Tuesday, May 16, 2006

In the summertime when the feeling is right, you and me we´re going to touch the sky!

Ég er komin í sumarfrí!
Ég er komin í sumarfrí!
Ég er komin í sumarfrí!

Þvílík gleði, þvílíkt veður, þvílíkt sumar.... ég fagnaði komu sumarsins með því að hjálpa Láru aðeins í stærðfræði en hún og Begga eru báðar að fara í stúdentspróf í stærðfræði á morgun. Ég er aftur á móti að fara til London á morgun.
Svona er að velja MR. Maður verður bara lærandi meðan vinir manns eru í útlöndum.
Ég get svosem ekki sagt mikið þar sem ég hef verið einni helgi og tveimur dögum lengur en flestallir vinir mínir (þeir sem ösnuðust ekki til að fara í MR þ.e.a.s.), það eina sem hefur haldið mér gangandi er óendanleg fegurð Íslands (sem er einmitt mjög áhugaverð og falleg út um gluggann í miðjum prófum) og stuðningur vina og vandamanna. Sérstaklega var Jóhann Birkir góður við mig og sagði mér að ég held 14 sinnum að hann væri búinn í prófum, að hann gæti djammað, að hann gæti sofið en ég ætti ekki bara eitt heldur TVÖ próf eftir. Hann er góður vinur.
Ég bjóst ekki við betri framkomu frá Steina en hann kom til mín með sumarblóm og súkkulaði til að ég myndi muna að sumarið væri rétt handan við hornið og gæti haldið mér við lærdóminn. Þúsund æðislegurkærasti-stig fyrir það. :)
Nú er sumarið semsagt komið, klikkað ball í kvöld og London (baby) á morgun!!!!!

No comments: