður búið í Þýskalandi (=líka útlönd) sakna ég hans samt. Vonandi kemst ég út í heimsókn sem allra fyrst. Þó það sé svosem ágætt á Íslandi. Fyrir utan veðrið og veikindi.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment