Þetta var æðislegt, svo ég haldi áfram á sömu braut og þegar ég hætti að skrifa síðast. Sunny kom og tók allan tímann minn, mikið rosalega er hann skemmtilegur. Hann er svo góður og það er ótrúlega þægilegt að vera nálægt honum, allir elskuðu hann að sjálfsögðu og hann skemmti sér mjög vel. Nú hlakka ég til að hitta hann aftur í sumar og er fegin að hann kom og hvað það var gaman að fá hann. Hann kallaði foreldra mína bara "mamma" og "pabbi" sem var mjög sætt enda er hann sætur gaur og ekki við öðru að búast. Síðan fóru foreldrar mínir í TBH ferð til Írlands og skemmtu sér konunglega, ég naut þess í botn að vera ein heima en gleymdi aðeins próflestrinum. Nú finn ég fyrir því þar sem prófin eru byjuð og þau eru mörg. Mottó mánaðarins er "þetta reddast". Foreldrar mínir eru komnir heim núna og gáfu mér fullt af vörum merktum Guinnes. Mér finnst gaman að fara merkt bjórtegund í próf.
Ég hitti frændsystkini mín á Sólvallagötunni um daginn, það var mjög gaman, þau eru sæt og skemmtileg. Þetta er náttúrulega ættgengt *dustar af jakkanum*.
Bráðum kemur sumarið og það verður Sumarball MH. Ég býst við að fara á það en fer allavega til London næsta dag með Jóa, Gutta og Sindra. Höddi beilaði og verður því nefndur Beiler héðan í frá.
Nú fer ég að drekka kaffi með foreldrum mínum og fíla mig sem fullorðinn einstakling.
Fyrst ætla ég samt að benda ykkur á bls. 40 í Sjónvarpsdagskrá þessa mánaðar þar sem það eru gáfuleg ráð fyrir ástmær. "Aldrei segja honum..."
*... að þú hafir verið skotin í vini hans áður en þið byrjuðuð saman.
Ég er svo fegin að lesa þetta því annars myndi ég pottþétt missa svona upplýsingar útúr mér næst þegar ég hitti kærastann minn. Ég myndi líka deita vin gaurs sem ég væri hrifin af, það meikar sense. (ATH. Sumt sem ég skrifa er meint í kaldhæðni).
No comments:
Post a Comment