Wednesday, March 08, 2006
Hætt í ruglinu.
Óvænta uppákoma dagsins var yfirlýsing frönskukennarans (= Sigríður Anna) að ég væri góð í frönsku, með þeim bestu í hópnum. Ég hef alltaf lifað í þeirri trú að ég væri ömurleg í frönsku, nokkuð sem móðir mín hefur endurtekið nógu oft til að heilaþvo fíl og allir stílar sem ég hef reynt að skrifa sannað. Nú kalla ég mig frönskuséní (með frönskum hreim). Annað sem hefur drifið á daga mína er ekki svona merkilegt þar sem ekkert getur verið jafnmerkilegt og frönskukunnátta eða vankunnátta mín. Mótmæli gegn styttingu náms til stúdentsprófs voru frekar léleg en þó skemmtilegt touch að spila Another Brick In The Wall með Pink Floyd fyrir framan hóp af ungmennum sem mótmæltu fyrir utan Alþingishúsið. Eftir skóla var opin gettubeturæfing og mæting var vonum framar. Pizzur og fínerí. Fínt fólk og ágætisæfing. MH KEPPIR Í GETTU BETUR 16 MARS. Á FIMMTUDAGINN EFTIR VIKU. ALLIR AÐ MÆTA. Gutti (sem er einmitt í gettubeturliði skólans) á afmæli á laugardaginn, hann heldur upp á það á föstudaginn og tekur þetta aðeins of alvarlega fyrir minn smekk. Hann sagði t.d. við mig "Kamma, hættu að segja öllum að mæta í afmælið mitt í leðri... eða þér verður ekki boðið!".
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment